Fréttablaðið - 15.10.2014, Page 42

Fréttablaðið - 15.10.2014, Page 42
15. október 2014 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 26SPORT FIMLEIKAR „Nú síðustu dagana snú- ast æfingarnar aðallega um að fín- stilla síðustu atriðin,“ segir Ása Inga Þorsteinsdóttir, yfirþjálfari íslensku hópfimleikalandsliðanna, sem verða í eldlínunni á Evrópu- meistaramótinu sem hefst í Laug- ardalshöllinni í dag. Að baki er langur og strangur undirbúning- ur sem hófst með úrtökuprófum í janúar. „Fram að sumri æfðu liðin 2-4 sinnum í viku en frá því í júní hafa þau æft 4-6 sinnum í viku og sum oftar. Þetta hefur gengið svaka- lega vel og verður að gaman að sjá hver útkoman verður.“ Ísland á titil að verja í bæði kvenna- og stúlknaflokki í hópfim- leikum auk þess sem kvennaliðið varð einnig meistari árið 2010. Ása Inga segir að sú reynsla komi sér að góðum notum nú. „Hún gerir það svo sannarlega en þegar svo stutt er í keppni skiptir mestu máli að hugarfar- ið og hausinn sé í lagi,“ segir Ása Inga, sem á von á harðri keppni í öllum flokkum. „Eftir að hafa séð bæði danska liðið og það sænska á æfingum, sem eru sterkustu liðin ásamt okkur, er ljóst að þetta verð- ur hörkukeppni og mun koma til með að ráðast af því hverjir lenda stökkunum sínum best. Þetta verð- ur í raun bara keppni í lending- um,“ segir Ása Inga. Alls er keppt í sex flokkum og á Ísland lið í fimm þeirra. Ísland á einungis ekki fulltrúa í karlaflokki en sendir drengjalið til þátttöku í fyrsta sinn. „Við viljum fyrst og fremst að strákarnir öðlist reynslu af því að taka þátt í svona stóru móti og erum við með örlítið aðrar áherslur fyrir þá,“ segir hún en bætir við að kvenna- og stúlkna- liðin ætli sér vitanlega stóra hluti á heimavelli. „Markmið okkar er að allir geri sitt hundrað prósent. Ef okkur tekst það og við verðum ánægð með þær æfingar sem við gerum þá er góður möguleiki á því að við tökum gull. Og auðvitað ætla þær sér að vinna gullið á heimavelli.“ Ása Inga segir að öll umgjörð í kringum mótið hafi verið til fyrir- myndar en glæsilegri áhorfenda- aðstöðu hefur verið komið fyrir í Laugardalshöllinni. „Nú vant- ar bara Íslendinga í stúkuna. Því miður er enn útlit fyrir að það verði fleiri útlendingar en Íslend- ingar í pöllunum en við vonum að miðasalan taki kipp nú þegar veisl- an byrjar.“ - esá Við viljum verja gullin á heimavelli okkar Evrópumeistaramótið í hópfi mleikum hefst í Laugardalshöllinni í dag. Fimm íslensk lið taka þátt í því. ÁNÆGÐ MEÐ UNDIRBÚNINGINN Ása Inga Þorsteinsdóttir hefur staðið í ströngu síðustu mánuðina. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Mörkin: 0-1 Nicolaj Thomsen (90.), 1-1 Hólmbert Aron Friðjónsson (90.+2, víti). ÍSLAND (4-3-3): Fredrik August Schram - Orri Sigurður Ómarsson, Sverrir Ingi Ingason, Brynjar Gauti Guðjónsson, Hjörtur Hermannsson - Andri Rafn Yeoman, Þorri Geir Rúnarsson, Guðmundur Þórarinsson - Arnór Ingvi Traustason (90. Árni Vil- hjálmsson), Ólafur Karl Finsen (90. Emil Atlason), Hólmbert Aron Friðjónsson. DANMÖRK (4-3-3): Jakob Jensen - Alexander Scholz, Jores Okore, Jannik Vestergaard, Jonas Knudsen - Andreas Christensen, Lasse Christ- ensen, Nicolaj Thomsen - Danny Amankwaa (90. Frederik Sörensen), Youssef Toutouh, Andreas Cornelius. Skot (á mark): 7-19 (1-5) Horn: 1-9 Varin skot: Fredrik 4 - Jensen 0 1-1 Laugardalsv. Áhorf: 2.503 István Vad, Ungverjal. (6) ÚRSLIT D-RIÐILL ÞÝSKALAND - ÍRLAND 1-1 1-0 Toni Kroos (71.), 1-1 John O‘Shea (90.