Fréttablaðið - 15.10.2014, Blaðsíða 40
15. október 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 24
Fíni iPhone-snjallsíminn minn bilaði um helgina. Sem er kannski ekki í
frásögur færandi þar sem ég fer örugg-
lega að eiga Íslandsmet í bilanatíðni
þessara síma (ekki mér að kenna – pott-
þétt galli í hönnuninni).
SNJALLSÍMINN fór í viðgerð og í stað-
inn fékk ég ósnjallan Nokia-síma. Það er
hægt að komast á netið á honum en það
tekur svo langan tíma að ég fer ekki inn á
það, hann er með tökkum og gamla góða
Nokia-hringingin hljómar frá honum.
SNJALLSÍMALEYSIÐ hefur fært mig
aftur til einfaldari tíma þegar maður
gerði eitthvað annað en að stara
stanslaust á símann. Ekkert Snap-
chat eða Instagram til þess að eyði-
leggja einbeitingu eða tölvupóstur og
Facebook-skilaboð að trufla venjuleg-
ar samræður.
ÁN ÞESS AÐ við áttum okkur á því, eða
kannski áttum við okkur alveg á því
en viljum ekki viðurkenna það; þá er
mín kynslóð og kynslóðirnar í kring
nefnilega hættar að lifa eðlilegu lífi.
Við lifum í gegnum símann. Þetta litla
tæki sem færir okkur heiminn í gegnum
skjáinn er nefnilega að skerða lífsgæði
okkar töluvert.
Í STAÐ þess að njóta þess að horfa á
útsýnið tökum við mynd af því, hendum
á það filter og dúndrum því inn á Insta-
gram og bíðum eftir like-um. Við erum
hætt að geta notið þess að borða góðan
mat því við verðum að taka mynd af
honum og deila með heiminum. Partí fara
líka að miklu leyti fram í gegnum síma
þar sem þarf að taka sem flestar myndir
svo allir sjái hvað það er gaman og við
eigum örugglega nóg af minningum frá
gleðinni en á sama tíma gleymum við að
skemmta okkur.
VIÐ ERUM í stöðugu sambandi við
umheiminn en nánast engu við þá sem
eru rétt við hliðina á okkur. Ég er að
segja ykkur það, þessir snjöllu símar eru
að rústa lífi okkar.
ÞÓTT ÉG eigi örugglega eftir að snúa til
snjallsímans á ný þá hefur þetta verið
ágætis áminning um að leggja stund-
um símanum og lifa lífinu – fyrir utan
skjáinn.
Snjallsímaleysið
BAKÞANKAR
Viktoríu
Hermannsdóttur
„Í stórum dráttum ganga sjónvarps-
seríurnar út á að Þjóðverji kemur til
einhvers lands, lendir í alls konar
ævintýrum og verður ástfanginn.
Það sama er uppi á teningnum á
Íslandi,“ segir Fahad Jabali, fram-
leiðslustjóri sjónvarpsmyndarinnar
Sommer im Island, sem þýska sjón-
varpsstöðin ZDF framleiðir.
Myndin er hluti af röð sjónvarps-
mynda frá ZDF sem eru teknar upp
í hinum ýmsum löndum og var á
dagskrá stöðvarinnar síðastliðið
sunnudagskvöld.
Auk leikstjórans, fulltrúa fram-
leiðslufyrirtækisins og kvikmynda-
tökumannsins eru aðalleikkonurnar
þýskar, eða þær Catherine Bode og
Heike Trinker, sem leikur reynd-
ar íslenska konu að nafni Freyja.
Hvorug er stórstjarna en báðar
þekkt andlit í Þýskalandi. Krist-
björg Kjeld, Jóhann Sigurðarson
og Erla Brynjarsdóttir eru í nokk-
uð burðugum hlutverkum, sérstak-
lega Kristbjörg, sem leikur konu
með tengsl við álfa. Aukaleikar-
arnir eru íslenskir. Aukinheldur er
íslenskt landslag í stóru hlutverki.
