Fréttablaðið - 04.10.2014, Side 22

Fréttablaðið - 04.10.2014, Side 22
4. október 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 22 Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Það var frekar skrítið að vakna daginn eftir vígsl-una og setjast bara við að þýða sama teiknimynda-þáttinn og áður, enda átti ég kannski ekki von á því að stór breyting yrði á mér. En ég er kominn með ákveðin réttindi og ákveðnar skyldur,“ segir séra Davíð Þór Jónsson um þau umskipti í lífi sínu að vera orðinn prestur. Hann vinnur við þýðingar heima á Hjarð- arhaga og ég er sest við eldhúsborð- ið en espressokannan kraumar á eldavélinni. Sérann rennir nýlöguðu kaffi í bollana. „Notarðu mjólk?“ Davíð Þór verður héraðsprest- ur í Austurlandsprófastdæmi og er nýkominn að austan þar sem hann var að undirbúa flutningana á svæðið, hitta væntanlegt sam- starfsfólk og skipuleggja starfið. „Það er meira en að segja það að taka þá ákvörðun að verða prestur,“ viðurkennir hann. „Maður afsalar sér ákveðnum borgaralegum rétt- indum því prestur er í raun alltaf í vinnunni, hvort sem hann er að sinna embættisverkum eða ekki og er skuldbundinn ákveðnum siða- reglum.“ Þráin eftir að takast á við starf- ið hefur þó keyrt Davíð Þór áfram síðustu misseri því hann hefur sótt um tíu embætti sem hann gat hugs- að sér að þjóna. „Ég gerði mér grein fyrir að ekki yrði ráðinn nýútskrif- aður, óvígður guðfræðingur í mörg þessara embætta en það er þjálfun að ganga í gegnum umsóknarferl- ið,“ segir hann. Nefnir sem dæmi að fyrir prestskosningar á Snæ- fellsnesi hafi hann tekið sér frí úr vinnu í hálfan mánuð og náð að heimsækja þriðjung sóknarbarna, það hafi verið dýrmæt reynsla og áhugaverð. „Ég tapaði með fimm atkvæðum. Auðvitað vonaðist ég eftir að verða kosinn en samt var ég ánægður með þennan mikla stuðn- ing, hann blés mér þreki í brjóst.“ Býr að sviðsreynslunni Davíð Þór var fræðslufulltrúi á Hér- aði árið 2012. Nú er búið að sameina starf fræðslufulltrúa og héraðs- prests og fyrir utan að sinna æsku- lýðsstarfi verður hann í afleys- ingum og íhlaupavinnu fyrir aðra presta á svæðinu frá Álftafirði til Vopnafjarðar. „Ég finn mig mjög vel við fræðslu. Hef verið að vinna í Vatnaskógi á fermingarnámskeið- um og líkar það vel,“ segir hann og kveðst þar búa að reynslu uppi- standarans. „Að fá til sín 40 ferm- ingarbörn og hafa klukkutíma til að segja þeim frá Biblíunni er áskorun. Þá grípur maður gömlu trikkin til að halda athyglinni.“ Þetta leiðir umræðuna að Radíus- bræðrum, þeim Davíð Þór og Steini Ármanni Magnússyni sem voru býsna grófir í sínu uppistandi. Auk þess var Davíð Þór ritstjóri tíma- ritsins Bleikt og blátt á tímabili. Hvernig finnst honum að hafa þenn- an feril í bakpokanum nú? „Radíushúmorinn var samsuða af því sem var heitast í útlöndum á þeim tíma en ekki komið til Íslands. Annars vegar hinn súrrealíski Monty Python-húmor og hins vegar sorakjafturinn sem Eddie Murphy og Andrew Dice Clay voru þekktir fyrir. Við tókum þessa strauma og hnoðuðum þeim saman. Ég bý að þeirri reynslu að standa á sviði og hafa ofan af fyrir fólki. Þegar ég predikaði í messu á Egilsstöðum sótti ég einfaldlega í þá reynslu. Ég hafði samið þrumuræðu út frá texta dagsins en presturinn las þá allt annan. Þegar sálmurinn milli textans og predikunar var hálfnað- ur gekk ég upp að altarinu og fékk lánaða Biblíuna hjá prestinum, fann textann sem ég ætlaði að predika út frá, talaði svo bara af fingrum fram og leiddi inn í hann áður en ég flutti mína predikun. Ég hugsa að einhverjir hefðu kannski panikerað í þessum aðstæðum en þarna var dýrmætt að hafa reynslu af sviðs- skrekk og að vera spontant fyrir framan fullt af fólki.“ Davíð Þór viðurkennir að pró- gramm þeirra Steins Ármanns hafi ekki verið fjölskylduvænt en það hái honum ekki í barna- og æsku- lýðsstarfi. „Í Vatnaskógi þekktu krakkarnir mig fyrir að hafa talað fyrir Sigmar í Svampi Sveinssyni og leikið vonda karlinn í Astrópíu. Þeir hafa aldrei heyrt talað um Radíus- bræður eða Bleikt og blátt. Það er bara fornaldarstöff fyrir þeim. Ég tel fólk frjálslyndara og skilnings- ríkara en margur heldur. Það vill geta talað við prestinn sinn eins og mann og lagt sín spil á borðið. Hugsað – þarna er maður sem sjálf- ur hefur ýmislegt í farteskinu. Ég hef séð hann öðruvísi en í hempu og ég veit að hann fór aðra leið í þessa hempu en beint upp úr KFUM og í guðfræðina, blautur bak við eyrun. – Þetta hef ég fundið að hjálpar mér.“ Trúarleg reynsla á sjónum Davíð Þór fékk leiklistarbakteríu sem unglingur, sótti þrisvar um í Leiklistarskólanum og lenti jafn- oft í lokahópnum án þess að komast inn. Þegar hann hafði lært guðfræði í tvö ár sló útvarpsþáttur sem hann var með ásamt Steini Ármanni, í gegn og leiklistardraumurinn opn- aðist á ný. Hann elti þann draum en þrettán árum síðar var hann kom- inn aftur í guðfræðina. „Ég fann að neistinn var kom- inn aftur og útskrifaðist 2011 sem kandidat. Í febrúar 2012 flutti ég austur á Seyðisfjörð, fór að vinna hjá kirkjunni og sannfærðist þar um að þetta væri það sem ég vildi gera,“ segir hann. En hvað varð til þess að hann valdi þessa braut? „Í fyrstu ætlaði ég ekkert í prestskap þegar ég skráði mig í guðfræði haustið 1991. Hafði verið mjög leitandi Uppistandið nýtist í stólnum Fyrrverandi skemmtikrafturinn og grínarinn Davíð Þór Jónsson hlaut prestsvígslu nýlega og ætlar að þjóna öllu Austur- landi. Hann segir uppistandsreynsluna koma honum til góða og hefur þegar gripið til hennar í messu og uppfræðslu, þótt boðskapurinn sé annar en áður. Hann er líka svo heppinn að hafa organista sér við hlið er hann flytur í fyrirheitna landið. Við Kata kynntumst þegar við unnum saman í Gettu betur í sjónvarpinu. Það neistaði á milli okkar. Svo fór það eins og það fór og gat í raun- inni ekki farið öðru vísi því ég varð smám saman veikari og veikari af alkóhólisma. FRÉTTABLAÐ IÐ /VALLI
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.