Fréttablaðið - 18.10.2014, Blaðsíða 102
18. október 2014 LAUGARDAGUR| SPORT | 70
DOMINOS-DEILD 2014
STAÐAN
Tindastóll 2 2 0 195:17 4
Haukar 2 2 0 186:16 4
KR 2 2 0 185:164 4
Snæfell 2 1 1 168:154 2
Grindavík 2 1 1 183:172 2
Njarðvík 2 1 1 188:178 0
Keflavík 1 1 0 70:65 2
Þór Þ. 2 1 1 183:193 2
Stjarnan 1 0 1 80:85 0
ÍR 2 0 2 169:186 0
Skallagrímur 2 0 2 140:176 0
Fjölnir 2 0 2 151:194 0
NÆSTU LEIKIR
Mánudagurinn 20. okt: Keflavík - Stjarnan, í
beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
SPORT
HÓPFIMLEIKAR Íris Mist Magnús-
dóttir hefur tvisvar orðið Evrópu-
meistari með íslenska liðinu en
núna fylgist hún bara með stelpun-
um úr stúkunni þar sem hún ákvað
að hætta á síðasta ári.
Íslenska liðið náði öðrum besta
árangri í undankeppninni og
keppir til úrslita í nýju „Fimleika-
höllinni“ í Laugardalnum í dag.
Íris er á fullu að vinna í kringum
mótið og fylgdist að sjálfsögðu
með undanúrslitakvöldinu.
„Þær voru rosalega flottar og
sannfærandi. Það voru þarna smá
hnökrar sem er gott því það er gott
að hafa eitthvað sem hægt er að
laga fyrir úrslitin. Það heldur líka
stressinu frá þegar maður getur
verið að hugsa um einhverja lykil-
punkta,“ sagði Íris Mist. Hún telur
að keppnin um gullið verði á milli
Íslands og Svíþjóðar.
„Þær voru mjög nálægt Svíun-
um þannig að þetta verður svaka-
lega spennandi keppni á morgun
(í dag). Þetta snýst um hvort liðið
tekur réttar ákvarðanir um stökk
og hverju þær ætla að tefla fram á
mótsdag,“ segir Íris Mist.
„Mótið í gær skipti engu máli
því þær voru alltaf að fara að
komast í úrslit. Þær byrja á núlli á
laugardaginn (í dag) og þetta var
því góð æfing fyrir þær að vera
inni í salnum, að vera með áhorf-
endum, prófa stökkin og allt svo-
leiðis í þessari adrenalínsupplif-
un. Það er ekkert gott við að eiga
fullkominn dag í undankeppninni
því þá getur fólk kannski orðið
of rólegt,“ segir Íris Mist og hún
talar þar af reynslu.
Íslensku stelpurnar fengu mik-
inn stuðning í Höllinni og það má
jafnvel búast við enn fleira fólki á
úrslitunum í dag.
„Við höfum alltaf verið með
gott stuðningslið þegar við höfum
keppt úti en aldrei svona rosalegt.
Þær vissu að það voru allir sem
þær þekktu að horfa á þær. Þær
eru óvanar því af því að þær eru
alltaf að keppa í útlöndum þar
sem bara fólk tengt fimleikunum
mætir en ekki vinir og vanda-
menn. Það er mjög skemmtilegt
fyrir þær að fá þá upplifun en
þessar stelpur eru bara það flottar
að þær eru ekki að láta það trufla
sig,“ segir hún.
Íris Mist er vön því að keppa
með íslenska liðinu en nú er hún í
nýju hlutverki uppi á pöllum.
„Ég finn ekki fyrir löppunum
og held eiginlega bara fyrir and-
litið allan tímann,“ segir Íris Mist
hlæjandi og bætir svo við: „Það er
miklu meira stress sem fylgir því
að horfa á í staðinn fyrir að vera
inni á gólfinu. Maður er nefnilega
svo ósjálfsbjarga að horfa á,“ sagði
Íris á lokum. Keppnin hjá íslensku
stelpunum hefst klukkan 13.30 í
dag. ooj@frettabladid.is
Finn ekki fyrir löppunum
og held fyrir andlitið
„Þetta verður svakalega spennandi keppni,“ segir Íris Mist Magnúsdóttir um einvígið á milli Íslands og
Svíþjóðar í kvennafl okki á Evrópumótinu í hópfi mleikum sem fer fram „Fimleikahöllinni“ í Laugardal í dag.
