Fréttablaðið - 18.10.2014, Blaðsíða 70
KYNNING − AUGLÝSINGJólahlaðborð LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 20146
Jónatan Logi segir að það sem hafi vakið athygli hans f yrst þegar hann kom á
danskt jólahlaðborð var drykkj-
an. „Ég hef búið hér í tæp tíu ár
og farið á allnokkur jólahlað-
borð. Mér hefur alltaf þótt skrít-
ið hversu mikil áfengisdrykkja
fylgir dönskum julefrokost. Það
er drukkið ótæpilega af Álaborg-
arsnafs og bjór. Þetta er regla á
jólahlaðborðum og þau eru allt-
af makalaus. Það þykir sjálfsagt
í Danmörku að halda makalaus-
ar veislur á vinnustöðum en þær
enda alltaf í miklu partíi. Þetta
svall er einmitt talsvert í um-
ræðunni hér. Íslendingar eru
mun penni í drykkjunni,“ segir
hann.
„Hér í Danmörku halda allir
julefrokost, vinnan, félagarnir,
skólasystkini og fjölskyldan. Það
er sterkt í danskri þjóðarsál að
fara á mörg jólahlaðborð.“
Meira fyllerí
Logi, eins og hann er alltaf
kallaður, segir að hlaðborðið sé
svipað uppbyggt og hér á landi.
„Það eru alltaf nokkrir síldarréttir
og rúgbrauð, grafinn lax, heit lifr-
arkæfa, fiskur, önd og purusteik
svo eitthvað sé nefnt. Svo er ekk-
ert jólahlaðborð án Risalamande
með hindberjasósu. Danir eru
lengi að borða, fara fyrst í forrétt-
inn, síðan aðalréttinn og loks eft-
irréttinn. Að því leyti eru þeir frá-
brugðnir mörgum Íslendingum
sem hlaða öllu á diskinn í einni
ferð. Mér finnst þó munurinn á
íslensku og dönsku jólahlaðborði
vera að hér er þetta miklu meira
fyllerí.“
Það er stemning í kringum
dönsku jólahlaðborðin og um
miðjan nóvember fer allt á fullt.
„Það verður meira að segja
boðið upp á jólahlaðborð í
Refshaleöen, þar sem Eurovision
var haldið, en salurinn tekur um
fimm þúsund manns,“ segir Logi.
„Flestir veitingastaðir bjóða upp
á julefrokost í nóvember og des-
ember.“
Ekki mikið skreytt
Í Danmörku er beðið eftir jóla-
bjórnum með tilhlökkun. Tuborg-
jóladagurinn er 7. nóvember og
að sögn Loga hefst jólagleðin hjá
Dönum þann dag.
„Það er hins vegar ekki mikið
skreytt hér, að minnsta kosti ekki
á heimilum. Rafmagnið er dýrt og
Danir sparsamir. Svo eru þeir svo
hagsýnir að margir eru örugg-
lega búnir að kaupa jólagjafir nú
þegar. Það er þó alltaf jólastemn-
ing á Strikinu og við Ráðhústorgið
í desember en á Þorláksmessu er
enginn á ferli. Ég sakna alltaf ís-
lensku jólanna en við höfum ekki
enn ákveðið hvort við förum heim
í ár,“ segir hann.
Snafsinn er ómissandi á julefrokost
Jónatan Logi Birgisson, íþrótta- og uppeldisfræðingur, býr ásamt sambýliskonu sinni, Valdísi Valgeirsdóttur iðjuþjálfa, og syni þeirra
í Kaupmannahöfn. Jólahlaðborðin þar eru að nokkru leyti frábrugðin þeim íslensku.
Logi, Valdís og sonur þeirra, Birgir Atli, sem er fjögurra ára.
kemur þér í jólaskapið
EYJÓLFUR
KRISTJÁNSSON
Velkomin á
í hjarta Reykjavíkur
Borðapantanir í síma 551 7759
Missið ekki af einstakri upplifun og pantið borð í tíma.
Nóvember
föstudagur 14.
laugardagur 15.
föstudagur 21.
laugardagur 22.
föstudagur 28.
laugardagur 29.
Desember
föstudagur 5.
laugardagur 6.
föstudagur 12.
laugardagur 13.
STÓRGLÆSILEGT JÓLAHLAÐBORÐ
www.restaurantreykjavik.is
Vesturgata 2 - 101 Reykjavík
Það líður að aðventunni og við erum þegar farin að undirbúa
eitt glæsilegasta jólahlaðborð sem sést hefur í Reykjavík.
Veisluborðin munu svigna undan girnilegum og gómsætum
kræsingum. Við höldum í góðar hefðir ásamt því að bæta
spennandi nýjungum.