Í myndinni tala íslensku leikar-
arnir óaðfinnanlega þýsku en radd-
irnar koma að vísu ekki úr þeirra
barka heldur kollega þeirra í Þýska-
landi. Fahad, sem tók að sér fram-
leiðslustjórn Sommer im Island
fyrir TrueNorth ehf., segir allt hafa
verið afskaplega vel undirbúið eins
og Þjóðverja sé von og vísa.
„Veðrið gátu þeir þó ekki skipu-
lagt og fengu sýnishorn af alls
konar veðri. Þeir vonuðust eftir sól
allan tímann en því gátum við auð-
vitað ekki lofað. Myndin er 90 mín-
útur að lengd eins og aðrar í þessari
seríu, sem ZDF hefur gert í mörg-
um löndum,“ segir Fahad. Þótt mest
væri tekið á suðvesturhorninu var
komið víða við, t.d. á Þingvöllum,
bóndabæ rétt hjá Akranesi og í fjör-
unni við Vík. Spurður hvort mynd-
irnar í seríunni séu svolítið í ætt
við svokallaðar póstkortamyndir
fyrir túrista vill Fahad hvorki játa
því né neita. „TrueNorth fékk fyrir-
spurn um fyrirgreiðslu og þjónustu
frá framleiðslufyrirtæki ZDF í des-
ember 2013 og tökur stóðu yfir í 22
daga síðastliðið vor. Allt gekk greið-
lega fyrir sig, enda aðstandendur
myndarinnar vanir menn,“ segir
hann. „Fyrir þá var verkefnið hálf-
gerð rútína, handritið tilbúið, búið að
ráða þýsku leikarana og við búnir að
ráða þá íslensku og aðra starfsmenn
svo sem leikmyndahönnuð og aðstoð-
arleikstjóra.“ valgerdur@frettabladid.is
Íslendingar fengu hlutverk
í rómantískri, þýskri mynd
Sumar á Íslandi er hluti af rómantískri myndaröð þýsku stöðvarinnar ZDF um heimsóknir til ýmissa landa.
Kristbjörg Kjeld og Jóhann Sigurðarsson á meðal leikara. Tökumenn fengu sýnishorn af íslenskri veðráttu.
SPJALLAÐ SAMAN Krist björg Kjeld ásamt aðalleikkonunni Catherine Bode. MYND/ZDF
Söguþráðurinn gengur í stórum dráttum út á að aðalsöguhetjan, Jette,
gengur á land í Stykkishólmi og er fyrr en varir búin að hitta draumaprinsinn.
Í farangri Jette er aska Rosalie frænku hennar, sem einnig hafði hitt sinn
draumaprins þegar hún réð sig í vinnu á Íslandi eftir stríðið. Hún sneri þó
aftur til síns heima – makalaus. Hinsta ósk frænkunnar var að hvíla hjá stóru
ástinni í lífi sínu að jarðvist beggja lokinni. Jette tekur sér fyrir hendur að upp-
fylla ósk frænku sinnar.
➜ Draumaprinsar á Íslandi
➜ Sjónvarps myndin Sumar
á Íslandi hverfist um ástir og
örlög. Álfar, tröll og Eyjafjalla-
jökull koma líka við sögu.
Indírokkarinn Ariel Pink segir að
plötufyrirtækið Interscope hafi
haft samband við sig og beðið hann
um að vinna í nýju plötunni með
Madonnu.
„Þá vantaði eitthvað ögrandi.
Þau vantar alvöru lagasmíðar. Hún
getur ekki einfaldlega fengið ein-
hvern handahófskenndan pródús-
ent til að búa til nýtt teknólag svo
að hún geti hrist sig og þóst vera
20 ára,“ sagði Pink, sem segist telja
að Madonna hafi verið á niðurleið
síðan hún gaf út fyrstu plötuna
sína.
Ummælin kveiktu miklar um-
ræður á Twitter þegar söngkonan
Grimes gagnrýndi Pink harðlega.
„Ranghugmyndirnar og kvenhatr-
ið í Ariel Pink eru einkennandi
fyrir kjaftæðið sem allar konur í
þessum bransa þurfa að kljást við
á hverjum degi,“ ritaði hún.