TVÖFALDUR MEISTARI Íris Mist
Magnúsdóttir kom með gull heim af EM
2010 og 2012. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FLOTTAR Á UNDANÚRSLITAKVÖLDINU Íslenska kvennalandsliðið sést hér í dans-
inum á fimmtudagskvöldið. Þær stóðu sig vel á generalprufunni en úrslitin ráðast
síðan í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
HÓPFIMLEIKAR Íslenska stúlkna-
landsliðinu í hópfimleikum tókst ekki
að verja Evrópumeistaratitil sinn í
flokki unglinga þegar úrslitin fóru
fram í gærkvöldi.
Okkar stúlkur fengu í heildina
53,050 í einkunn (21,350 fyrir gólf-
æfingar, 15,40 fyrir æfingar á dýnu
og 16,250 fyrir stökk), og höfnuðu í
þriðja sæti. Danir urðu Evrópumeist-
arar og Svíar fengu silfrið, en danska
liðið vann nokkuð sannfærandi sigur.
Á morgun keppir kvennalandsliðið
til úrslita. - tom
Stúlknalandsliðið
vann brons á EM
BRONS Stúlkurnar ungu vörðu ekki Evrópumeistaratitilinn sem þær unnu í Árósum
fyrir tveimur árum, en þær stóðu sig þrátt fyrir það frábærlega. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FÓTBOLTI Þó það séu komin fjög-
ur ár síðan Lars Lagerbäck hætti
störfum sem landsliðsþjálfari
Svía fylgjast samlandar hans enn
grannt með því sem hann gerir, nú
sérstaklega þegar íslenska lands-
liðið er á toppi A-riðils undan-
keppni EM 2016 með fullt hús stiga
og markatöluna 8-0.
Olof Lundh, íþróttafréttamaður
hjá TV4 í Svíþjóð sem hefur fylgt
sænska landsliðinu eftir um ára-
bil, segir tíma hafa verið kominn
á Lars í Svíþjóð.
„Þegar hann var með landsliðið
hér var hann mjög virtur í lang-
an tíma, en undir lokin var fólk
orðið þreytt á fótboltanum sem
hann spilaði. Því fannst hann ekki
nógu sóknarsinnaður. Hann stýrði
liðinu náttúrulega í 13 ár og fólk
vildi breytingar,“ segir Lund, en
nú eru Svíar að uppgötva Lars upp
á nýtt, bæði í gegnum starf hans
með íslenska landsliðinu og í sjón-
varpinu.
„Hann nýtur enn meiri virðing-
ar núna vegna þess sem hann er að
gera með íslenska landsliðið. Hann
víkur ekki frá sinni hugmynda-
fræði og spilar fótbolta á sinn
hátt,“ segir Lund og heldur áfram:
„Nú hefur hann einnig verið
að starfa sem knattspyrnusér-
fræðingur á VIASAT í tengslum
við Meistaradeildina. Þótt hann
sé svolítið formlegur þar er hann
orðinn mjög vinsæll. Sænska þjóð-
in er svolítið að kynnast honum
aftur. Sumir sakna hans núna, sér-
staklega í ljósi þess hvað íslenska
liðið er að gera þessa dagana og
það sænska komst ekki á HM og
byrjar ekki vel núna.“
Lundh viðurkennir að honum
hafi fundist kominn tími á að Lars
stigi til hliðar, en segir að það
megi deila um hvort það hafi verið
rétt skref að ráða Eric Hamrén.
„Þrettán ár eru langur tími
og Svíar þurftu nýjan þjálfara.
