Fréttablaðið - 04.10.2014, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 04.10.2014, Blaðsíða 84
4. október 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 48 Brandarar Þórdís Hrafntinna Þráinsdóttir 6 ára teiknaði þessa flottu mynd af sér og kisunni sinni, henni Snældu. Hvað gerir þú í Vasaljósi, Kristín Ísafold? „Ég er einn af umsjónarmönnunum en er líka með innslag sem heitir „Á koll- inum hjá Kristínu Ísafold.“ Varstu líka með þáttinn í fyrra og hvernig kom það til að þú byrjaðir? „Í fyrra var ég ekki umsjónarmaður heldur bara með viðtölin. Ég fór í prufur til Bryn- hildar og Kristínar Evu og fékk ekki hlutverk umsjónarmanns en þeim leist svo vel á mig að þær buðu mér að vera með þessi við- töl Á kollinum.“ Er gaman að vera með sjón- varpsþátt og af hverju? „Það er mjög gaman, það er svo margt nýtt sem maður fær að prófa og kynnast og gera alls kyns spenn- andi hluti.“ Hvernig er samkomulagið í hópnum? „Fínt. Mér semur mjög vel við hina krakkana.“ Eruð þið búin að taka upp marga þætti? „Í fyrra vorum við með tíu þætti og þeir verða líka tíu núna, en ég veit ekki hversu margir af þeim eru tilbúnir, en að minnsta kosti fyrsti þátturinn.“ Hver er eftirminnilegasti við- mælandinn þinn? „Það er örugg- lega hann Stúfur, hann var svo skemmtilega skrítinn í viðtalinu.“ Gerðir þú eitthvað eftirminni- legt í sumarfríinu, annað en vinna í Vasaljósi? „Ég fór til Danmerkur með fjölskyldunni þar sem við gerðum alls kyns skemmtilegt eins og að fara á ströndina, í Tívolí og dýragarð- inn.“ Hvert er uppáhaldsfagið þitt í skólanum? „Stærðfræði og sund.“ Hvað gerir þú í frístundum? „Ég er í Sönglist en svo leik ég mér bara með vinkonum mínum. Við búum til dæmis oft til mynd- bönd í iPad-inum.“ Áttu gæludýr og ef svo er þá hvert? „Ég á gullfiska með systk- inum mínum.“ Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? „Svo ótrúlega margt en helst langar mig að verða leik- og söngkona og dýra- læknir.“ Kynnist spennandi hlutum í Vasaljósi Vasaljós fer aft ur í loft ið á morgun klukkan hálf sex. Það er eini sjónvarpsþáttur- inn á landinu sem er stjórnað af krökkum. Kristín Ísafold Traustadóttir, níu ára, er ein úr hópnum og henni fi nnst það gaman því hún fær að prófa svo margt. ÞÁTTASTJÓRNENDURNIR Kristín Ísafold er sú í rauðu buxunum og bláu peysunni. Hin eru Marteinn Elí Brynjólfsson, Mira Kamallakharan, Salka Gústafsdóttir, Katla Njálsdóttir og Alex Leó Kristinsson. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Einu sinni voru tveir vinnumenn sem hétu Vindur og Viður. Bónd- inn sendi þá út í skóg að vinna. Eftir smá stund fóru þeir að slást og Viður batt Vind fastan við tré. Þegar bóndinn kom að sækja þá varð hann ferlega fúll og sagði: „Nú leysi ég Vind og rek Við.“ Kona kemur inn í fatabúð og spyr: „Eigið þið til ósýnilegar buxur?“ „Já,“ svarar afgreiðslumaður- inn. „Við vorum einmitt að fá sendingu af ósýnilegum buxum í dag.“ „Gott, get ég fengið að líta á þær?“ Fíll og mús voru samferða yfir brú. „Mikið svakalega brakar í þessari brú,“ sagði fíllinn. „Ég held hún sé hreinlega við það að brotna.“ „Það er nú engin furða þegar við erum bæði á henni í einu,“ sagði músin. Teikningar og texti: Bragi Halldórsson 116 „Jæja þá, sudoku gáta,“ sagði Kata glottandi. „Nú er ég orðin svo góð í að leysa sudoku að við skulum koma í kapp um hver verður fyrstur til að leysa hana,“ bætti hún við. Konráð horfði á gátuna. „Allt í lagi,“ sagði hann. „Til er ég.“ Lísaloppa var líka góð í að leysa sudoku gátur svo hún var alveg til í keppni. „Við glímum öll við hana og þá kemur í ljós hversu klár þú ert orðin,“ sagði hún. „Allt í lagi,“ sagði Kata. „En ég vara ykkur við, ég er orðin mjög klár,“ sagði hún montin. Heldur þú að þú getir leyst þessa sudoku gátu hraðar en Kata? 2 7 4 8 3 3 8 2 6 1 6 3 4 6 4 7 2 1 7 5 1 4 3 1 8 5 4 2 6 8 5 4 9 3 7 1 5 6 9 8 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.