Fréttablaðið - 04.10.2014, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 04.10.2014, Blaðsíða 38
4. október 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 38 Sigríður Jónsdóttir mannfræð- ingur sem stundaði nám í Hong Kong frá 2002 til 2004, var stödd í borginni í ágúst síðastliðnum. Hún segist hafa orðið vör við meiri óánægju með samfélagið á meðal íbúanna en þegar hún bjó þar á sínum tíma. „Ég heyrði að fólk var ekki sátt, bæði vegna ágangs kínverskra stjórnmálamanna og kínverskra ferðamanna,“ segir Sigríður og telur að hugarfarið hafi breyst, sérstaklega hjá ungu fólki. „Ég veit að það er mjög stór, þögull hópur af fólki sem er hlynntur kínverskri stjórn.“ Hún segist hafa fylgst með mótmælunum í gegnum vini sína í Hong Kong á Facebook þar sem þeir deila upp- lifun sinni. „Fólkið sem ég þekki til sem tekur þátt í mótmælunum er á milli tvítugs og þrítugs en hópurinn er mun stærri. Skólinn sem ég fór í er alþjóðlegur skóli og þessir krakkar sem hafa verið að mótmæla eru bæði alþjóðlega þenkjandi og hafa jafnvel búið erlendis í ein- hvern tíma.“ Sigríður telur að drifkraftur þurfi að komast í mótmælin fljótlega ef mótmælendur ætli að ná sínu fram, t.d. varðandi afsögn framkvæmdastjóra Hong Kong. „Mesta spennan í þessu var fyrstu dagana en fólk er núna að reyna að halda áfram og það getur verið flóknara. Líklegast er að það verði málamiðlun en ég held að kínversk stjórnvöld muni ekki gefa mikið eftir.“ Hong Kong er að hennar mati í skrítinni stöðu. „Þetta er frekar ungt sjálfráða svæði. Ég held að það sem er að gerast sé að þau eru að gera sér grein fyrir því hvaða vald Kína hefur yfir þeim. Þetta snýst mikið um lagasetningu og túlk- anir á henni. Hverju stjórnin lofaði þegar hún fékk Hong Kong til baka. Ég held að Hong Kong upplifi sig svolítið raddlausa.“ Sigríður bætir við að margir Kínverjar fari til Hong Kong til að versla og stunda viðskipti. „Kapítal- isminn verður svo gríðarlega augljós í Hong Kong. Tungumálamunurinn er mjög skýr og menningarmunur- inn er svart og hvítt. Þetta brýst út í alls konar sögusögnum og til dæmis heyrði ég umræður um kínverska njósnara í Hong Kong, sem var ekki til í dæminu fyrir tíu árum.“ Hong Kong var eitt sinn bænda- og sjómanna-samfélag en margt hefur breyst á und-anförnum áratugum og núna er þetta kín- verska sjálfsstjórnarhérað iðandi fjármálamiðstöð undir kínversk- um og vestrænum áhrifum. Hong Kong var bresk nýlenda í langan tíma, eða frá 1841 til 1997, ef undan er skilið fjögurra ára tímabil í seinni heimsstyrjöldinni þegar Japanar hernámu nýlend- una. Hong Kong varð hluti af Kína árið 1997 þegar 99 ára leigusamn- ingur sem Bretar gerðu við kín- verska Qing-keisaraveldið rann út. Fullt sjálfstæði þekkja Hong Kong-búar því ekki. Borginni er stjórnað samkvæmt lögmálinu „eitt land, tvö kerfi“. Í því felst að Kínverjar leyfa Hong Kong-búum að stjórna sér sjálfir að mestu leyti og viðhalda efna- hagslegu- og félagslegu kerfi sínu næstu fimmtíu árin. Kínversk stjórnvöld eru yfirhöfuð lítt áber- andi í Hong Kong og sú hefur ein- mitt verið raunin í mótmælunum. Þess í stað hefur framkvæmda- stjóri Hong Kong, Leung Chun- ying, alfarið séð um samskiptin við lýðræðissinna. Þau hafa ekki verið mikil en einhverjar viðræð- ur áttu þó að hefjast í gær. Í stjórnarskrá Hong Kong, Grunnlögunum, eru ákvæði um lýðræðislega þróun héraðsins. Þrátt fyrir þau geta kínversk stjórnvöld í höfuðborginni Pek- ing beitt neitunarvaldi gagnvart breytingum á stjórnmálakerfi þess. Lýðræðissinnar eru mót- fallnir þessu og telja pólitískar umbætur í Hong Kong ganga hægt fyrir sig. Í fréttaskýringu á vef BBC kemur fram að kínverski komm- únistaflokkurinn eigi sérstaklega erfitt með að gera breytingar á kosningakerfi Hong Kong en eins og staðan er í dag er helmingur löggjafarþings borgarinnar ekki kosinn í