Fréttablaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 2
4. september 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
Reinhard, er þetta ekki leit að
glópagulli?
Á sviði gullleitar er ég svo mikill
glópur að ég get ekki svarað þessu.
Reinhard Reynisson er framkvæmdastjóri
Málmís og Atvinnuþróunarfélgs Þingeyinga.
Félögin ætla að leita að gulli í Þormóðsdal
og víðar.
VELFERÐARMÁL „Foreldrum er stýrt
frá dagforeldrum og inn á leik-
skólana með gjaldskrám borgar-
innar,“ sagði Áslaug Friðriksdóttir,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík, í ræðu sinni á borgar-
stjórnarfundi í fyrradag. Þar með
var Áslaug að gagnrýna þann mikla
mun sem er á gjaldskrám dagfor-
eldra og ungbarnaleikskóla, en hvor
starfsemin um sig er niðurgreidd af
borginni en þó rekin af öðrum.
Áslaug bendir á að dagforeldra-
kerfið sé mun ódýrara úrræði en
að reka leikskóla.
Með hverju barni
á ungbarnaleik-
skóla greiði borg-
in 110-140 þúsund
krónur en 46 þús-
und hjá dagfor-
eldrum. Þannig
er mun dýrara
að hafa barn hjá
dagforeldri.
„Það er hægt að lækka kostnað
foreldra og borgarinnar með því að
styrkja dagforeldrakerfið,“ segir
Áslaug en hún hefur áhyggjur af
dagforeldrastéttinni vegna fækk-
unar barna sem hljóti að tengjast
gjaldskránni.
Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi
VG, segist ekki geta útskýrt núver-
andi gjaldskrá. „Það er sjálfsagt
og eðlilegt að við skoðum þetta. Ég
veit ekki af hverju fyrirkomulag-
ið er eins og það er, því ég tók ekki
ákvörðun um það. En meirihlutinn
hyggst skoða allar gjaldskrár borg-
arinnar og þetta verður hluti af
þeirri vinnu,“ segir Sóley. - ebg
Áslaug Friðriksdóttir gagnrýnir að niðurgreiðslur borgarinnar til daggæsluúrræða séu misháar:
Segir gjaldskrár kæfa dagforeldrakerfið
SÁDI-ARABÍA, AP Háttsettur starfs-
maður öryggisyfirvalda í Sádi-
Arabíu sagði að lögreglan hefði
handtekið 88 menn sem eru grun-
aðir um að vera hluti af hreyf-
ingu sem tengist al-Kaída-sam-
tökunum. Hreyfingin hafði lagt á
ráðin um árásir bæði í Sádi-Arab-
íu og öðrum löndum.
Talsmaður innanríkisráðuneyt-
isins, Mansour al-Turki, sagði að
59 af þeim sem voru handteknir
hefðu áður þurft að dúsa í fang-
elsi vegna svipaðra brota. Hann
bætti því við að hreyfingin hefði
verið undir smásjá yfirvalda í
marga mánuði. - fb
Lögðu á ráðin um árásir:
88 handteknir í
Sádi-Arabíu
SPÁNN Foreldrar enska drengs-
ins Ashya King fengu að hitta son
sinn á sjúkrahúsi á Spáni þar sem
hann hefur verið undir læknis-
hendi, samkvæmt BBC.
Foreldrarnir, Brett og Nagh-
emeh King voru handteknir í
borginni Madrid eftir að hafa
tekið fimm ára son sinn af sjúkra-
húsi í ensku borginni South-
ampton og flutt til Spánar. Þetta
gerðu þau þvert á læknisráð en
drengurinn er með heilaæxli.
Saksóknaraembættið í Bretlandi
dró handtökuskipun á hendur for-
eldrunum til baka en málið hefur
vakið mikla athygli þar í landi. - fb
Foreldrar lausir úr fangelsi:
Fengu að hitta
veikan son sinn
NÍGERÍA Ríkisstjórn Borno-ríkis í Norðaustur-Nígeríu segir borgina
Bama ekki á valdi herskáu íslamistanna í Boko Haram, þrátt fyrir að
fregnir þess efnis hafi borist frá íbúum og öryggissveitum borgar-
innar. Þúsundir flýja úr norðausturhluta landsins yfir í Kamerún um
þessar mundir.
Samkvæmt fréttaveitunni AP hófu liðsmenn Boko Haram árásir á
kamerúnsk þorp í síðustu viku. Meðal annars fundust þrír Kamerúnar
myrtir í kaþólskri kirkju í þorpinu Assighassia, en íslamistarnir hafa
til þessa látið sér nægja að ræna Kamerúnum og krefjast lausnar-
gjalds. - bá
Yfirvöld neita því að Boko Haram ráði yfir borginni Bama:
Þúsundir flýja íslamista í Nígeríu
HRAKIN FRÁ HEIMILUM SÍNUM Flóttamenn frá Bama leita hælis í skólabyggingu í
borginni Maiduguri, stærstu borg Borno-ríkis. Frásögnum ber ekki saman um hvort
Boko Haram hafi lagt Bama undir sig. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Það er
hægt að
lækka kostn-
að foreldra og
borgarinnar
með því að
styrkja
dagforeldrakerfið.
Áslaug Friðriksdóttir,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
SÓLEY
TÓMASDÓTTIR
TÆKNI Enn á eftir að skipa í nefnd
sem leggja átti fram áætlun um
aðgerðir til að gera íslensku gjald-
genga í stafrænni upplýsinga-
tækni. Samþykkt var einróma á
síðasta þingi að fela mennta- og
menningarmálaráðherra að skipa
í nefndina, sem átti að leggja áætl-
un sína fram í síðasta lagi þann 1.
september síðastliðinn.
