Fréttablaðið - 04.10.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.10.2014, Blaðsíða 10
4. október 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is UTANRÍKISMÁL „Við erum alveg ofboðslega ánægð með gjöfina. Hugsunin á bak við borðið er svo falleg,“ segir Urður Gunnarsdótt- ir, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðu- neytisins, um forláta timburborð sem ráðuneytið fékk að gjöf frá um 130 ræðismönnum Íslands frá 57 löndum sem sækja nú ræðis- mannaráðstefnu sem haldin er á vegum utanríkisráðuneytisins í Hörpu. Borðið er gert úr timbri frá yfir 80 löndum en í því er meðal annars bútur úr Björgvinjarbryggju sem byggð var 1702, tré úr Himalaja- fjöllum og úr Amasonregnskógin- um. Eiga bútarnir að endurspegla hinn fjölbreytta bakgrunn ræðis- mannanna. Það var ræðismaður Íslands á Borgundarhólmi, Jørgen Hamm- er, sem fékk hugmyndina að því að láta gera borðið en það var hús- gagnaarkitektinn Leifur Ebenez- arson sem smíðaði það. Urður segir að borðið verði notað sem eitt af aðalfundarborð- um ráðuneytisins. „Það verður í sal sem við notum aðallega til að taka á móti erlendum gestum. Það verður gaman að geta sýnt þeim borðið, því að öllum líkindum er það með bút úr þeirra heimahög- um.“ Að sögn Urðar er vinnan á bak við borðið mikil og undirbúning- ur langur. Það flóknasta var að þurrka timbrið og koma því saman sem og að safna því saman. Hug- myndin kviknaði um 2010 þann- ig að þetta hefur tekið heillangan tíma í undirbúningi.“ - hó Gáfu ráðuneytinu forláta borð að gjöf Um 130 ræðismenn Íslands gáfu utanríkisráðuneytinu borð úr timbri frá yfir áttatíu löndum. GÓÐ GJÖF Borðið sem ræðismenn færðu utanríkisráðuneytinu vekur mikla lukku. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÞJÓNUSTA Íslandspóstur vill fækka póstdreifingardögum í dreifbýli. Þetta kemur fram í erindi Póst- og fjarskiptastofn- unar til sveitarfélagsins Norður- þings. Þorpin Raufarhöfn og Kópa- sker falla undir skilgreiningu Íslandspósts um dreifða byggð. Bæjarráð Norðurþings segist leggjast alfarið gegn skerðingu á póstþjónustu í dreifðum byggðum sveitarfélagsins en tekur undir áhyggjur Íslandspósts af ástandi vega á svæðinu. - gar Boða skerta póstþjónustu: Telja Kópasker vera dreifbýli KÓPASKER Íslandspóstur vill draga úr póstdreifingu á landsbyggðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR LÖGREGLUMÁL Tvítugur maður hefur verið ákærður fyrir að hafa kastað glerglasi í andlit manns og kýlt hann ítrekað í andlitið í júní 2012 á skemmtistaðnum Paddys í Reykjanesbæ, með þeim afleið- ingum að hann hlaut djúpa skurði og mörg sár á enni og kinnum. Í ákæru er þess krafist að hinn tvítugi sakborningur verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. - hó Kastaði glasi í mann: Hlaut sár og djúpa skurði Samfélagsstyrkir Landsbankans landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Umsóknarfrestur vegna samfélagsstyrkja er til og með mánu- deginum 6. október 2014. Rafrænar umsóknir og nánari upplýsingar á landsbankinn.is. Landsbankinn veitir 10 milljónum króna í samfélagsstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans. Samfélagsstyrkjum er ætlað að styðja við verkefni á ýmsum sviðum, þar á meðal í mannúðarmálum, menningu og listum, menntun, rannsóknum og vísindum, einnig forvarna- og æskulýðsstarfi og sértækri útgáfustarfsemi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.