Fréttablaðið - 04.10.2014, Blaðsíða 58
| ATVINNA |
Sunnulækjarskóli
Við Sunnulækjarskóla á Selfossi er laus staða
kennara á miðstigi og íþrótta- og sundkennara
Umsækjandi um stöðu kennara á miðastigi þarf að geta hafið störf
1. nóvember en staða íþróttakennara er afleysing vegna fæðingar-
orlofs frá áramótum.
Starfið krefst kennsluréttinda, góðra skipulagshæfileika og mikillar
hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af teymisvinnu og áhugi
á þróunarstarfi eru mikilvægir eiginleikar.
Í skólanum er lögð áhersla á sveigjanlega og fjölbreytta kennslu-
hætti, einstaklingsmiðað nám, teymisvinnu kennara, ábyrgð nem-
enda og góða samvinnu allra sem að skólastarfinu koma.
Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar
Sveitarfélaga og KÍ. Starfið hentar jafnt konum sem körlum.
Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu skólans:
http://www.sunnulaekjarskoli.is
Umsóknarfrestur er til 13. október 2014.
Umsókn með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnar-
aðilum sendist Birgi Edwald, skólastjóra, birgir@sunnulaek.is eða
Sunnulækjarskóli, Norðurhólum 1, 800 Selfoss.
Skólastjóri
Starf á heimili
fyrir fólk með fötlun
Næturvakt
Starfsmaður óskast t il star fa á heimilin í Víðihlíð.
Um er að ræða 76% starf á næturvöktum.
Staðan er laus nú þegar.
Hlutverk star fsfólks í búsetu er fyrst og fremst fólgið
í því að aðstoða og styðja fólk í daglegu líf i.
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Guðmundsdót tir í síma
568-0242. Einnig má skila umsóknum á net fangið
gunna@styrktarfelag.is eða í gegnum heimasíðu
félagsins www.styrktarfelag.is.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Eflingar.
HEKLA hf er leiðandi
fyrirtæki í innflutningi,
sölu og þjónustu við
nýjar bifreiðar og
hefur verið söluhæsta
bifreiðaumboðið á Íslandi
undanfarin ár.
HEKLA er með fimm
söluumboð á Íslandi
– á Akureyri, Selfossi,
Reykjanesbæ, Akranesi
og Ísafirði. Höfuðstöðvar
félagsins eru við Laugaveg
170-174 í Reykjavík.
Um 100 manns starfa hjá
HEKLU hf. Félagið er með
umboð fyrir Volkswagen,
Audi, Skoda og Mitsubishi
og annast þjónustu við
þessar tegundir.
Dekkjaverkstæði – hópstjóri
HEKLA hf. auglýsir eftir hópstjóra á dekkjaverkstæði.
Starfslýsing:
• Almenn dekkjaþjónusta.
• Umsjón með dekkjasölu og
birgðahaldi.
• Þátttaka í gerð innkaupa- og
söluáætlana.
• Umsjón með mönnun deildar
í samstarfi við þjónustustjóra.
Hæfniskröfur:
• Góð reynsla af þjónustu og sölu dekkja.
• Sjálfstæði í vinnubrögðum, metnaður
og vandvirkni.
• Góð íslensku- og tölvukunnátta.
• Liðlegheit í samskiptum og létt
lundarfar.
• Stundvísi og almenn reglusemi.
Starfsumhverfi, gæðakerfi og símenntun er samkvæmt stöðlum framleiðanda.
Nánari upplýsingar veitir Ingvar Birnir Grétarsson þjónustustjóri í síma 590 5000
og ibg@hekla.is
Umsóknarfrestur er til og með 9. október. Umsókn óskast fyllt út á www.hekla.is
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
Sterk tengsl í
íslensku atvinnulífi
www.hagvangur.is
4. október 2014 LAUGARDAGUR10