Fréttablaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 16
4. september 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR FJÖLSKYLDAN | 16 Dæmi eru um að stúlkur á leik- skólaaldri hafi áhyggjur af lík- amsmynd sinni. Þetta segir Sig- rún Daníelsdóttir, sálfræðingur og höfundur bókarinnar Kroppur- inn er kraftaverk – líkamsvirðing fyrir börn. „Ég varð vör við þetta þegar ég starfaði í átröskunar- teymi hjá Barna- og unglinga- geðdeild Landspítalans. Þar hafa unglingsstúlkur greint frá því að þær hafi byrjað að hafa áhyggj- ur af líkamsvexti sínum þegar þær voru í leikskóla. Hugsunar- hátturinn verður til löngu áður en vandamálið verður öllum aug- ljóst.“ Sigrún, sem hefur sérhæft sig í forvörnum og meðferð slæmr- ar líkamsmyndar og átraskana, segir afar mikilvægt að efla lík- amsmynd og líkamsvirðingu meðal barna og ungmenna. „Þau þurfa að öðlast virðingu fyrir fjölbreytileika líkamsvaxtar og samband þeirra við mat þarf að vera heilbrigt. Þetta er ekki bara hlutverk foreldranna heldur sam- félagsins alls. Áreitið úti í samfé- laginu er gríðarlegt. Miðað er við ákveðnar staðalímyndir á gríð- arlega mörgum sviðum. Það er ekki bara með auglýsingum fata- framleiðenda sem skilaboðin um ákveðinn líkamsvöxt eru send út í samfélagið, heldur eru þau einnig send út með auglýsingum líkams- ræktarstöðva með myndum af einstaklingum með staðlaðan lík- amsvöxt. Þetta eru stöðvar sem gefa sig út fyrir að vilja stuðla að heilbrigði en auglýsingarnar einkennast oft af mikilli útlits- dýrkun ásamt kynferðislegum undirtóni. Slíkt ýtir undir sam- félagslegar útlitsstaðalmyndir.“ Til þess að efla líkamsvirðingu meðal barna þurfa þau að læra að tala fallega um alla líkama, að því er Sigrún tekur fram. „Við þurfum að kenna þeim að fjöl- breytileiki á sviði holdafars og útlits sé sjálfsagður, eðlilegur og skemmtilegur. Við erum ekki öll eins og eigum ekki að vera það.“ Sigrún segir að ekkert bendi til þess að jákvætt viðhorf til líkam- ans stuðli að óheilbrigði, hvorki meðal grannra né feitra. Þvert á móti sýni langtímarannsóknir að ungmenni sem hafa jákvæða lík- amsmynd, óháð líkamsvexti, séu líklegri til að tileinka sér heil- brigðar lífsvenjur en þau sem eru óánægð með líkama sinn. „Rann- sóknir hafa einnig sýnt að feitir krakkar sem eru sáttir í eigin skinni þyngjast minna með árun- um en þau sem eru óánægð með líkama sinn. Jákvæð líkamsmynd hefur verndandi áhrif á heilsu og velferð.“ ibs@frettabladid.is Fimm ára með áhyggjur af líkamsmynd sinni Börn þurfa að öðlast virðingu fyrir fjölbreytileika líkamsvaxtar, segir Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur. Ekkert bendi til að jákvætt viðhorf til líkamans stuðli að óheilbrigði, hvorki meðal grannra né feitra. 1 Kenndu barninu þínu að fjölbreytileiki í líkamsvexti sé eðlilegur. Alveg eins og við erum mismunandi á litinn, höfum ólíkt andlitsfall, hárlit og augnlit, þá erum við líka mismunandi í laginu. Þetta er sjálfsögð staðreynd sem allir ættu að virða. 2 Fræddu barnið um óraunhæf útlitsviðmið í samfélaginu og hvernig þau birtast, t.d. í fjölmiðlum, barnaefni og leikföngum. 3 Ef þú hefur áhyggjur af lífsvenjum barnsins þíns skaltu beina sjónum að hegðun þess en ekki holdafari. Skapaðu umhverfi þar sem barnið fær næg tækifæri til að borða hollan mat og hreyfa sig sér til ánægju. Hvorki þú né barnið ættuð að líta á heilbrigðar lífsvenjur sem grenn- ingaraðferð, heldur eitthvað sem allir þurfa að gera til þess að halda heilsu og líða vel. Af vefnum likamsvirdingfyrirborn.is Nokkur ráð til að efla líkamsmynd SIGRÚN DANÍELSDÓTTIR „Rannsóknir hafa einnig sýnt að feitir krakkar sem eru sáttir í eigin skinni þyngjast minna með árunum en þeir sem eru óánægðir með líkama sinn. Jákvæð líkamsmynd hefur verndandi áhrif á heilsu og velferð.