beinum kosningum. Þess í stað eru það hópar hliðhollir kín- verskum stjórnvöldum sem ann- ast valið. Til að mynda er fram- kvæmdastjóri Hong Kong, æðsti maður borgarinnar, kosinn óbeint af kosninganefnd sem er stjórnað frá Peking. Kínverjar hafa heitið því að leyfa almenningi að kjósa um hver muni gegna stöðu framkvæmda- stjórans árið 2017 en vilja að kosn- inganefnd velji frambjóðendurna. Lýðræðissinnar eru ósáttir við þetta og vilja ekki velja úr hand- völdum hópi frambjóðenda, hlið- hollum Kínverjum. Yfirvöld þar í landi óttast að þetta gæti grafið undan valdi þeirra yfir Hong Kong og segja mótmælin vera ólögleg skrílslæti. Hafa þau varað við að áframhaldandi mótmæli geti haft slæmar afleiðingar í för með sér. Kínverjar hafa umsjón með utanríkis- og varnarmálum Hong Kong en borgin hefur samt sinn eigin gjaldmiðil. Efnahagsmál Hong Kong hafa færst frá því að snúast um framleiðslu og í það að byggjast á þjónustu við aðra. Á svæðinu eru stórar miðstöðvar banka og annarra fyrirtækja og hafa þær malað gull fyrir Kín- verja í gegnum tíðina. Á móti eru Kínverjar fjölmennasti hópur ferðamanna í Hong Kong, sem hefur skapað miklar tekjur fyrir borgina. Freyr Bjarnason freyr@frettabladid.is 200m 650ft Roads taken over by protesters People’s Liberation Army HQ Central Government offices HK Park City Hall Admiralty Centre HK Island police HQ Focus of protests National People’s Congress, arbiter of Basic Law – under which Hong Kong is governed – said that territory’s next leader could be elected in 2017 by universal suffrage But NPC ruled that no more than three candidates – selected by committee of 1,200 largely pro-Beijing members – could stand City’s leaders support Beijing’s election plan and call protests illegal, but unrest has put government in difficult position between disgruntled citizens and China Government must still discuss Beijing's election ruling and formulate bill to be passed by Hong Kong’s legislature Pro-democracy movement Occupy Central with Love and Peace, has launched non-violent campaign to demand democratic elections that meet international standards Tens of thousands of supporters of Occupy Central and students are blocking streets, shutting down business hub CHINA GOVERNMENT HK GOVERNMENT PROTESTERS © GRAPHIC NEWS Götur sem mótmælendur hafa lagt undir sig Höfuðstöðvar kí verska hersins Höfuðstöðvar stjórnvalda garður Ráðhús Admiralty- fjármálahv rfið öfuðstöðvar lögreglunnar í Hong Kong Miðdepill mótmælanna Heimild: South China Morning Post Kínverska þingið sker úr um Grunnlögin – sem er eins konar stjórnarskrá Hong Kong. Fei sagði að hægt yrði að kjósa næsta leiðtoga héraðsins á lýðræðislegan hátt. En kínverska þingið ákvað að aðeins mætti kjósa um þrjá frambjóðendur, sem 1.200 anna nefnd sem að mestu styður stjórnvöld í Peking, mun velja. Leiðtogar borgarinnar styðja ákvörðun kínverskra stjórnvalda um kosning rnar og segja mótmælin ólögleg. En ólgan hefur sett leiðtogana í erfiða aðstöðu, mitt á milli óánægðra borgara og Kínverja. Stjórnvöld þurfa að ræða bet r sama um ákvörðun Kínverja varðandi k sningarnar og útbúa frumvarp sem fer í gegnum löggjafarþing Hong Kong. Lýðræðishreyfingin Occupy Central with Love and Peace hratt af stað friðsamlegum mótmælum þar sem krafist er lýðræðislegra kosninga í samræmi við alþjóðlega staðla. ugir þúsunda stuðningsmanna Occupy Central og stúdentar hafa lagt undir sig götur og lokað þannig fjármálahverfi Hong Kong. Kínversk stjórnvöld Stjórnvöld í Hong Kong Mótmælendur Li Fei Aðstoðarframkvæmdastjóri kínverska þingsins Leung Chun-ying Framkvæmdastjóri HK Benny Tai Leiðtogi Occupy Central 10kmHonk Kong-eyja GHON KONG K í n a Hverjir standa á bak við umrótið í Hong Kong? Stjórnvöld í Peking standa frammi fyrir sinni mestu áskorun, hvað mótmæli varðar, síðan atburðirnir gerðust