Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.10.2014, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 18.10.2014, Qupperneq 70
KYNNING − AUGLÝSINGJólahlaðborð LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 20146 Jónatan Logi segir að það sem hafi vakið athygli hans f yrst þegar hann kom á danskt jólahlaðborð var drykkj- an. „Ég hef búið hér í tæp tíu ár og farið á allnokkur jólahlað- borð. Mér hefur alltaf þótt skrít- ið hversu mikil áfengisdrykkja fylgir dönskum julefrokost. Það er drukkið ótæpilega af Álaborg- arsnafs og bjór. Þetta er regla á jólahlaðborðum og þau eru allt- af makalaus. Það þykir sjálfsagt í Danmörku að halda makalaus- ar veislur á vinnustöðum en þær enda alltaf í miklu partíi. Þetta svall er einmitt talsvert í um- ræðunni hér. Íslendingar eru mun penni í drykkjunni,“ segir hann. „Hér í Danmörku halda allir julefrokost, vinnan, félagarnir, skólasystkini og fjölskyldan. Það er sterkt í danskri þjóðarsál að fara á mörg jólahlaðborð.“ Meira fyllerí Logi, eins og hann er alltaf kallaður, segir að hlaðborðið sé svipað uppbyggt og hér á landi. „Það eru alltaf nokkrir síldarréttir og rúgbrauð, grafinn lax, heit lifr- arkæfa, fiskur, önd og purusteik svo eitthvað sé nefnt. Svo er ekk- ert jólahlaðborð án Risalamande með hindberjasósu. Danir eru lengi að borða, fara fyrst í forrétt- inn, síðan aðalréttinn og loks eft- irréttinn. Að því leyti eru þeir frá- brugðnir mörgum Íslendingum sem hlaða öllu á diskinn í einni ferð. Mér finnst þó munurinn á íslensku og dönsku jólahlaðborði vera að hér er þetta miklu meira fyllerí.“ Það er stemning í kringum dönsku jólahlaðborðin og um miðjan nóvember fer allt á fullt. „Það verður meira að segja boðið upp á jólahlaðborð í Refshaleöen, þar sem Eurovision var haldið, en salurinn tekur um fimm þúsund manns,“ segir Logi. „Flestir veitingastaðir bjóða upp á julefrokost í nóvember og des- ember.“ Ekki mikið skreytt Í Danmörku er beðið eftir jóla- bjórnum með tilhlökkun. Tuborg- jóladagurinn er 7. nóvember og að sögn Loga hefst jólagleðin hjá Dönum þann dag. „Það er hins vegar ekki mikið skreytt hér, að minnsta kosti ekki á heimilum. Rafmagnið er dýrt og Danir sparsamir. Svo eru þeir svo hagsýnir að margir eru örugg- lega búnir að kaupa jólagjafir nú þegar. Það er þó alltaf jólastemn- ing á Strikinu og við Ráðhústorgið í desember en á Þorláksmessu er enginn á ferli. Ég sakna alltaf ís- lensku jólanna en við höfum ekki enn ákveðið hvort við förum heim í ár,“ segir hann. Snafsinn er ómissandi á julefrokost Jónatan Logi Birgisson, íþrótta- og uppeldisfræðingur, býr ásamt sambýliskonu sinni, Valdísi Valgeirsdóttur iðjuþjálfa, og syni þeirra í Kaupmannahöfn. Jólahlaðborðin þar eru að nokkru leyti frábrugðin þeim íslensku. Logi, Valdís og sonur þeirra, Birgir Atli, sem er fjögurra ára. kemur þér í jólaskapið EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON Velkomin á í hjarta Reykjavíkur Borðapantanir í síma 551 7759 Missið ekki af einstakri upplifun og pantið borð í tíma. Nóvember föstudagur 14. laugardagur 15. föstudagur 21. laugardagur 22. föstudagur 28. laugardagur 29. Desember föstudagur 5. laugardagur 6. föstudagur 12. laugardagur 13. STÓRGLÆSILEGT JÓLAHLAÐBORÐ www.restaurantreykjavik.is Vesturgata 2 - 101 Reykjavík Það líður að aðventunni og við erum þegar farin að undirbúa eitt glæsilegasta jólahlaðborð sem sést hefur í Reykjavík. Veisluborðin munu svigna undan girnilegum og gómsætum kræsingum. Við höldum í góðar hefðir ásamt því að bæta spennandi nýjungum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.