Fréttablaðið - 04.10.2014, Page 48

Fréttablaðið - 04.10.2014, Page 48
FÓLK|HELGIN ÓMISSANDI Liðsmenn Silfur- skeiðarinnar veita ómetanlegan stuðning á leikjum liðsins. Hreinn úrslitaleikur fer fram í dag í Pepsi-deild karla í fótbolta þegar Stjörnumenn úr Garðabæ mæta FH á heimavelli þeirra síðarnefndu í Hafnarfirði. Leikurinn er lokaleikur sumarsins og er búist við hátt í 6.000 áhorfendum á völlinn. Lið FH hefur unnið sex Ís- landsmeistaratitla frá árinu 2004 en Stjörnumenn hafa hæst náð þriðja sæti deildarinnar. Þeir geta því land- að fyrsta meistaratitli sínum í karla- flokki og óhætt að segja að stemn- ingin meðal stuðningsmanna liðsins sé rafmögnuð. Einn þeirra er Andrés B. Sigurðsson sem fylgt hefur liðinu lengi en hann var formaður knatt- spyrnudeildar Stjörnunnar á árunum 1987-1989 og aftur 2007 til 2009. Hann segir stuðningsmenn liðsins hafa lengi beðið eftir þessum degi. „Við áttum alveg eins von á þessum góða árangri þegar mótið hófst í vor enda markið alltaf sett hátt hér í Garða- bænum. Það er búið að tala um þenn- an leik í margar vikur. Það vissu allir af þessum lokaleik og þegar líða tók á mótið sáu menn að þetta gæti verið mögulegur úrslitaleikur. Þannig að nú er bara lokaleikurinn eftir, bikar eða enginn bikar. Honum verður ekki skipt til helminga.“ Leikurinn hefst kl. 16 en dagurinn verður tekinn snemma hjá Andrési og öðrum Stjörnumönnum. „Ætli við hvílum okkur ekki vel fyrir átökin en svo hittast Stjörnumenn á öllum aldri á Garðatorgi þar sem vafalaust verður boðið upp á skemmtilega upphitun fyrir börn, unglinga og okkur gömlu karlana. Ég hef fulla trú á mínum mönnum gegn öflugu liði FH sem hefur stærsta og sterkasta leikmannahóp ársins. Við höfum oft glímt við þá og undanfarin 3-4 ár höfum við haft betur, ef ég man rétt. Við eigum þó öfluga menn sem byrja leikinn og þeir mæta tilbúnir til leiks. Ég held að Stjarnan vinni, það er bara svoleiðis.“ SILFURSKEIÐIN MIKILVÆG Þegar Andrés tók við formennsku deildarinnar árið 1987 var Garðabær að stækka og íbúum fjölgaði jafnt og þétt. „Á þessum árum verður til mjög sterk kynslóð knattspyrnustráka sem fæddir eru á árunum 1969-1971. Foreldrar þessara stráka, ásamt fleirum, komu mjög sterkt að upp- byggingu deildarinnar og á þessum tíma varð til sterkur og metnaðarfull- ur kjarni fólks sem byggði deildina upp. Seinna meir urðu þessir sömu strákar þátttakendur í því starfi. Í upphafi var það nefnilega þannig að gamlir KR-ingar, Valsmenn, Víkingar og Framarar voru foreldrar þessara stráka en undanfarin ár hefur risið upp önnur kynslóð Stjörnustráka og -stelpna auk forystumanna sem er grunnurinn að félaginu.“ Sjálfur er Andrés alinn upp í Vogahverfinu í Reykjavík, innan um fræga Framara að eigin sögn. Það hefur verið góð stemning á heimavelli Stjörnunnar í sumar að sögn Andrésar. „Stuðningsmanna- hópur okkar, Silfurskeiðin, á auð vitað gríðarlega miklar þakkir skildar fyrir stuðninginn síðustu árin. Hann er sannarlega ómetanlegur. Þeir hafa verið duglegir við að hvetja leik- mennina áfram þegar þeir slá slöku við. Þeir verða vafalaust vel stemmd- ir í dag ef ég þekki þá rétt enda ætla þeir sér titilinn eins og aðrir Stjörnu- menn.“ TITLINUM EKKI SKIPT TIL HELMINGA HREINN ÚRSLITALEIKUR Stjarnan og FH spila hreinan úrslitaleik í dag um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta. Mikil stemning og eftirvænting er meðal stuðningsmanna beggja liða en karlalið Stjörnunnar hefur aldrei orðið Íslandsmeistari í fótbolta. RAFMÖGNUÐ STEMNING „Ég held að Stjarnan vinni, það er bara svoleiðis,“ segir Andrés B. Sigurðsson, stuðningsmaður Stjörnunnar til 27 ára. M Y N D /S T EF Á N ■ Það getur verið ótrúlega lítið mál að útbúa hlýlega haustskreyt- ingu til að prýða heimilið. Hér eru nokkur dæmi. EINFALT, FLJÓTLEGT OG FALLEGT Haustið skartar sínu fegursta um þessar mundir. Þeir sem vilja njóta þess til hins ýtrasta ættu að fara út að tína greinar, köngla og lauf og færa þannig lita- dýrðina inn í hús. HIN MESTA PRÝÐI Tíndu greinar og settu í fal- legan vasa. Þær eru hin mesta prýði. LHJ.COM HLÝLEGT Takið til glæra krukku, setjið haustlauf í botninn og kertaglas ofan á. LOVETHISPIC.COM LÍTILL TILKOSTNAÐUR Takið til bakka og nokkur mishá glös. Snúið þeim á hvolf. Setjið laufblöð, köngla eða þurrkuð blóm inn í hvert glas og kerti á botninn. DIY.WEDDINGBEE.COM Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is fonix.is Hátúni 6a 105 Reykjavík S. 552 4420 Heimilistæki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.