á Torgi hins himneska friðar 1989. Tugir þúsunda mótmælenda hafa krafist aukins lýðræðis í fjármálahverfi Hong Kong. Mótmælendurnir eru mestmegnis blanda af stuðningsmönnum lýðræðishreyfingarinnar Occupy Central og stúdentum. Þeir eru ósáttir við ákvörðun kínverskra stjórnvalda um að handvelja frambjóðendur fyrir kosningu æðsta leiðtoga Hong Kong 2017. Lýðræðislegar umbætur í limbói Hong Kong var bresk nýlenda í rúm 150 ár og þekkja íbúar borgarinnar ekki hvað það er að stjórna sér alfarið sjálfir. Þrátt fyrir að Kínverjar leyfi Hong Kong-búum það að mestu eiga þeir samt erfitt með að færa kosningakerfið í lýðræðisátt. HONG KONG Í FIMMTÍU ÁR REGNHLÍFABYLTINGIN Lýðræðissinni ögrar lögreglunni fyrir framan stjórnarrá ðið í Hong Kong. Í bakgrunni er hópur mót- mælenda með regnhlífar en þær hafa verið eins konar táknmynd mótmælanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ➜ Íbúar Hong Kong upplifa sig raddlausa Stefán Úlfarsson hagfræðingur, sem er búsettur í Peking, segir að þrátt fyrir mótmælin gangi daglegt líf í borginni fyrir sig eins og ekkert hafi í skorist. „Ég held samt að flestir séu með- vitaðir um það sem er að gerast í Hong Kong. En það virðist ríkja þögult samkomulag manna á milli að hafa ekki orð á því,“ segir Stefán. Spurður hvort atburðirnir í vikunni hafi komið honum á óvart segir hann mótmæli sem þessi nán- ast óhugsandi á meginlandi Kína. „Hong Kong er öðruvísi. Þar hefur verið í gangi ferli er miðar að því að auka lýðræði íbúanna jafnt og þétt. Síðustu misseri hefur hins vegar komið skýrt í ljós að stjórnvöld í Peking ætla að trufla þessa þróun. Séð í þessu ljósi koma mótmælin mér ekki á óvart. Ég býst við að mótmælendur líti svo á að það sé nú eða aldrei að sporna gegn því að þeir sogist inn í hið staðnaða pólitíska umhverfi Kína.“ Stefáni þykir viðbrögð kínverskra stjórnvalda hafa verið ruglingsleg. „Annars vegar virðist vera í gangi áætlun um að bíða og vona að mótmælin fjari út af sjálfu sér. Hins vegar er stöðugt verið að senda skilaboð sem ganga í þveröfuga átt við það markmið. Yfirlýsingar um að aðgerðir mótmælenda séu ólöglegar og að aldrei verði látið undan kröfum þeirra gera lítið annað en að kynda undir víðtæka óánægju almennings. Þetta minnir um margt á það fum er einkenndi viðbrögð stjórnvalda við lýðræðis- hreyfingu stúdenta í Peking 1989 og endaði með ósköpum.“ Hann segir kínverska fjölmiðla ekkert fjalla um mótmælin og hvorki sé hægt að fara á Facebook né Twitter. Aðeins sé að finna stöku leiðara eða tilkynningar um afstöðu stjórnvalda til málsins og yfirleitt fylgi engar myndir með nema þær sýni mótmælin í neikvæðu ljósi. Stefán útilokar ekki að mótmælin muni þróast svipað og í Peking 1989. „Ég tel samt enn mögulegt að afstýra harm- leik. Það mun þá sennilega fela í sér einhvers konar málamiðlun sem allir aðilar geta litið á sem áfangasigur,“ segir hann. ➜ Enn mögulegt að afstýra harmleik Samningurinn frá 1997 rennur út. Bretland færir Hong Kong aftur til Kína í samræmi við samning frá 1984. Hong Kong skal öðlast „hátt hlutfall sjálfstæðis“ í 50 ár. 1997 20172004 2014 Kínverjar segjast þurfa að samþykkja allar breytingar á kosningalögum Hong Kong. Júní-júlí Lýðræðis- sinnar halda óopin- bera kosningu um pólitískar endurbæt- ur. Stórir kosninga- fundir haldnir. 31. ágúst Kína segist ætla að leyfa beinar kosningar árið 2017 en vill fyrst samþykkja frambjóðendur. 22. september Hópar stúdenta ákveða að mæta ekki í kennslutíma í eina viku. 28. september Occupy Central og stúdentar sam- einast og leggja undir sig miðborg Hong Kong. Framkvæmdastjóri kosinn í „beinum“ kosningum. 2047 ➜ Kínverjar hafa heitið því að leyfa almenningi að kjósa um hver muni gegna stöðu framkvæmdastjórans árið 2017 en vilja að kosninga- nefnd velji frambjóðendurna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.