Fréttablaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 18
4. september 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 18
Í þrjú ár hefur Íþróttafélagið ÍR
boðið upp á sérstakt tilboð sem þeir
kalla ÍR-ungar. Það er íþróttatil-
boð fyrir krakka í fyrsta og öðrum
bekk í Breiðholti. Í ÍR-ungum er
greitt eitt gjald fyrir önnina 17 þús-
und krónur og barnið getur farið í
frjálsar íþróttir, handbolta, körfu-
bolta, fótbolta, keilu og skíði. Hægt
er að nota frístundakortið, sem er 15
þúsund krónur á önn.
„Þetta hefur skilað sér í því að
fleiri börn eru komin til að æfa hjá
okkur. Við höfum orðið vör við það
að börn vilja skipta á milli greina
og þurfa smá tíma til þess að finna
réttu greinina,“ segir Haukur Þór
Haraldsson, framkvæmdastjóri ÍR.
Hann segist kannast við að í
Grindavík hafi svipað fyrirkomu-
lag verið tekið upp, en veit ekki til
þess að fleiri félög hafi tekið þetta
upp í Reykjavík. „Við erum með
fleiri greinar en mörg önnur félög,
sem eru kannski þekktust í einni
íþróttagrein eða tveimur, þannig
að það er auðveldara um vik fyrir
okkur að gera þetta,“ segir Haukur
Þór. Hann segir að önnur íþrótta-
félög hafi verið í sambandi við ÍR
til þess að spyrjast fyrir um þetta
tiltekna fyrirkomulag.
Annað félag sem íhugar þenn-
an möguleika alvarlega er Fylkir í
Árbæ. Árni Jónsson uppeldisfræð-
ingur hefur starfað sem fram-
kvæmdastjóri félagsins um nokk-
urra mánaða skeið. Hann segir að
þetta hafi verið skoðað nokkrum
sinnum hjá félaginu á liðnum árum.
Sumar rannsóknir bendi til þess að
aukið val dragi úr brottfalli ungra
íþróttaiðkenda.
Árni segir þó að það sé auðveld-
ara að fara út í þetta verkefni þar
sem deildirnar innan íþróttafélag-
anna eru fleiri. Hann bætir þó við
að það geti verið góður kostur fyrir
íþróttafélög að vinna saman að því
að auka úrval barna. Til dæmis gæti
Fylkir unnið að þessu verkefni með
sundfélaginu Ármanni sem hefur
æfingar í Árbæjarlaug.
Árni segir þó að félagið þurfi
meiri peninga til þess að geta hrint
þessu verkefni í framkvæmd. Til
þess að það gæti orðið að veruleika
þurfi að bæta við tveimur starfs-
mönnum. Hann hefur rætt málið
óformlega við Sóleyju Tómasdótt-
ur, forseta borgarstjórnar.
„Við höfum verið að reyna að fara
meira í þessa átt, að kynna meira
fjölbreytileikann, en ekki skikka
félögin til þess að gera neitt. Vegna
þess að við höfum áttað okkur á
því að langmesta vinnan innan
íþróttafélaganna er unnin í sjálf-
boðaliðavinnu þó að það séu auð-
vitað miklir styrkir,“ segir Kjartan
Freyr Ásmundsson, markaðs- og
þróunarstjóri hjá Íþróttabandalagi
Reykjavíkur, sem eru heildarsam-
tök íþróttafélaganna í Reykjavík.
„Þetta er þróun í ákveðna átt, sem
allir eru að stefna að, félögin líka,“
segir hann.
jonhakon@frettabladid.is
Brottfall minnkar
með auknu úrvali
Íþróttafélag Reykjavíkur býður börnum í fyrsta og öðrum bekk að stunda fleiri
en eina íþrótt og greiða eitt árgjald. Fleiri íþróttafélög hyggjast fylgja í kjölfarið.
Rannsóknir benda til að fyrirkomulagið leiði til þess að brottfall minnki.
NEYTENDUR WOW air hefur
hækkað töskugjald um 14,4 pró-
sent, eða úr 3.495 krónum í 3.999
krónur. Nú kostar átta þúsund
krónur að taka með sér tösku
fram og til baka ef farið er til
útlanda, þetta kemur fram á vefn-
um turisti.is. WOW air fór að taka
sérstakt gjald fyrir töskur fyrir
tveimur árum. Þá var gjaldið
2.900 krónur fyrir hverja tösku.
Töskugjaldið hefur því hækkað
um nærri 1.100 krónur á tveimur
árum. - jme
WOW air hækkar töskugjald:
Átta þúsund
fyrir töskuna
Framkvæmdastjórn ESB hefur
sent Apple, Google og fleiri fram-
leiðendum erindi vegna kvartana
sem borist hafa vegna rafrænna
kaupa innan tölvuforrits (apps) og
þá helst tölvuleikja. Margir slíkir
leikir eru auglýstir sem gjald-
frjálsir en þegar komið er á visst
stig leikjanna þarf að greiða fyrir
vissa hluti, næsta borð, áfram-
haldandi notkun og fleira. Google
hefur ákveðið að gera þó nokkrar
breytingar en hið sama á ekki við
um Apple. - fbj
Sameiginleg evrópsk aðgerð:
Skoða rafræn
„in-app“-kaup
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður og fyrrverandi fjármálaráðherra,
segir að nauðsynlegt sé að veita bönkunum aðhald. Þetta sagði hann
í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í gær er hann var spurður út í
hærri gjaldtöku bankanna. Hann segir hugsanlegt að efnahags- og við-
skiptanefnd Alþingis ræði stöðuna þegar þing kemur saman.