Umboðsmaður Madonnu svaraði
síðan að hvorki hann né Madonna
hefðu heyrt um Pink. „Hún hefur
ekki áhuga á að vinna með haf-
meyjum.“ - þij
Skaut á
Madonnu
ÁLFABAKKA
AKUREYRI
EGILSHÖLL
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR
THE CONJURING
THE FRIGHT FILE
ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA
GONE GIRL 7, 10
DRACULA UNTOLD 8, 10
SMÁHEIMAR 5:40
WALK AMONG TOMBSTONES 5:40, 8, 10:20
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
-T.V., biovefurinn
-EMPIRE
GONE GIRL KL. 5.45 - 9
THE EQUALIZER KL. 9
PARÍS NORÐURSINS KL. 5.45 - 8 - 10.15
BOYHOOD KL. 5.45
VONARSTRÆTI KL. 6 - 9 Q&A
KL. 4.45 - 8 - 10.15
GONE GIRL LÚXUS KL. 4.45 - 8
DRACULA KL. 5.45 - 8 - 10.30
THE EQUALIZER KL. 8 - 10.45
THE MAZE RUNNER KL. 5.30 - 8
LET́S BE COPS KL. 5.45
PÓSTURINN PÁLL ÍSL. TAL2D KL. 3.30
AÐ TEMJA DREKANN 2 ÍSL. TAL2D KL. 3.30
SMÁHEIMAR 2D KL. 3.30
„TÖ FF, BRENGLUÐ OG Ö GRANDI“
- EMPIRE
„EIN AF ALBESTU MYNDUM ÁRSINS“
-T.V., BIOVEFURINN
-V.J.V, SVARTHÖFÐI.IS
-H.S.S.,MBL
Gísla Dúa Hjörleifssyni ljós-
myndara og danska geðlækn-
inum Mikkel Vossen Rasmus-
sen varð vel til vina þegar þeir
voru nágrannar í Árósum fyrir
fimm árum. Í kjölfarið fóru þeir
í ferðalag um Ísland þar sem Gísli
Dúi var að viða að sér efni í ljós-
myndabók.
„Hugmyndin að vísindaskáld-
sögunni The Lost Astronaut eða
Týnda geimfaranum kviknaði
á ferðalaginu. Við ákváðum að
vinna frekar saman að bók, sem
væri hvort tveggja ljósmyndabók
og vísindaskáldsaga með geim-
fara og íslenska náttúru í aðal-
hlutverkum. Mikkel kom enda
margt undarlega fyrir sjónir
í ferðinni og hafði á orði að sér
liði stundum eins og geimveru á
Íslandi,“ segir Gísli Dúi. „Þess
vegna er bókin næstum því sann-
söguleg,“ bætir hann við.
Þótt Mikkel, höfundur sögunn-
ar, skrifi á dönsku, kemur fyrsta
prentun út í enskri þýðingu. Þeir
félagar hafa verið með bókina í
smíðum í fjögur ár og verkaskipt-
ingin er skýr: Auk þess að taka
ljósmyndirnar sinnir Gísli Dúi
hvers kyns utanumhaldi; mynd-
böndum, auglýsingum og því um
líku. Mikkel er hins vegar höf-
undur sögunnar og jafnframt
fyrirsæta Gísla Dúa. „Það kom
sér vel að hann hafði fjárfest
í grænum geimferðabúningi í
Rússlandi löngu áður en vísinda-
skáldsagan varð að hugmynd.
Hjálminn keyptum við hins vegar
dýrum dómum á netinu,“ segir
Gísli Dúi.
Hugmyndin að baki bókinni
er m.a. sú að hún höfði til túr-
ista, sem geti lesið söguna sér
til ánægju og jafnframt gagns á
ferðum sínum um landið. GPS-
punktarnir við myndirnar eigi
svo að leiðbeina þeim á söguslóð-
ir. Til að eiga upp í útgáfukostnað
leita Gísli Dúi og Mikkel styrktar-
aðila og áheita á Karolina Fund.
- vþj
Ljósmyndari og geðlæknir skrifa skáldsögu
Gísli Dúi Hjörleifsson og Mikkel Vossen Rasmussen skrifa bók um týndan geimfara á Íslandi.
FYRIRSÆTAN Mikkel vísindaskáld-
söguhöfundur og fyrirsæta Gísla Dúa
ljósmyndara.