Fréttablaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 44
4. september 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 32 Karlotta Blöndal opnar einkasýningu í Týsgalleríi í dag klukkan 17. Á sýningunni, sem nefnist Mót/Print – af einum stað á annan, sýnir Karlotta verk sem unnin voru úti í nátt- úrunni fyrr á þessu ári á samsýningunni STAÐIR/ PLACES á Tálknafirði. Verkin hafa tekið á sig nýja mynd, gengið í gegnum umbreytingarferli og birtast í nýju samhengi á nýjum stað. Sýningin stendur til 28. september og er galleríið opið frá klukkan 13 til 17 frá mið- vikudegi til sunnudags. Verk í nýju samhengi Karlotta Blöndal sýnir í Týsgalleríi. „Það eru sex ár síðan ég gaf síð- ast út ljóðabók en síðan hef ég verið önnum kafinn við að skrifa skáldsagnaþríleikinn Sögu eftirlif- enda,“ segir Emil Hjörvar Peter- sen sem í dag sendir frá sér ljóða- bókina Ætar kökuskreytingar hjá Meðgönguljóðum. „Ég sendi Með- gönguljóðum handrit á síðasta ári og þau samþykktu það til útgáfu. Í millitíðinni lauk ég við síðustu bókina í þríleiknum sem kemur út núna í október þannig að ég verð með bók á mánaðarfresti þetta haustið,“ heldur hann áfram. „Það er bara fínt.“ Emil segist aldrei hafa lagt ljóð- listina á hilluna þótt skáldsagna- skrifin hafi eðlilega tekið mest af tíma hans undanfarin ár. „Ég byrjaði sem ljóðskáld og fékk góð viðbrögð, sérstaklega með aðra bókina, Ref, og þótt ég væri að skrifa prósa kallaði ljóðformið alltaf á mig. Það er önnur tján- ing og maður fær útrás fyrir aðra hluti. Ljóðin mín geta verið dálítið hörð og ádeilukennd þótt ég myndi ekki kalla mig ádeiluskáld. Ég yrki voða lítið um tilfinningaleg mál- efni en því meira um það hvernig ég upplifi samtímann og megin- stef þessarar bókar er yfirþyrm- andi græðgi, blekking félagslegra hlutverka og hömlulaus löngun til sköpunar. Enda lýsir titillinn, Ætar köku skreytingar, mikilli græðgi og yfirborðsmennsku. Persónur og ljóðmælendur í þessari stuttu ljóðabók hafa orðið fyrir siðrofi og einhvers konar hruni. Þær eru dálítið villtar, í báðum merkingum orðsins.“ Þríleikurinn Saga eftirlifenda er furðusaga fyrir fullorðna lesendur sem fjallar um æsina sem lifðu af Ragnarök, er Emil alveg búinn að segja skilið við þann heim? „Já, í bili, ég er með tvær aðrar sögur í bígerð og eina ljóðabók og bókin sem ég er að byrja að skrifa er samtímasaga sem gerist á Íslandi en hefur þó ýmis element furðu- sögunnar.“ Emil hefur ekki alveg lagt ljóð- skáldið til hliðar þótt Ætar köku- skreytingar séu komnar út því í næstu viku heldur hann til Lviv í Úkraínu þar sem hann kynnir ljóðabókina Ref sem er að koma út á úkraínsku. „Ég er að fara á alþjóðlegu bókmenntahátíðina í Lviv, sem nú er haldin í 21. skipti, til að lesa upp úr Refnum og sitja fyrir svörum. Þýðingin kom þann- ig til að úkraínskur bókaútgefandi sá mig lesa upp úr bókinni á bóka- messunni í Gautaborg fyrir tveimur árum og spurði hvort ég vildi ekki að hann gæfi bókina út. Ég játti því auð vitað en átti ekkert endilega von á að hann stæði við það. Hann gerði það nú samt og nú er hún að koma út í Úkraínu, sem gleður mig mikið.“ Þeir sem vilja berja skáldið augum og krækja sér í eintak af Ætum kökuskreytingum geta lagt leið sína í bókabúð Máls og menn- ingar klukkan 17 í dag og hlustað á upplestur hans í útgáfuhófi. fridrikab@frettabladid.is Villtar í báðum merkingum orðsins Ætar kökuskreytingar nefnist ljóðabók sem kemur út í dag á vegum Meðgöngu ljóða. Ljóðskáldið, Emil Hjörvar Petersen, er þekktari sem höfundur þrí leiksins Sögu eft irlifenda en hann segist þó aldrei hafa lagt ljóðlistina á hilluna. ÁDEILA „Ljóðin mín geta verið dálítið hörð og ádeilukennd þótt ég myndi ekki kalla mig ádeiluskáld. Ég yrki voða lítið um tilfinningaleg málefni,“ segir Emil. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hljómsveitarstjórinn Andrew Litton stýrir upphafstónleikum á nýju starfsári Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands í Hörpu í kvöld. Litton hefur lengi verið meðal virtustu hljómsveitarstjóra Bandaríkjanna. Hann hefur meðal annars hlotið Grammy- verðlaun fyrir samvinnu sína við Bryn Terfel og hefur hljóðritað um 120 geisladiska. Litton hefur auk þess um ára- bil verið aðalstjórnandi Fílharm- óníuhljómsveitarinnar í Bergen. Einsöngvari á tónleikunum er suðurafríska sópransöngkonan Golda Schultz. Hún nam við hinn víðkunna Juilliard-tónlistarskóla í New York og hefur á undanförn- um árum hlotið góðar viðtökur fyrir söng sinn. Á efnisskránni eru Brentano- söngvar frá 1918 og Ævintýri Ugluspegils eftir Richard Strauss og að lokum flytur hljómsveitin sjöundu sinfóníu Beethovens. - fsb Góðir gestir á upp- hafs tónleikum Sinfó Fyrstu hljómleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á nýju starfsári eru í kvöld. Andrew Litton stjórnar og einsöngvari er sópransöngkonan Golda Schultz. SÓPRAN Einsöngvari á tónleik- unum er suðurafríska sópransöng- konan Golda Schultz. Engir punktar, engin aukakort og ekkert vesen! Allir áskrifendur sjónvarps- eða fjarskiptaþjónustu 365 fá nú sjálfvirkan afslátt hjá fjölda fyrirtækja og verslana án þess að þurfa að biðja um hann. Það eina sem þarf að gera er að skrá greiðslukort fjölskyldunnar í VILD á 365.is. FÁÐU AFSLÁTT ÁN ÞESS AÐ BIÐJA UM HANN! skráðu þig á MENNING Ég yrki voða lítið um tilfinningaleg málefni en því meira um það hvernig ég upplifi samtímann og meginstef þessarar bókar er yfirþyrmandi græðgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.