Fréttablaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 4. september 2014 | SKOÐUN | 23 Bragi Valdimar Skúlason @BragiValdimar 3. september 2014 Jæja. Vísindamenn kallaðir úr Holuhrauni til að bíða öruggir í Drekagili! AF HVERJU Í DRJÚPFRYSTUM DAUÐANUM ER ÞESSUM ÖRNEFNUM EKKI VÍXLAÐ?! TÍSTIÐ Haustið 2008 hrundi fjármálakerfi Íslands með kunnum afleiðing- um: Fjöldi fólks missti vinnunna, lán flestra hækkuðu upp úr öllu valdi og ríkissjóður varð stórskuldugur með þeim afleiðingum að skera þurfti verulega niður í rekstri hins opinbera. Eins og rakið er í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis átti hrunið sér margar orsakir í stefnu og starfs- háttum ríkisstjórnanna sem voru við völd á árunum á undan, meðal annars í því hvernig staðið var að einkavæðingu bankanna og eftir- litsstofnanir voru of veikburða til að sinna hlutverki sínu. Þá var rekin flöt skattastefna sem bein- línis stuðlaði að ójöfnuði en allir mælikvarðar sýna að ójöfnuður jókst hratt á síðustu árunum fyrir hrun. Ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar sem tók við eftir hrun tók meðvitaða ákvörðun um að breyta um stefnu og hefja uppbyggingu á nýjum grunni. Nú þegar rúmt ár er liðið frá því að ný ríkisstjórn tók við völdum bendir hins vegar allt til þess að gamla fyrirhrunspólitíkin ráði nú aftur för í stjórnarráðinu. Skattastefna fyrirhrunsáranna Fyrir hrun var markvisst unnið að því að breyta skattkerfinu í samræmi við hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar sem þá réð ríkjum í íslenskum stjórnmál- um. Fjármagnstekjuskattar og fyrirtækjaskattar voru lækkað- ir þannig að þeir voru með því lægsta sem þekkist en á sama tíma fylgdu skattleysismörk ekki verðlagi með þeim afleiðingum að lág- og millitekjufólk greiddi sífellt stærri hluta tekna sinna í skatt. Einnig var ljóst á þessum tíma að stór hluti fyrirtækja og einstaklinga komst hjá því að greiða eðlilegan skatt – lágur sem hann þó var – með því að færa sig í skattaskjól eða nýta sér aðrar glufur í skattkerfinu. Allt var þetta látið meira og minna óáreitt, þótt ljóst væri að ríkis- sjóður þyrfti að vinna upp þetta tap með meiri sköttum á þá sem ekki svindluðu á kerfinu. Ríkisstjórnin sem tók við eftir hrun komst ekki hjá því að gera breytingar á skattkerfinu til að ná inn auknum tekjum eftir að hrun- flokkarnir höfðu steypt ríkissjóði í stórfelldar skuldir. En samhliða því að sumir skattar hækkuðu voru aðrir skattar lækkaðir og eðli þeirra breytt með réttlætis- sjónarmið í huga. Sem dæmi má nefna að tekinn var upp þrepa- skiptur tekjuskattur þar sem tekjulægri borga lægra hlutfall af sínum tekjum en hinir tekju- hærri. Auk þess var sett frítekju- mark á fjármagnstekjuskattinn þannig að vextir af venjulegum sparnaði urðu skattfrjálsir. Um leið var farið í meiriháttar átak til að vinna gegn skattaundan- skoti, með góðum árangri fyrir ríkissjóð og skattborgara alla. Ríkir borga minna, aðrir meira Því miður virðist núverandi ríkis stjórn ætla að hverfa aftur til gamallar skattastefnu fyrir- hrunsáranna. Ríkisstjórnin hefur þegar tekið ákvörðun um að afnema auðlegðarskatt- inn en þá gleðjast þeir sem eiga yfir 75 milljónir í hreina eign Fyrirhrunspólitíkin sýnir sig FJÁRMÁL Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna ➜ Ljóst er að matarskattur- inn leggst þyngst á þá sem eru með lágar tekjur, enda benti Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn á það í nýlegri skýrslu að ef matarskattur- inn yrði hækkaður þyrfti að ráðast í aðrar aðgerðir til að mæta lág- og millitekjufólki. Ekkert hefur verið rætt um slíkar mótvægisaðgerðir. að frádregnum skuldum. Við þetta bætist að ríkis- stjórnin hefur þegar stór- lækkað veiðigjöld á sama tíma og fréttir bárust af himinháum arðgreiðslum útgerðarfyrirtækjanna. Nú hefur fjármálaráð- herra einnig gefið út að hann hyggist stórhækka virðisaukaskatt á mat- væli, bækur og tónlist. Ljóst er að matarskattur- inn leggst þyngst á þá sem eru með lágar tekjur, enda benti Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á það í nýlegri skýrslu að ef matar- skatturinn yrði hækkaður þyrfti að ráðast í aðrar aðgerðir til að mæta lág- og millitekjufólki. Ekk- ert hefur verið rætt um slíkar mótvægisaðgerðir, enda virðist skattastefna ríkisstjórnarinnar almennt byggjast á afturhvarfi til gamalla hugmynda um flatan skatt þar sem allir greiða sama hlutfall óháð tekjum og skattkerf- ið er ekki nýtt til jöfnunar. Slík ójafnaðarstefna er svo markaðs- sett sem einföldun. Við þetta bætist svo að ríkis- stjórnin hefur farið í umtals- verðar gjaldskrárhækkanir í heilbrigðis- og menntakerfinu. Komugjöld heilsugæslustöðva hækkuðu um allt að 15-20 pró- sent í lok síðasta árs og skráning- argjöld í háskólum um 25%. Líta má á slík gjöld sem ígildi skatta á sjúklinga og námsmenn, nema hvað að skatturinn leggst helst á þá sem minnsta möguleika hafa til að láta eitthvað af hendi rakna til samfélagsins. Ýmis teikn eru á lofti að ríkisstjórnin hafi í hyggju að auka enn álögur af þessu tagi á sjúklinga og námsmenn í stað þess að nýta tækifærið sem gefst með auknu svigrúmi í fjárlögum til að tryggja að grunnþjónusta sé öllum aðgengileg, óháð efnahag. Kaupaukinn þinn í Lyfju Glæsilegur kaupauki* fyrir þig ef þú kaupir Estée Lauder vörur fyrir 6.900 krónur eða meira í Lyfju Lágmúla, Smáratorgi og Selfossi dagana 4. -10. september. viðgerðadropa, 7ml dagkrem sem ver húðina, 15ml húðmjólk með ilm, 30ml ilmvatn, 3ml 4 augnskugga í boxi varalit, fulla stærð, Sugar Honey svartan maskara, 2.8ml *meðan birgðir endast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.