Fréttablaðið - 18.10.2014, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 18.10.2014, Blaðsíða 96
18. október 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 64 Persónuleg heimildarmynd sem Yrsa Roca Fannberg gerði um móður sína, Salóme E. Fannberg veflistakonu, var valin „Most Moving Movie“, eða sú mynd sem hreyfði mest við áhorfendum, á Szczecin-kvikmyndahátíðinni í Póllandi um liðna helgi. Áður hafði hún, fyrst íslenskra mynda, verið kosin besta norræna heimildarmyndin á Nordisk Pano- rama hátíðinni. Að auki völdu áhorfendur hana bestu myndina á Skjaldborgarhátíðinni. Yrsa útskrifaðist sem mynd- listarmaður frá listaskóla í Lond- on og hóf síðan nám í heimildar- myndagerð í Barcelona. „Eftir að ég útskrifaðist sótti ég um og fékk styrk hjá Kvikmyndamið- stöð Íslands til að gera heimildar- myndina Salóme,“ útskýrir hún. „Mamma er veflistakona, sem hætti að búa til list til að geta sinnt lífinu. Núna heldur listin í henni lífinu. Ég elti hana um allt með kvikmyndavélina í sjö mánuði árið 2010, en varð síðan að taka mér góðan tíma í eftirvinnsluna því samhliða þurfti ég að vinna fyrir mér,“ segir Yrsa, sem starfar á Elliheimilinu Grund. Við gerð myndarinnar hafði Yrsa alla þræði í hendi sér; hand- rit, leikstjórn, stjórn kvikmynda- töku og klippingu, sem hún vann að hluta í Barcelona. „Þótt mynd- in ætti fyrst og fremst að fjalla um ævi og starf mömmu varð hún bara að allt öðru og snýst frekar um samband okkar mæðgnanna, það að gera heimildarmynd og hvernig eigi að fá viðfangsefnið til að gera það sem maður vill að það geri,“ segir Yrsa. En var mamma hennar þæg? „Það kemur í ljós í myndinni,“ svarar hún. Salóme E. Fannberg, sem er afar stolt af dóttur sinni og ánægð fyrir hennar hönd, ætlar sér ekki að mæta á frumsýninguna. Hún tekur sérstaklega fram að „viðfangsefn- ið“ hafi ekki verið fegrað nema síður væri. „Ég er miklu betri og fallegri, að minnsta kosti innra með mér, og alls ekki svona vond, leiðinleg og mikil norn. Í myndinni er eins og ég sé alltaf að ala hana dóttur mína upp,“ segir hún. Við gerð heimildarmyndar af þessu tagi segir Yrsa nauðsynlegt að velta ýmsum siðferðisspurn- ingum fyrir sér og meta hvort og hvaða erindi myndin eigi við aðra. Byggja þurfi upp sanngjarna heild og varast að nota efniviðinn í eigin þágu. „Það er auðvelt að gera bæði sæta og grimma mynd, jafnvæg- ið er erfiðast. Salóme er engin uppgjörsmynd, en ég hafði mjög gaman af vinna að henni. Frá því ég var lítil hef ég aldrei varið eins miklum tíma með mömmu minni og þessa sjö mánuði fyrir fjórum árum.“ valgerdur@frettabladid.is Sigurganga Salóme Heimildarmynd sem Yrsa Roca Fannberg gerði um móður sína, vefl istakonuna Salóme E. Fannberg, hefur unnið til verðlauna á þremur kvikmyndahátíðum. Næst verður Salóme sýnd á kvikmyndahátíð í Kólumbíu, þar sem hún mun taka þátt í keppni, því næst fer hún til Barcelona og Lübeck. Frumsýning á Íslandi er 6. nóvember næstkomandi. ➜ Á kvikmyndahátíð í Kólumbíu Hljómsveitin ADHD ætlar að leggja land undir fót og skella sér í tónleikaferð um landið í tilefni af nýútkominni plötu sinni, ADHD 5. ADHD var mynduð í kring- um blúshátíð Hafnar á Horna- firði árið 2007. Samstarfið gekk vonum framar og í framhaldinu gáfu þeir félagar út sína fyrstu plötu sem var valin djassplata ársins á Íslensku tónlistarverð- laununum. Hljómsveitin ætlar að fylgja nýju plötunni eftir með ferða- lagi um meginland Evrópu í upphafi næsta árs. Hægt verð- ur að fylgjast með ferðalaginu um Ísland á fésbókarsíðu sveit- arinnar. - fb Tónleikaferðalag um Ísland Hljómsveitin ADHD ætlar að leggja land undir fót til að kynna nýja plötu. Ég er miklu betri og fallegri, að minnsta kosti innra með mér, og alls ekki svona vond, leiðinleg og mikil norn. Salóme E. Fannberg MÆÐGUR Yrsa Roca og móðir hennar, Salóme, sem er viðfangsefni heimildarmyndar hennar sem hefur unnið til þrennra verðlauna. FRÉTTABLAÐ IÐ /STEFÁN Þri. 21. okt. 21.00 Drangsnes Mölin Mið. 22. okt. 21.00 Ísafjörður Edinborgarhúsið Fim. 23. okt. 21.00 Akureyri Græni hatturinn Fös. 24. okt. 21.00 Siglufjörður Alþýðuhúsið Lau. 25. okt. 21.00 Borgarfjörður E. Fjarðarborg Sun. 26. okt. 16.00 Höfn Kirkjan Mið. 29. okt. 20.00 Akranes Bókasafnið Fim. 30. okt. 21.00 Grindavík Bryggjan Fös. 31. okt. 21.00 Hafnarfjörður Bæjarbíó M YN D /SPESSI HEFJA TÓN- LEIKAFERÐ Meðlimir ADHD ætla að ferðast í kringum landið á næstunni. TÓNLEIKAFERÐ ADHD PIPA PP PPPA R \\ TBW A TBW A TBW A TBW A SÍA SÍA SÍA SÍA 132 74 3 132 7 32 74 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.