Fréttablaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 56
4. september 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 44
BAKÞANKAR
Atla Fannars
BjarkasonarNýjasta samstarf tískuhönn-
uðarins Karl Lagerfeld er við
dúkkurisann Mattel Inc., en
þar er Barbie-
dúkkan meðal
annars fram-
leidd. Í til-
efni þess að
Barbie-dúkk-
an fagnar 55
ára afmæli á
árinu lét hönn-
uðurinn gera
eftirmynd af
sér sjálfum
í formi Barbie-dúkku, nema
kvenkyns. Dúkkan er klædd í
sams konar fatnað og fatahönn-
uðurinn sést iðulega í, svarta
dragt, hvíta skyrtu með háum
kraga, með svart bindi, griffl-
ur og svört sólgleraugu. Dúkk-
an verður framleidd í mjög
takmörkuðu upplagi en útgáfu-
dagur hennar verður tilkynnt-
ur síðar á árinu.
Lagerfeld
verður
Barbie-dúkka
KARL LAGERFELD
Það olli miklu fjaðrafoki í byrjun vikunnar þegar
hakkarar brutu sér leið inn í síma þekktra einstak-
linga og láku út myndum úr einkasafni á síðunni
4Chan. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, er komin
í málið og telur um öryggisbrest í iCloud-kerfinu að
ræða, en forritið yfirfærir allar myndir af snjall-
tækjum í heimilistölvuna. Um grafalvarlegt mál er að
ræða og hefur spurningarmerki verið sett við siðferði
þeirra sem skoða þessar einkamyndir á internetinu.
Mesta athygli hefur Óskarsverðlaunaleikkonan
Jennifer Lawrence fengið en nektarmyndum af henni
var stolið úr símanum og þær birtar á netinu. Tals-
kona hennar, Liz Mahoney, segir atvikið hafa verið
kært til lögreglu og hótar kæru á alla þá miðla sem
birta myndirnar. „Við teljum þetta algert brot á einka-
lífi og höfum haft samband við yfirvöld vegna þessa.
Allir sem birta þessar stolnu myndir af Jennifer Law-
rence mega búast við lögsókn.“
Leikkonan Mary Elizabeth Winstead lenti einnig
í tölvuþrjótunum og tjáði hún sig um atvikið á sam-
skiptamiðlinum Twitter. „Til ykkar sem eruð að horfa
á myndir sem eiginmaður minn og ég tókum af okkur í
svefnherberginu okkar, á heimili okkar: Vonandi líður
ykkur vel með ykkur sjálf.“ Einnig lentu þær Rihanna
og Cat Deely í hökkurunum.
Nat Kerris sagði, í yfirlýsingu fyrir hönd Apple, að
fyrirtækið ætlaði að kanna málið. „Við leggjum mikið
upp úr því að gögn viðskiptavina okkar séu örugg. Við
munum rannsaka málið ítarlega.“
Ken Westin, sérfræðingur í öryggismálum, segir í
samtali við Times að það sé mikilvægt fyrir fræga ein-
staklinga og almenning að muna að það er erfitt að hafa
stjórn á hlutum sem fara í gegnum ofangreint iCloud-
kerfi inn í tölvubúnað. „Um leið og myndum og öðrum
gögnum er hlaðið niður í forritið er miklu erfiðara að
hafa stjórn á því, þó að við teljum það vera prívat.“
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem gögnum og mynd-
um úr einkasafni frægra einstaklinga er lekið á netið
af hökkurum. Á síðasta ári var reikningsyfirlitum,
kennitölum og öðrum öryggisgögnum frá einstakling-
um á borð við Jay Z, Beyoncé, Mel Gibson og Ashton
Kutcher, lekið á netið. Einnig lentu leikkonurnar
Scarlett Johansson, Mila Kunis og Christina Aguilera
í því að pósthólfin þeirra voru hökkuð af Christopher
Chaney, sem í desember 2012 var dæmdur fyrir brot-
ið þar sem Aguilera og Johansson báru vitni. „Þessi
öryggistilfinning kemur aldrei aftur og það er ekkert
sem getur komið í staðinn fyrir þá tilfinningu, enda
alger innrás inn í einkalíf þitt,“ sagði Aguilera.
alfrun@frettabladid.is
Láku nektarmyndum úr
snjallsímum stjarnanna
Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar nú hvernig hakkarar komust inn í síma fj ölda þekktra
einstaklinga og láku myndum úr þeim á netið. Mesta athygli hefur leikkonan Jennifer Lawrence fengið
en nektarmyndir af Óskarsverðlaunaleikkonunni fóru á netið í byrjun vikunnar. Vekur þetta spurningar
um öryggi snjallsíma sem margir hverjir geyma mikilvægar upplýsingar fyrir eigendur sína.
