Fréttablaðið - 04.10.2014, Page 76
FÓLK|HELGIN
RJÓMALÖGUÐ KARTÖFLUSÚPA
FYRIR 6–8
1 gulur laukur
2 stórar gulrætur, saxaðar
2 stilkar sellerí, saxaðir
6 stórar kartöflur,
skrældar og skornar í
teninga
4 sneiðar beikon
8 bollar kjúklingasoð
1 bolli rjómi
2 msk. hveiti
1/4 bolli mjólk
1-2 tsk. salt
Svartur
pipar á
hnífsoddi
Hvítur pipar á hnífsoddi
Rifinn ostur til að strá yfir
súpuna á diskinum
Fínt skorinn vorlaukur til að strá
yfir
Steikið beikonið þar til það er
stökkt í stórum þykkbotna potti.
Leggið beikonið á pappír og hellið
feitinni úr pottinum en skiljið eftir
u.þ.b. matskeið. Mýkið lauk, gul-
rætur og sellerí í pottinum í 6 mín-
útur og bætið þá kartöflunum út í,
ásamt kryddi og hrærið vel saman.
Bætið 6 bollum af kjúklingasoði
út í, látið suðuna koma upp, lækkið
þá hitann og látið malla í 20
mínútur. Hristið saman mjólk
og hveiti og hellið hægt út í
mallandi súpuna og
hrærið. Smám sam-
an þykknar súpan.
Stappið kartöflurnar vel
og komið svo innihaldi
pottsins yfir í bland-
ara eða notið
töfrasprota til að
mauka vel þar
til súpan verður
mjúk. Bætið þá
restinni af kjúklingasoðinu
út í og rjóma. Kryddið með salti,
svörtum pipar og hvítum.
Berið fram í skálum með rifnum
osti, beikonkurli og skornum
vorlauk.
Uppskriftin er fengin
af www.eatliverun.com
BRENNANDI
HEITT BEIKON
OG RJÓMI
HELGARSÚPAN Sjóðheit súpa á vel við þessa dag-
ana og þar sem rótargrænmetið er komið upp úr
görðum er tilvalið að hafa rjómalagaða kartöflusúpu
í kvöldmatinn með steiktu beikonkurli. Eldið fyrir átta
manns og hitið afganginn upp langt fram í vikuna.
Rjómalöguð kartöflusúpa
með beikoni og rifnum osti.
MYND/ NORDIC PHOTOS GETTY