Fréttablaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 62
4. september 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 50 „Ég á nokkrar uppáhalds og það fer alveg eftir skapi. Ef ég er í spennu- myndagír er það Apocalypto og Taken. Ef ég er í rómantísku stuði er það The Notebook og Pretty woman. Ef ég er í ævintýraleit er það Avatar.“ Tinna Alavis, blaðakona BÍÓMYNDIN „Mig langar að prófa að vera samkynhneigður í einn dag og þótti alveg kjörið að nýta mér komu bjarnanna,“ segir tónlistar- maðurinn Davíð Berndsen, sem tekur upp tónlistarmyndband um helgina. Verður það tekið upp í miðbæ Reykjavíkur og nýtur Davíð aðstoðar um 150 samkynhneigðra manna. „Mér skilst að þetta sé kall- að Bears on Ice-hátíð, þegar fjöldi samkynhneigðra manna kemur hingað til lands til þess að eiga góðar stundir. Ég hlakka mikið til að eiga góðar stundir með þeim.“ Lagið samdi hann um samkyn- hneigðan vin sinn og á væntan- legt myndband vel við lag og texta. „Lagið er mjög kynþokkafullt og ég tek alltaf af mér beltið og nota það sem svipu þegar ég flyt það á tónleikum,“ bætir Davíð við léttur í lundu. En hvað segir konan þín við því að þú ætlir að vera samkyn- hneigður í einn dag? „Konan mín styður mig og leyfir mér að gera allt fyrir listina. Ég er samt ekk- ert svo hræddur um að snúast alveg en þetta á eftir að verða mjög skemmtilegt.“ Davíð hefur í nógu að snúast á næstunni og er á leið í mánaðar- langt tónleikaferðalag um Evrópu ásamt FM Belfast. „Maður verður bara eins og sjómaður og hverfur í mánuð. Við erum einnig að fara spila á Reeperbahn-hátíðinni í Þýskalandi.“ - glp Verður samkynhneigður í einn dag Tónlistarmaðurinn Davíð Berndsen ætlar að vera samkynhneigður í einn dag og notar stóran hóp samkynhneigðra manna til þess að taka upp tónlistarmyndband. KYNÞOKKI Davíð Berndsen ætlar að taka upp kynþokkafullt myndband. MYND/MAGNÚS ELVAR „Brettið tók mig út úr mínu hverfi þangað sem eitthvað áhugavert var að gerast, ég hefði til dæmis aldrei farið út í tónlistina ef ég hefði ekki kynnst fólkinu í kring- um hjólabrettamenninguna. Ég fann mig aldrei í hópíþróttum. Svo prófaði ég að fara á hjóla- bretti og fann að ég fékk þessa útrás sem ég þurfti,“ segir Ársæll Þór Ingvason, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Intro Beats, sem berst fyrir því að borgin smíði alvöru „park“ í fyrirhug- uðu frístundasvæði í Gufunesbæ undir hjólabrettaiðkun, BMX, hlaupahjól og línuskauta. Alex- ander Kárason, stofnandi Jaðar- íþróttafélagsins, hefur unnið að því með Ársæli að fá erlenda fag- menn til þess að teikna upp hjóla- brettaaðstöðu á reit í Gufunesi. „Það er svo mikilvægt að svona fari ekki í gegnum hvaða verk- fræðistofu sem er. Skeitarar þurfa að hafa eitthvað um málið að segja því þeir vita hvernig aðstaðan á að vera svo hún sé sem best. Annað er peningaeyðsla,“ bætir Alexander við, betur þekkt- ur sem Lexi. „Borgin nálgaðist okkur í fyrstu til þess að vinna þessa grunnvinnu sem við höfum nú skilað og fengið teikningar af fullmótuðu svæði, svona teikn- ingar kosta milljónir. Nú viljum við bara sjá þetta verða að veru- leika,“ segir Intro Beats. Lexi segir Íslendinga vera um 10 til 15 árum á eftir nágranna- löndunum þegar kemur að hjóla- brettamenningu. „Þú sérð það að þetta hefur verið gert alls staðar, til dæmis í Nörrebro í Kaupmannahöfn og á Grænlandi bjuggu þeir nýlega til aðstöðu sem er algjörlega til fyrirmyndar og kemur notendum og iðkendum á næsta stig. Eins og þróun á að vera. Í dag er það þannig að Íslendingar fara út að keppa því það eru engin svæði til að æfa sig hér heima. Við eigum Ekki bara sport fyrir vandræðaunglinga Ársæll Þór Ingvason og Alexander Kárason berjast fyrir því að fá hjólabrettagarð í Gufunesbæ. Þeir segja Íslendinga vera tíu árum á eft ir nágrannaþjóðum. INTRO BEATS OG LEXI Segja ekki hvaða verkfræðistofu sem er geta hannað og byggt alvöru hjólabrettagarð. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Starfsmöguleikar: Innkaupastjóri Útlitsráðgjafi Stílisti Verslunarstjóri 1. önn Fatastíll Fatasamsetning Textill 2. önn Litgreining Förðun út frá litgreiningu Litasamsetning Stundaskrá Starfsmöguleikar eftir nám eru margir og spennandi og geta nýst á ýmsum sviðum og atvinnugreinum. Hver önn tekur þrjá mánuði og fylgja öll kennslugögn með náminu. Kennsla fer fram í Tækniskólanum einu sinni í viku frá kl. 18-22. The Academy of Colour and Style er skóli sem kennir útlitsráðgjöf. Námið byggir á helstu atriðum útlitshönnunar og er meðal annars tekið fyrir litgreining, fatastíll og textill. Eftir nám fá nemendur alþjóðlegt diplóma í útlitsráðgjöf (fashion consultant). VILTU VERÐA STÍLISTI? SAMSTARF VIÐ KVIKMYNDASKÓLA ÍSLANDS Dæmi um það sem tekið er fyrir í náminu: Lita- og línufræði Tónalgreining Vaxtarbygging Heitt og kalt rými Stórt og lítið rými Uppröðun hluta Stílistun á: Baðherbergi Svefnherbergi Barnaherbergi Eldhúsi Garðhýsi Stofu Og margt fleira. The Academy of Colour and Style býður nú upp á nám í innanhússtílistun. Farið er í helstu grunnþætti í lita- og línufræði. Einnig er kennt að meta stíl út frá persónunni sjálfri. Þá er hún greind út frá vaxtarbyggingu og litgreiningu en þær upplýsingar segja mikið til um hvernig einstaklingur vill hafa sitt nánasta umhverfi eins og liti og fyrir stílistun á stofu, baðherbergi, barnaherbergi o.fl. stíl. Nemendur vinna svo verkefni í hverri viku og taka þá Gestafyrirlesarar koma í tíma og kynna fyrir nemendum ýmis atriði sem koma þeim til góða. Hver önn tekur þrjá mánuði. Kennsla fer fram í Tækniskólanum einu sinni í viku frá 18-22. UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533 5101 www.utlit.is www.utlit.is UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533 5101 Anna F. Gunnarsdóttir Stílisti Helga Sigurbjarnadóttir Innanhúsarkitekt Þorsteinn Haraldsson Byggingafræðingur INNANHÚSSTÍLISTANÁM The Academy of Colour and Style og Kvikmyndaskóli Íslands hafa hafið samstarf sín á milli, sem felst í því að nemendur í innanhússtílistanámi og útlits- og förðunarnámi koma að verkefnum nemenda í Kvikmynda- skólanum. Nemendur í útlits- og förðunarnáminu vinna að búninga- gerð og förðun fyrir verkefni í skólanum en nemendur í innanhús- stílistanáminu aðstoða við þróun á leikmynd og útfærslu hennar. helling af fólki með mikla hæfi- leika en við erum að hamla því með því að bjóða upp á takmörk- uð svæði og skyndilausnir.“ Þeir félagarnir segja báðir að hjólabrettaiðkun sé uppbyggileg. „Þetta er ekki bara eitthvað sport fyrir vandræðaunglinga. Þetta er félagslegt, þetta er góð hreyfing og gott fyrir þá sem hafa áhuga á. En við viljum þá líka hafa þetta almennilegt þann- ig að foreldrar geti vitað af börn- unum sínum öruggum á vel lýstu og vel hönnuðu svæði,“ segir Intro Beats og Lexi tekur í sama streng. „Það þarf að fara að veita jaðar- íþróttum almennt miklu meiri athygli. Við erum nýbúnir að stofna þessa deild í félaginu sem er Hjólabrettadeild Reykjavíkur en við viljum auka veg allra jað- aríþrótta. Við þurfum að athuga að einn af okkar hæst laun- uðu atvinnumönnum er Halldór Helgason snjóbrettakappi. Hann stundar og æfir svona íþrótt, sem við köllum íþrótt þó að ÍSÍ sé ekki sammála. Við viljum bara að það sé til alvöru aðstaða til að stunda þessar íþróttir eins og aðrar.“ olof@frettabladid.is Alexander Kárason og Ársæll Þór segja garðinn verða þann fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Þeir segja jafnframt að sambærilega garða megi finna um allan heim. Alexander segir Íslendinga vera tíu til fimmtán ár á eftir öðrum löndum þegar kemur að því að hlúa að hjólabrettamenningu. Þeir félagar vilja að foreldrar geti vitað af börnunum sínum öruggum á vel lýstu og vel hönnuðu svæði, en hér má sjá teikningarnar sem þeir Alexander og Ársæll létu gera af reitnum í Gufunesbæ. Þeir segja Íslendinga eiga hæfileikafólk í jaðaríþróttum en verið sé að hamla því með því að bjóða upp á takmörkuð svæði og skyndilausnir. Þeir biðla til borgarinnar að bregðast við og láta til sín taka í málaflokknum. ➜ Yrði fyrsti garður sinnar tegundar 2.280m2 1.100m2 270m2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.