Fréttablaðið - 08.09.2014, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 08.09.2014, Blaðsíða 59
MÁNUDAGUR 8. september 2014 | SPORT | 27 Stílhrein og sterk sorptunnuskýli á hausttilboði Einstök og falleg gæðaskýli sem fela og verja sorptunnurnar á snyrtilegan hátt. Sendum um allt land! 20% afsláttur Haustútsala BM Vallá • Breiðhöfða 3, 110 Reykjavík Sími: 412 5050 • sala@bmvalla.is • bmvalla.is FRJÁLSAR Einar Vilhjálmsson, Íslandsmethafi í spjótkasti og þre- faldur Ólympíufari, var í gær kos- inn formaður Frjálsíþróttasam- bandsins á þingi þess á Akureyri, en hann hafði betur í baráttunni við fráfarandi varaformann, Ben- óný Jónsson, með 35 atkvæðum á móti 26. Ekki er langt síðan Einar ákvað að bjóða sig fram. „Það gerðist bara á útmánuðum í vor að sitjandi formaður ákvað að gefa ekki kost á sér. Þá opnað- ist umræða um hverjir væru til- búnir að ljá hreyfingunni krafta sína næstu tvö árin og ég var í þeirri stöðu að geta látið mig mála- flokkinn varða og tekið áskorun- um varðandi hann,“ sagði Einar við Fréttablaðið í gær. Ekki var um hatramman kosn- ingaslag að ræða. „Ég fór ekki fram gegn einum né neinum. Stóri sigurinn var sá að tveir menn voru tilbúnir til þess að ljá hreyfing- unni aðstoð sína. Ég sagði í ræðu minni á þinginu að ef Benóný yrði kosinn færi þar fram mjög góður formaður.“ Einar hefur marga fjöruna sopið þegar kemur að frjálsum íþróttum og hefur nokkuð skýra sýn á hvað hann vill bæta og breyta. „Ég bauð mig fram til að vinna að útbreiðslu og vexti íþróttar- innar á landsvísu. Ég vil líka hlúa að afreksstefnunni enn frek- ar og auka samtal milli þjálfara og hreyfingarinnar með jöfnuð fyrir alla að leiðarljósi. Ég steig einnig fram í vor og átti stóran þátt í hugmyndinni „Frímínút- ur“ sem miðar að því að virkja krakka í leik í löngu frímínútun- um í skólum landsins. Svo eru það eldri borgararnir en hvað varðar öldungaþátt- inn blasa við spennandi verkefni. Ég vil opna og leyfa fleirum að njóta þessa góða starfs sem FRÍ hefur unnið. Þróun og útvíkkun á fjár- magnsleiðum er líka sannarlega mjög aðkallandi. Ég ætla samt ekki að segjast ætla að gera hitt og þetta því allt kostar peninga,“ segir Einar sem er spenntur fyrir verkefninu. „Aldrei áður höfum við átt jafn- glæsilegan mannauð ungmenna og ég lít á það sem mitt verkefni að koma á auknum verkefnum fyrir hreyfinguna og búa til þjálf- arateymi sem hjálpast að,“ segir Einar Vilhjálmsson. - tom Höfum aldrei átt jafnglæsilegan hóp ungmenna Ólympíufarinn og spjótkastarinn Einar Vilhjálmsson var kosinn nýr formaður Frjálsíþróttasambandsins á þingi þess í gær. FORMÚLA Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes í Formúlu 1, bar sigur úr býtum í Monza-kappakstrinum á Ítalíu í gær. Hamilton byrjaði á ráspól, en tókst að glutra for- ystunni niður með ævintýralega lélegri ræsingu. Hann var kom- inn í fjórða sætið áður en fyrsti hringur var búinn. Hamilton vann sig aftur upp í fyrsta sætið og fagnaði sætum sigri, sínum sjötta á tímabilinu. Hann er samt sem áður 22 stigum á eftir liðsfélaga sínum Nico Ros- berg í baráttunni um heimsmeist- aratitil bílasmiða. Þeir munu berjast um titilinn allt til enda, en sex keppnir eru eftir. Hamilton hefur unnið fleiri keppnir en Rosberg verið stöð- ugri og klárað allar keppnir nema eina og alltaf nema einu sinni áður verið í öðru af efstu tveimur sætunum. - tom Sjötti sigur Hamiltons GLEÐI Lewis Hamilton fagnar sigrinum í Monza í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI Alfreð Finnbogason, landsliðsframherji í knattspyrnu, vonast til að geta brátt spilað með félagsliði sínu Real Sociedad, en hann missti af fyrstu leikjum nýs tímabils vegna þess að hann fór úr axlarlið. „Öxlin er að koma til. Ég vinn hörðum höndum að því að koma mér í stand og geri mikið af æfingum. En þetta eru flókin meiðsli og ég þarf að passa mig,“ segir Alfreð í viðtali við spænska íþróttablaðið El Mundo Deport- ivo. Hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að geta ekki verið með í byrjun tímabilsins með sínu nýja liði. „Auðvitað er það ekki skemmti- legt. Þetta er ekki alveg sú aðstaða sem maður vildi lenda í. Ég hef verið heppinn með meiðsli undanfarin tvö ár og aðeins misst af fjórum leikjum. En þetta er eitthvað sem gerist í boltanum,“ segir Alfreð Finnbogason. - tom Alfreð að verða klár Á BATAVEGI Alfreð Finnbogason getur brátt spilað aftur. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.