Eins og fram kom í Fréttablaðinu á mánudag íhugar Arion banki nú
að taka hærri gjöld af fólki sem kemur í bankana á fund gjaldkera.
Steingrímur segir að fyrirkomulag neytendamála á fjármálamarkaði
sé óskýrt. „Og síðan verðum við að horfast í augu við það að við erum
með dæmigerðan fákeppnismarkað og hann er náttúrulega enn grimm-
ari eftir hrun og endurreisn nýju bankanna því að hlutdeild sparisjóð-
anna hefur minnkað mjög mikið,“ segir hann. Markaðnum sé að uppi-
stöðu skipt upp milli þriggja mjög stórra banka. „Og þá er auðvitað
ástæða til að vera mjög vel á verði,“ segir Steingrímur. - jhh
Steingrímur J. Sigfússon segir nauðsynlegt að veita bönkunum aðhald:
Fákeppni ríkir á bankamarkaði
VILL AÐHALD Steingrímur J. Sigfússon
segir meiri fákeppni á bankamarkaði
eftir hrun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Leigjendaaðstoð Neyt-
endasamtakanna hefur
fengið margar fyrir-
spurnir varðandi skyld-
ur leigjenda við lok leigu-
sa mni ngs , va rða ndi
tryggingar og rétt leigj-
anda til afsláttar þegar
afnot hans af íbúðinni
skerðast vegna viðgerða
eða viðhalds af hálfu
leigusala.
„Haustið er tíminn þar sem
að fólk er mikið að lenda í því að
leigusamningum er að ljúka og þá
geta komið upp mál þar sem til
dæmis leigusali vill að leigjandi
skili íbúðinni nýmálaðri,“ segir
Hrannar Már Gunnarsson hjá
Leigjendaaðstoðinni.
Samtökin hafa birt yfirlit um
nokkur dæmi þar sem réttindi
og skyldur bæði leigjanda og
leigusala eru útskýrð
nákvæmlega við slíkar
aðstæður.
Hrannar segir leigu-
sala eiga að sjá um allt
viðhald annað en það sem
telst vera skemmdir af
völdum leigjanda. „Það er
skylda leigusala að sanna
að um saknæma háttsemi
leigjanda sé að ræða ef
skemmdir koma upp. Í fullkomn-
um heimi myndu byggingar-
fulltrúar alltaf taka út leiguhús-
næði fyrir og eftir leigutímann.“
Í yfirliti Leigjendaaðstoðar-
innar má einnig finna skýringar
á reglum um uppsagnarfrest á
tímabundnum og ótímabundnum
leigusamningum og rétt leigjenda
þegar viðgerðar- og viðhaldsvinna
hefur í för með sér skert afnot
hans af leiguhúsnæðinu. - fbj
Veita upplýsingar um reglur um leigusamninga:
Margar fyrirspurnir
HRANNAR MÁR
GUNNARSSON
Í AUSTURBERGI Íþróttafélag Reykjavíkur býður meðal annars leikfimi fyrir yngstu börnin. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
„Bestu kaupin mín eru ábyggilega síminn minn,“ segir Ásgerður
Stefanía Baldursdóttir fyrirliði meistaraflokks Stjörnunnar í
knattspyrnu kvenna. Hún á iPhone sem er orðinn þriggja ára
gamall. Áslaug segist nota símann sinn mjög mikið. Meðal annars
til að taka á móti og senda tölvupóst og við ýmis verkefni í
vinnunni. „Ég fer bráðum að kaupa mér nýjan þannig
að ætli það verði ekki næstu góðu kaup,“ segir
hún.
Þegar Ásgerður er spurð að því hver séu
verstu kaupin tekur hún sér langan tíma til
umhugsunar, en kemst að þeirri niðurstöðu
að ekkert eitt standi upp úr. „Ég á að vísu
fimmtán pör af NIKE-skóm en ég myndi
ekki segja að það væru vond kaup,“
segir hún.
NEYTANDINN Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
Á þriggja ára gamlan iPhone Ég fer
bráðum að
kaupa mér
nýjan þannig að
ætli það verði
ekki næstu
góðu kaup.
Þetta hefur skilað sér
í því að fleiri börn eru
komin að æfa hjá okkur.
Haukur Þór Haraldsson,
framkvæmdastjóri ÍR
Kringlunni - Skeifunni - Spönginni
Kringlunni
Skeifunni
Spönginni
Sími 5 700 900
Umgjörð og gler í þínum styrkleika +/- 4
Fullt verð 44.590 kr.