+1) GÍBRALTAR - GEORGÍA 0-3 PÓLLAND - SKOTLAND 2-2 Staðan: Pólland 7, Írland 7, Skotland 4, Þýskaland 4, Georgía 3, Gíbraltar 0. E-RIÐILL SAN MARINÓ - SVISS 0-4 Staðan: England 9, Slóvenía 6, Litháen 6, Sviss 3, Eistland 3, San Marínó 0. F-RIÐILL FÆREYJAR - UNGVERJALAND 0-1 FINNLAND - RÚMENÍA 0-1 GRIKKLAND - N-ÍRLAND 0-2 Staðan: Norður-Írland 9, Rúmenía 7, Finnland 4, Ungverjaland 4, Grikkland 1, Færeyjar 0. I-RIÐILL DANMÖRK - PORTÚGAL 0-1 0-1 Cristiano Ronaldo (90.+5). SERBÍA - ALBANÍA LEIK HÆTT Staðan: Danmörk 4, Albanía 4, Portúgal 3, Serbía 1, Armenía 1. FÓTBOLTI Evrópumeistarar Spán- ar verja ekki titil sinn á EM U21 árs landsliða í Tékklandi næsta sumar. Þeir töpuðu, 1-2, á heima- velli gegn Serbum í umspilinu í gærkvöldi og féllu úr leik á sömu markatölu eftir markalaust jafn- tefli í fyrri leiknum. Spánn hefur unnið síðustu tvö Evrópumót. Svíar komu til baka eftir 2-0 tap gegn Frökkum. Þeir unnu 4-1 í gær og komust á EM ásamt: Ítalíu, Englandi, Þýskalandi, Portúgal, Dönum og vitaskuld gestgjöfum Tékka. Mótið fer fram næsta sumar. - tom Evrópumeist- ararnir úr leik FÓTBOLTI Cristiano Ronaldo var hetja sinna manna í portúgalska landsliðinu í gærkvöldi þegar það vann Danmörku, 1-0, á Parken í Kaupmannahöfn. Markið skoraði Ronaldo með skalla á fimmtu mínútu í upp- bótartíma, en sigurinn var kærkominn eftir tapið óvænta fyrir Albaníu í fyrstu umferð. John O’Shea var einnig hetja sinna manna í írska landsliðinu þegar hann náði í stig fyrir Írana á útivelli með marki í uppbótartíma eftir að Toni Kroos hafði komið heims- meisturunum yfir. Írarnir fögnuðu gífurlega, en þeir eru á toppi riðilsins ásamt Pólverjum með sjö stig. Ótrúlegt atvik kom upp í leik Serba og Albana þar sem dróni með albanska fánann flaug yfir völlinn. Þegar Stefan Mitrovic, miðvörður Serba, tók flaggið niður varð allt vitlaust og þurfti Martin Atkinson, dómari leiksins, að blása hann af. Ronaldo bjargaði Portúgal FÓTBOLTI „Þetta var bara mark. Dómarinn flautar bara ósjálfrátt. Hann veit ekki sjálfur á hvað hann flautar,“ sagði Ólafur Karl Finsen, vængmaður Íslands, um dóminn umdeilda í leiknum. Spurður hvort markmenn væru heilagir svaraði hann:„Mér sýnist það vera þannig. Hann vissi ekki hvað var að. Hann flautaði bara út af einhverju.“ Ljós er að markið hefði komið okkar strákum í góða stöðu þar sem Danir hefðu þurft að sækja enn meira og opna sig til baka. „Þetta hefði farið langleiðina með þetta, en svona er þetta sport. Það er ekki hægt að væla yfir þessu núna. Þetta var mjög erfiður leikur líkamlega og andlega. Mér fannst okkur takast þetta ágætlega. Það var farið af draga af mér í endann,“ sagði Ólafur Karl. Hann segir Danina mjög góða. „Þeir eru mjög sterkir. Það eru kannski einhverjir að vanmeta þá af því að þetta er ekki Spánn eða Portúgal, en þeir hafa sýnt það að þeir eru heimsklassalið. Við þurftum 100% einbeitingu í að halda þeim frá markinu, en því miður tókst þetta ekki alveg,“ sagði Ólafur Karl. - iþs Hann fl autaði bara út af einhverju BROT? Ólafur Karl Finsen var dæmdur brotlegur í þessu atviki. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Ferðalag íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta í undan- keppni EM 2015 tók enda á Laugar- dalsvellinum í gær. Eftir að Íslend- ingar höfðu haldið markinu hreinu í þrjá klukkutíma skoruðu Danir á 90. mínútu. Þar var að verki Nicolaj Thom- sen með skoti af stuttu færi. Íslenska liðinu tókst að jafna leik- inn þegar Hólmbert Aron Frið- jónsson skoraði af vítapunktinum, en það kom of seint. Danir fóru áfram á marki skoruðu á útivelli. Umdeild ákvörðun Leikurinn hefði getað farið á annan veg ef ungverski dómar- inn István Vad hefði dæmt mark Ólafs Karls Finsen á 81. mínútu gilt. Erfitt var að sjá hvað Vad fannst athugavert við markið, en Eyjólfur Sverrisson, landsliðs- þjálfari, var að vonum óánægður þessa ákvörðun: „Þetta er virkilega sorglegt og sérstaklega þar sem við skoruð- um löglegt mark,“ sagði Eyjólfur eftir leikinn, en hann kvaðst stolt- ur af frammistöðu íslenska liðsins í leikjunum tveimur. „Strákarnir voru sprækir í þess- um leik og stóðu sig virkilega vel í einvíginu gegn gríðarlega öflugu liði Dana. Þetta er mjög svekkj- andi og strákarnir áttu meira skil- ið,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Enginn sóknarleikur Líkt og í fyrri leiknum voru Danir mun meira með boltann og stjórn- uðu ferðinni. Þeim gekk samt mun betur að skapa sér færi en í leikn- um í Álaborg. Fredrik Schram, sem stóð í íslenska markinu í stað Rúnars Alex Rúnarssonar sem var meidd- ur, þurfti nokkrum sinnum að taka á honum stóra sínum, auk þess sem dönsku leikmennirnir hittu ekki íslenska markið í upplögðum færum. Sóknarleikur Íslands var, líkt og í fyrri leiknum, varla til staðar. Íslenska liðinu gekk illa að halda boltanum og sóknir þess voru fáar og ómarkvissar. Ekki bætti úr skák að íslensku leikmennirnir fóru illa með föst leikatriði í ein- víginu. Íslendingar áttu sinn besta kafla í einvíginu í upphafi seinni hálf- leiks í gær, þegar boltinn gekk betur og liðið þorði að sækja. „Við tókum vel á því, sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Eyjólfur sem gerði fyrstu skiptingar sínar í einvíginu í uppbótartíma í leikn- um í gær. Spurður um ástæðu þess svaraði hann: „Þetta gekk vel og þá er maður ekki að breyta miklu. Við vorum að velta þessu fyrir okkur. Það voru tveir leikmenn sem voru orðnir lúnir, en þeir eru jafnframt góðar vítaskyttur svo við ákváðum að bíða aðeins og skoða þetta eftir venjulegan leiktíma,“ sagði Eyj- ólfur. Honum gafst því miður ekki tækifæri til þess. ingvithor@365.is Danir gerðu út um drauminn Danmörk tryggði sér farseðilinn á Evrópumót U-21 árs landsliða í Tékklandi á næsta ári á kostnað Íslands. Liðin skildu jöfn á Laugardalsvelli í gær með einu marki gegn einu, en umdeilt atvik hafði mikil áhrif. AFSAKIÐ ÞETTA Stjörnumaðurinn fyrrverandi, Alexander Scholz, þakkar niðurlútum fyrirliða Íslands, Sverri Inga Ingasyni, fyrir leikinn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.