Kannski þurfti Lars líka nýtt
umhverfi því leikmennirnir sem
hann var með höfðu heyrt sömu
röddina ansi lengi,“ segir hann og
hlær við.
Samband Lars við sænsku press-
una er víðfrægt, en það var ansi
stirt á milli hans og sumra blaða-
manna. Lundh segir það hafa byrj-
að strax eftir fyrsta leik.
„Hann og Tommy Söderberg
töpuðu fyrsta leik gegn Spáni, 4-0,
og fyrirsagnirnar í sumum blöðun-
um voru ansi ljótar daginn eftir.
Hann var opinn alveg í byrjun, en
eftir þetta breyttist hann. Það voru
vissir blaðamenn sem hann náði
engan veginn saman við og það
var oft mikil spenna á milli hans
og pressunnar. Báðir aðilar átu sök
í máli þarna,“ segir Lund, en hvað
finnst honum um byrjun Íslands í
undankeppninni?
„Ég hefði aldrei trúað að Ísland
myndi vinna Holland og hvað þá
Tyrkland svona sannfærandi.
Þið eruð með Gylfa Þór Sigurðs-
son sem er heimsklassa leikmað-
ur, en liðið er ekki í heimsklassa.
Það er virkilega virðingarvert að
sjá hvað Lars hefur gert með þetta
lið,“ segir Olof Lundh.
- tom
Svíar eru að kynnast Lars aft ur
Sumir samlandar Lagerbäcks vilja fá hann aft ur í landsliðsþjálfarastarfi ð.
VINSÆLL Lars Lagerbäck er einn vinsælasti maðurinn á Íslandi í dag og hann nýtur
nú meiri virðingar í Svíþjóð en áður vegna stöðu Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
ÚRSLITIN Í GÆR
DOMINOS KARLA Í KÖRFU
FJÖLNIR-NJARÐVÍK 86-110 (46-49)
Fjölnir: Daron Lee Sims 31/8 fráköst, Arnþór Freyr
Guðmundsson 22/5 fráköst, Róbert Sigurðsson
12/5 stoðsendingar, Ólafur Torfason 10/7 fráköst,
Valur Sigurðsson 4, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 3,
Sindri Már Kárason 2, Davíð Ingi Bustion 2.
Njarðvík: Dustin Salisbery 37/8 fráköst, Logi
Gunnarsson 20/4 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson
15, Maciej Stanislav Baginski 12, Ágúst Orrason
7, Mirko Stefán Virijevic 6/4 fráköst, Snorri
Hrafnkelsson 5, Ólafur Helgi Jónsson 4, Oddur
Birnir Pétursson 2.
AUÐVELT Dustin Salisbery fór mikinn
fyrir Njarðvík í gær og skorar hér tvö af
37 stigum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FÓTBOLTI Bjarni Guðjónsson lét af störfum sem þjálfari Fram í
gær, en hann féll með liðið úr Pepsi-deildinni á sinni fyrstu leik-
tíð sem meistaraflokksþjálfari. Úlfur Blandon, aðstoðarmaður
Bjarna, er einnig hættur hjá Safamýrarliðinu.
„Við fall í 1. deild breyttust fjárhagslegar forsendur
samnings knattspyrnudeildar Fram og Bjarna og var það sam-
eiginleg ákvörðun beggja aðila að hætta samstarfinu,“ sagði
í fréttatilkynningu Framara í gær, en þeir höfðu ekki bolmagn
til að greiða Bjarna sömu laun og hann hafði í Pepsi-deildinni.
„Stjórn knattspyrnudeildar hefur þegar hafið leit að eftir-
manni Bjarna og stefnir að því að ganga frá ráðningu nýs
þjálfara hið fyrsta,“ segir enn fremur í tilkynningu Framara.
Bjarni er nú sterklega orðaður við þjálfarastarfið hjá KR, að
því gefnu að Rúnar Kristinsson fari út í atvinnumennsku eins
og líklegt þykir nú þegar þjálfarastarfið hjá Lilleström í
Noregi er laust.
Bjarni hættur hjá Fram