Fréttablaðið - 15.10.2014, Page 27

Fréttablaðið - 15.10.2014, Page 27
 7 | 15. október 2014 | miðvikudagur til dæmis í fyrra og hins vegar að ávöxtun á eignamörkuðum, og þar af leiðandi ávöxtun fjárfestingar- eigna tryggingafélaganna, virð- ist hafa verið lakari en fjárfestar reiknuðu með í byrjun þessa árs,“ segir Stefán Broddi. Lítil stemming á markaðnum Jóhann Viðar Ívarsson hjá IFS greiningu bendir líka á að arð- greiðslurnar úr félögunum skipti máli, en fl eira komi til. „Þetta er hluti af stemmingunni á markaðn- um. Hlutabréf hafa í það heila held- ur verið að lækka,“ segir hann. Hann segir að IFS hafi tekið saman umfjöllun um markaðinn fyrir viðskiptavini sína í septem- ber og samkvæmt þeirri úttekt höfðu fi mm félög hækkað á aðallist- anum í ár, en meirihlutinn, eða sjö félög, höfðu lækkað. Lækkun á verði tryggingafélaganna sé hluti af þess- ari stemmingu markaðarins í heild. Tryggingafélögin hafi aftur á móti lækkað einna mest félaga í ár og það sé vert að spyrja sig af hverju. „Ég held sjálfur að þau hafi kannski verið fullhátt verðlögð á tímabili,“ segir Jóhann Viðar. Einn- ig beri að líta til þess að ávöxtun eigna, bæði hlutabréfa og skulda- bréfa, hafi verið bágborin það sem af er ári. Þess vegna hafi trygginga- félögunum gengið illa að ávaxta fjármuni sína. „Það eru litlar líkur á því að menn nái einhverri viðlíka ávöxtun á fé í ár eins og í fyrra og hittifyrra,“ segir Jóhann Viðar. Þá hafi stórtjón og hækkandi tjóna- hlutföll orðið til að minna menn á áhættuna í tryggingarekstri og það að tjónahlutföll síðustu ár séu lægri en að jafnaði. Jóhann Viðar segist ekki vilja fullyrða að það hafi verið bóluein- kenni á hlutabréfamarkaði í fyrra og hittifyrra. „Það má alveg deila um það hvort hækkun síðustu ára var merki um eignabólu. En það sem mér fi nnst hins vegar trygg- ara að taka undir er að það er ekk- ert neikvætt að hlutabréf hafi ekki hækkað á árinu 2014. Við höfum verið að skoða kennitölur fyrir íslensku félögin og bera þau saman við það sem gerist í helstu kauphöll- um annars staðar. Íslensk hlutabréf eru ekki lágt verðlögð en þó ekki það hátt að maður vilji segja að það sé bólueinkenni. En þau eru á það háu verði að það var engin sérstök ástæða önnur en höftin til að þau ættu að hækka mikið á árinu 2014,“ segir Jóhann Viðar. Hann segir að menn geti verið sáttir við stöðuna og það sé ekkert að því að eitthvað sem hækki lækki aftur. Það sé því ekkert neikvætt við að það komi smá hik á markaðinn. „Heilt yfi r erum við með býsna hátt verðlag á hlutabréfunum,“ segir Jóhann Viðar. Hann segist líka minna við- skiptavini IFS reglulega á að þegar menn beri saman lykiltölur á Íslandi og á stærri mörkuðum annars staðar séu tvenn meginrök fyrir því að hlutabréf ættu að vera lægri hér. „Í fyrsta lagi vegna þess að við búum við miklu hærra vaxta- stig. Vextir eru mjög lágir á helstu mörkuðum og almennt miklu lægri en hjá okkur. En háir vextir ættu að hafa lækkunaráhrif á hluta- bréfaverð,“ segir Jóhann Viðar. Hin ástæðan sé sú að íslenski markað- urinn sé agnarsmár. „Hann er svo lítill og einhæfur og seljanleikinn svo lítill að þetta á allt að draga úr verðlagningunni,“ segir Jóhann Viðar. GENGI BRÉFA Í TRYGGINGAFÉLÖGUM 35 30 25 20 15 10 5 0 nóv 2013 des 2013 jan 2014 feb 2014 mars 2014 apríl 2014 maí 2014 júlí 2014 ágúst 2014 sept 2014 okt 2014 nóv 2014 FYRSTA KONAN Sigríður Ragna Ólafsdóttir er enn í dag eina konan sem stýrir skráðu félagi. Fréttablaðið/ Valli Ég held sjálfur að þau hafi kannski verið full- hátt verðlögð. KLAKKI SELDI FYRIR TÆPA 1,7 MILLJARÐA Klakki, sem áður hét Exista, seldi í fyrradag 200 milljónir hluta í Vátrygg- ingafélagi Íslands, eða VÍS. Þetta kom fram í flöggun til Kauphallarinnar. Markaðsvirði hlutarins var 1,66 milljarðar íslenskra króna miðað við gengi bréfa þann daginn. Helstu eignir Klakka eru hlutir í VÍS og Lýsingu, en eftir viðskiptin á Klakki um 374 milljónir hluta í VÍS. Markaðsverð hlutarins sem eftir stendur er þá 3,1 milljarður króna. Fyrir viðskiptin var Klakki stærsti hluthafinn með 22,95 prósenta hlut, Lífeyrissjóður verslunarmanna var næstur í röðinni með 9,81 prósents hlut og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild með 6,34 prósent. Nýr hluthafalisti hefur ekki verið birtur. Lífeyrissjóður verslunarmanna er stærsti eigandi Tryggingamiðstöðvar- innar með 9,9 prósenta hlut, Gildi lífeyrissjóður á 6,9 prósenta hlut og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A deild á 6,26 prósenta hlut. Stærstu hluthafar í Sjóvá eru hins vegar SAT eignarhaldsfélag sem á 13,67 prósent, SVN eignafélag sem á 11,68 prósent og Gildi lífeyrissjóður sem á 9,9 prósent. SAT eignarhaldsfélag er svo í eigu þrotabús Glitnis banka og SVN er í eigu Síldarvinnslunnar. Á R N A S Y N IR Bíldshöfða 10 S: 5878888 br.is Engin lántökugjöld á bílafjármögnun í október Bílaleiga Sjóvá VÍS TM 1.593.000.000 kr. 2.503.000.000 kr. 760.000.000 kr. NAFNVERÐ HLUTAFJÁR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.