Fréttablaðið - 04.10.2014, Qupperneq 10
4. október 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
UTANRÍKISMÁL „Við erum alveg
ofboðslega ánægð með gjöfina.
Hugsunin á bak við borðið er svo
falleg,“ segir Urður Gunnarsdótt-
ir, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðu-
neytisins, um forláta timburborð
sem ráðuneytið fékk að gjöf frá
um 130 ræðismönnum Íslands frá
57 löndum sem sækja nú ræðis-
mannaráðstefnu sem haldin er á
vegum utanríkisráðuneytisins í
Hörpu.
Borðið er gert úr timbri frá yfir
80 löndum en í því er meðal annars
bútur úr Björgvinjarbryggju sem
byggð var 1702, tré úr Himalaja-
fjöllum og úr Amasonregnskógin-
um. Eiga bútarnir að endurspegla
hinn fjölbreytta bakgrunn ræðis-
mannanna.
Það var ræðismaður Íslands á
Borgundarhólmi, Jørgen Hamm-
er, sem fékk hugmyndina að því
að láta gera borðið en það var hús-
gagnaarkitektinn Leifur Ebenez-
arson sem smíðaði það.
Urður segir að borðið verði
notað sem eitt af aðalfundarborð-
um ráðuneytisins. „Það verður í
sal sem við notum aðallega til að
taka á móti erlendum gestum. Það
verður gaman að geta sýnt þeim
borðið, því að öllum líkindum er
það með bút úr þeirra heimahög-
um.“
Að sögn Urðar er vinnan á bak
við borðið mikil og undirbúning-
ur langur. Það flóknasta var að
þurrka timbrið og koma því saman
sem og að safna því saman. Hug-
myndin kviknaði um 2010 þann-
ig að þetta hefur tekið heillangan
tíma í undirbúningi.“
- hó
Gáfu ráðuneytinu
forláta borð að gjöf
Um 130 ræðismenn Íslands gáfu utanríkisráðuneytinu
borð úr timbri frá yfir áttatíu löndum.
GÓÐ GJÖF Borðið sem ræðismenn færðu utanríkisráðuneytinu vekur mikla lukku.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
ÞJÓNUSTA Íslandspóstur vill
fækka póstdreifingardögum í
dreifbýli. Þetta kemur fram í
erindi Póst- og fjarskiptastofn-
unar til sveitarfélagsins Norður-
þings.
Þorpin Raufarhöfn og Kópa-
sker falla undir skilgreiningu
Íslandspósts um dreifða byggð.
Bæjarráð Norðurþings segist
leggjast alfarið gegn skerðingu á
póstþjónustu í dreifðum byggðum
sveitarfélagsins en tekur undir
áhyggjur Íslandspósts af ástandi
vega á svæðinu. - gar
Boða skerta póstþjónustu:
Telja Kópasker
vera dreifbýli
KÓPASKER Íslandspóstur vill draga úr
póstdreifingu á landsbyggðinni.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
LÖGREGLUMÁL Tvítugur maður
hefur verið ákærður fyrir að hafa
kastað glerglasi í andlit manns og
kýlt hann ítrekað í andlitið í júní
2012 á skemmtistaðnum Paddys í
Reykjanesbæ, með þeim afleið-
ingum að hann hlaut djúpa skurði
og mörg sár á enni og kinnum.
Í ákæru er þess krafist að
hinn tvítugi sakborningur verði
dæmdur til refsingar og til
greiðslu alls sakarkostnaðar. - hó
Kastaði glasi í mann:
Hlaut sár og
djúpa skurði
Samfélagsstyrkir
Landsbankans
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Umsóknarfrestur vegna samfélagsstyrkja er til og með mánu-
deginum 6. október 2014. Rafrænar umsóknir og nánari upplýsingar
á landsbankinn.is.
Landsbankinn veitir 10 milljónum króna í samfélagsstyrki
úr Samfélagssjóði Landsbankans. Samfélagsstyrkjum er
ætlað að styðja við verkefni á ýmsum sviðum, þar á meðal í
mannúðarmálum, menningu og listum, menntun, rannsóknum
og vísindum, einnig forvarna- og æskulýðsstarfi og sértækri
útgáfustarfsemi.