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fyrir lok þessa árs á að vera búið að kenna öllum starfsmönn- um á dagvistarstofnunum í sveit- arfélaginu Sønderborg í Dan- mörku betra hreinlæti, meðal annars handþvott. Markmiðið er að fækka veikindadögum starfs- manna, barna og foreldra. Á vef danska ríkisútvarpsins er haft eftir sérfræðingi sveitarfélagsins að hættan á að smitast af sjúkdóm- um minnki um þriðjung sé fyllsta hreinlætis gætt. Hann segir afar auðvelt að þvo sér um hendur en því miður séu þeir margir sem gera það ekki. Starfsmennirnir eiga jafnframt að kenna börnunum að þvo sér vandlega um hendurnar. Á þessu ári hefur börnum á einni dagvist- arfstofnuninni í sveitarfélaginu verið kenndur handþvottur sam- tímis því sem þau syngja og hefur röð myndast við handlaugina. Einn starfsmannanna bendir á að litlum börnum þyki gaman að snertingu við vatn þannig að ekki sé erfitt að fá þau til að þvo sér um hendurnar. - ibs Starfsmönnum kennt hreinlæti til að reyna að draga úr veikindum: Læra að þvo sér um hendurnar Einelti er minna vandamál í grunnskólum þar sem skóla- stjórar njóta trausts nemenda og kennara. Skólastjórinn getur markað stefnuna varðandi ásætt- anlega hegðun. Þetta er haft eftir norskum prófessor, Sigrun Ertes- våg, á vefnum sciensenordic.com. Hún segir mikla áherslu lagða á aðgerðir gegn einelti en undrast hversu lítið hlutverk skólastjóra í því samhengi hefur verið rann- sakað. Hún leggur áherslu á að skóla- stjóri geti átt þátt í að móta stefnu varðandi ásættanlega hegðun í skólanum. Bregðist allir kennarar á sams konar hátt gegn einelti geti nemendur ekki nýtt sér mismunandi viðbrögð þeirra. Rannsóknir annars norsks prófessors, Thomas Nordahl, í Danmörku sýna svolítil tengsl milli samvinnu skólastjórnenda og kennara annars vegar og sam- skipta milli nemenda og nemenda og kennara hins vegar. Nordahl segir rannsókn Ertes- våg hins vegar taka til fárra þátta. Hún segir að samband milli nemenda og að tengslin við kennara séu að vísu mikilvæg- ari en hlutverk skólastjóra. Ekki megi hins vegar gleyma þætti skólastjórans. Hún getur þess að í mörgum tilfellum séu aðgerð- ir gegn einelti ekki vel fram- kvæmdar. - ibs Rannsókn norsks prófessors: Skólastjórar geta komið í veg fyrir einelti Meðal meginmarkmiða starfs- ins í svokölluðum unglingasmiðj- um, sem eru félagslegt úrræði á vegum Reykjavíkurborgar, er að efla sjálfstraust, leita leiða til upp- byggilegra lausna og styrkja hóp- kennd og jákvæð samskipti. Á vef borgarinnar kemur fram að starfsemin sé sniðin að þörf- um 13 til 18 ára unglinga sem eru félagslega einangraðir, hafa orðið fyrir einelti, eru óframfærnir eða óvirkir, sýna þunglyndis- og kvíða- einkenni og eða hafa lítið sjálfs- traust. Starfsemin er jafnframt fyrir þá sem eru með slaka félags- færni og/eða búa við erfið uppeld- isskilyrði. Starfsemi með unglingum á vegum borgarinnar: Sjálfstraustið eflt UNGLINGAR Fjölbreytt tómstundaiðja er í unglingasmiðjum borgarinnar. NORDICPHOTOS/GETTY HANDÞVOTTUR Sé fyllsta hreinlætis gætt minnkar hættan á að smitast af sjúkdómum um þriðjung. NORDICPHOTOS/GETTY EINELTI Samstarf í skólum vinnur gegn einelti. NORDICPHOTOS/GETTY ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 7 03 55 0 8/ 14 www.lyfja.is Fyrir þig í Lyfju www.lyfja.is Lægra verð í LyfjuNicorette Fruitmint, forðaplástrar og innsogslyf. Allar pakkningar og styrkleikar. 20% afsláttur Gildir út september. - Lifi› heil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.