Meðal þeirra sem hafa tjáð sig um málið er leikkonan Emma Watson, en þær Jennifer
Lawrence eru vinkonur, og setti hún eftirfarandi skilaboð á Twitter-síðu sína: „Það sem er
jafnvel verra en að sjá einkalíf konu svona brotið er að lesa kommentin þar sem birtist ekki
vottur af samkennd.“
Slúðurbloggarinn Perez Hilton var einn af þeim fyrstu til að birta myndirnar af Lawrence
á síðu sinni á sunnudagskvöldið en var fljótur að taka þær út og biðja leikkonuna innilega
afsökunar á Twitter. Hann segist sjá mjög eftir því að hafa birt myndirnar, það hafi verið gert
í flýti.
FJÖLMARGIR STYÐJA LAWRENCE
BRJÁLUÐ Jennifer Lawrence ku vera mjög reið
vegna lekans og hyggst kæra alla þá miðla sem
birta nektarmyndirnar af leikkonunni.
NORDICPHOTOS/GETTY
EKKI SÁTT Mary Elizabeth Winstead segir mynd-
irnar sem var stolið úr símanum hennar hafi verið
teknar í svefnherbergi þeirra hjóna og ekki fyrir
neinn að sjá nema þau tvö.
Internetið er ótrúlegt. Vefsíður safna upplýsingum um allt sem maður gerir
og nýta þær svo til að klæðskerasníða
persónulega fyrir mann auglýsingar og
annað efni sem höfðar til manns.
EF maður leitar að súkkulaði á Google
er komin auglýsing frá Snickers á
Facebook-vegginn hjá manni fimm
mínútum síðar. Og ef maður smellir á
frétt um Kim Kardashian á Huffington
Post metur Facebook stöðuna sem
svo að maður fái hreinlega ekki
nóg af henni og fyrr en varir
yfirskyggir mikilfenglegur aft-
urendi hennar allt annað efni.
Vissuði að hún er að fara að
gefa út bók sem inniheldur
ekkert annað en sjálfs-
myndir? Af hverju fæ ég
aldrei svona góðar hug-
myndir?
INTERNETIÐ er samt ekki
fullkomið. Stundum finnst mér
eins og það þekki mig ekki neitt
– þrátt fyrir að ég hafi verið
daglegur notandi í meira en 15
ár. Miðað við auglýsingarnar sem birt-
ast á Facebook-síðu minni þessa dag-
ana heldur internetið að ég hafi áhuga á
því að skrá mig á námskeið í garðyrkju.
Reynsla mín af garðyrkju felst í að liggja
sofandi í runnum í unglingavinnunni,
þannig að námskeið kæmi sér reyndar
vel. En ekki veit ég hvaðan sú hugmynd
er komin að ég hafi á því áhuga.
FACEBOOK telur líka að ég vilji fræðast
um ljósaperur. Eru djúp skilaboð fólgin í
því? Telur samfélagsmiðillinn að ég lifi í
myrkri? Þá er endalaust framboð af aug-
lýsingum frá stefnumóta síðum, framleið-
endum stinningarlyfja og skottulæknum
sem bjóða vöðvamassa gegn neyslu á
furðulegum, sjaldgæfum ávöxtum.
INTERNETIÐ er minn besti vinur en
um leið minn versti óvinur. Eða ég vona
allavega að raunverulegir vinir mínir
telji ekki að ég sé myrkur vöðvafíkill á
stinningarlyfjum sem sé í leit að maka,
þrátt fyrir að eiga frábæra kærustu, og
hafi í þokkabót áhuga á því að skrá sig á
námskeið í garðyrkju. Mér sýnist á öllu
að internetið hati mig.
Internetið hatar mig
TMNT 3D 5:20
ARE YOU HERE 8
LET’S BE COPS 5:45, 8, 10:20
THE EXPENDABLES 10
LUCY 8
AÐ TEMJA DREKAN SINN 2D 5:20
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas
MIÐASALA Á
TMNT 2D KL. 3.30 - 5.45
TMNT 3D KL. 3.30 - 8 - 10.15
TMNT 3D LÚXUS KL. 3.30 - 5.45 - 8
THE GIVER KL. 5.45 - 8 - 10.15
THE GIVER LÚXUS KL. 10.15
LET́S BE COPS KL. 3. 30 - 5.40 - 8 -10.20
EXPENDABLES KL. 8 - 10.40
AÐ TEMJA DREKANN 2 ÍSL. TAL 2D KL. 3.30 - 5.45
THE GIVER KL. 5.45 - 8 - 10.15
ARE YOU HERE KL. 8 - 10.30
LET́S BE COPS KL. 5.45 - 8
NIKULÁS Í FRÍI KL. 5.45
SEX TAPE KL. 8
DAWN . . . PLANET OF THE APES 3D KL. 10.15
VONARSTRÆTI ENSKUR TEXTI KL. 5.20
VONARSTRÆTI KL. 10.15
ÁLFABAKKA
AKUREYRI
EGILSHÖLL
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
KS - CHICAGO SUN
NEW YORK DAILY NEWS HITFIX
Save the Children á Íslandi