Eiríkur Rögnvaldsson, prófess-
or í íslenskri málfræði við Háskóla
Íslands, telur að íslenskan sé í
hættu ef ekki er hægt að nota hana
í stafrænu umhverfi.
„Það er margs konar hugbún-
aður og gagnasöfn sem þarf að
byggja upp til þess,“ segir Eirík-
ur. „Það liggur fyrir að einkafyr-
irtæki standa ekki fyrir því hér.
Þannig að ef íslenskan á að vera
gjaldgeng á þessu sviði, þá verður
að kosta það að minnsta kosti að
einhverju leyti með almannafé.“
Samkvæmt upplýsingum frá
ráðuneytinu dróst verkefnið
sökum mikilla anna en vonast er
til að skipað verði í nefndina á
næstunni. Eiríkur segir að tíminn
sé nokkuð dýrmætur hvað þetta
varðar.
„Það má svo sem segja að það
skipti ekki sköpum, einhverjir
mánuðir til eða frá, en það er mik-
ilvægt að koma þessu af stað,“
segir Eiríkur.
Ályktunin var samþykkt á
Alþingi þann 12. maí. Hún felur í
sér að sérfræðingar í málvísind-
um og upplýsingatækni skili áætl-
un sem innihaldi tímasett yfirlit
um aðgerðir til að stuðla að notk-
un íslensku á vettvangi stafrænn-
ar upplýsingatækni, kostnaðarmat
og fjármögnun.
- bá
Skila átti áætlun um íslensku í stafrænni upplýsingatækni nú 1. september:
Ekki enn búið að skipa nefndina
LÝSIR ÁHYGGJUM Eiríkur Rögnvalds-
son hefur lengi bent á mikilvægi þess
að hægt sé að nota íslensku í hinum
stafræna heimi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SPURNING DAGSINS
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
3 brennarar úr ryðfríu stáli
FÉLAGSMÁL Hljóðbókasafn Íslands
hefur tekið þá ákvörðun að inn-
heimta árgjöld af lánþegum
sínum í fyrsta skipti. Ástæða
þess er bág fjárhagsstaða stofn-
unarinnar og gjaldtaka er nauð-
synleg til að safnið geti hald-
ið uppi þeirri þjónustu sem það
sinnir.
Hljóðbókasafnið heyrir undir
mennta- og menningarmálaráðu-
neytið og hefur fjöldi lánþega
margfaldast frá árinu 2007. Þá
voru lánþegar um 1.600 og þrír
af hverjum fjórum voru aldrað-
ir einstaklingar með sjóntrufl-
anir. Nú eru lánþegar um 7.200.
Lesblindum námsmönnum hefur
fjölgað hlutfallslega langmest.
„Við gerðum ýmislegt á árinu
2 0 07 t i l að
kynna rétt les-
blindra. Í lögum
er talað um að
þeir sem ekki
geta lesið prent-
að letur að ein-
hverju marki
eigi rétt á þjón-
ustu frá okkur,“
segir Þóra Sig-
ríður Ingólfs-
dóttir, forstöðu-
maður Hljóðbókasafnsins. „Fyrst
um sinn var þjónustan hugsuð
fyrir blinda en nú sinnum við
mikið til lesblindum námsmönn-
um. Til að mynda býr Hljóð-
bókasafnið til námsefni fyrir
menntaskólanemendur með lestr-
arörðugleika vegna lesblindu. Því
hefur starfsemi okkar og þjón-
usta vaxið mikið síðustu ár.“
Bergvin Oddsson, formaður
Blindrafélagsins, vonar að þessi
ráðstöfun Hljóðbókasafnsins, að
innheimta árgjöld af lánþegum
sínum, verði aðeins tímabund-
in. „Hljóðbókasafnið hefur á síð-
ustu árum verið að auka þjón-
ustu sína gríðarlega og er það
vel. Ég vona að þessi ráðstöfun
verði til skamms tíma og opni
kannski augu ríkisvaldsins til
að auka fjárframlög til stofnun-
arinnar. Hljóðbókasafnið sinnir
ekki aðeins blindum heldur einn-
ig lesblindum og öldruðum og því
er mjög mikilvægt að það geti á
sem bestan hátt sinnt þjónustu
sinni af kostgæfni.“
Þóra Sigríður segir að stofnun-
in hafi ekki fengið neinar hækk-
anir á fjárlögum frá árinu 2008
þrátt fyrir þessa auknu þjón-
ustu. „Á sama tíma og við erum
að setja allt okkar efni yfir á staf-
rænt form af hljóðsnældum, og
höfum fengið nýsköpunarverð-
laun fyrir þá vinnu okkar, hafa
fjárframlög frá hinu opinbera
staðið í stað lengi og þau voru
skert á árinu 2008,“ segir Þóra
Sigríður. „Nú er svo komið að
námsmenn með lesblindu hlaða
næstum öllu efni sínu niður af
netinu í stað þess að fá efnið á
geisladiskum.“ sveinn@frettabladid.is
Hljóðbókasafn mun
innheimta árgjöld
Hljóðbókasafn Íslands hefur ákveðið að innheimta árgjöld af lánþegum sínum.
Hefur ekki fengið hækkanir á fjárlögum frá hruni. Lánþegahópurinn hefur marg-
faldast og þjónustar stofnunin lesblinda námsmenn í ríkara mæli en áður.
BERGVIN
ODDSSON
formaður
Blindrafélagsins
HLJÓÐBÓKASAFN ÍSLANDS Fjöldi lánþega hjá safninu hefur margfaldast frá árinu
2007. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Fyrst um
sinn var
þjónustan
hugsuð fyrir
blinda en nú
sinnum við
mikið til
lesblindum námsmönnum.
Þóra Sigríður Ingólfsdóttir,
forstöðumaður Hljóðbókasafns Íslands