Fréttablaðið - 18.10.2014, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 18.10.2014, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 18. október 2014 | FRÉTTIR | 13 LÖGREGLUMÁL Gæsluvarðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið konu sinni að bana á heimili þeirra í Stelkshólum í lok síðasta mánaðar var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær framlengt um fjórar vikur. Maðurinn mun ekki áfrýja úrskurðinum. Maðurinn neitar enn þá sök en hann heldur því fram að konan hafi tekið eigið líf. Rannsókn lög- reglunnar er að mestu lokið en enn er beðið eftir niðurstöðum úr geð- mati og niðurstöðum krufningar. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni var þrengt að öndunarvegi konunnar svo hún hlaut bana af. Samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins var notað einhvers konar snæri eða band við verknaðinn. Börn hjónanna, 2 og 6 ára, hafa verið vistuð hjá vinafólki fjöl- skyldunnar en unnið er að því að flytja þau út til fjölskyldu þeirra í Póllandi. Áður en það er gert þarf Barnavernd að athuga við hvaða aðstæður þau myndu koma til með að búa þar ytra. - hó Úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald: Aðstæður barnanna skoðaðar GRUNAÐUR Maðurinn var úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæslu- varðhald. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HEILBRIGÐISMÁL Um 4.000 einstak- lingar hafa náð hámarksþakinu sem er á greiðsluþátttöku sjúk- lings innan 12 mánaða tímabils í lyfjagreiðslukerfinu. Í frétt á vef velferðarráðuneyt- isins segir að þessir einstaklingar hafi þar með verið varðir fyrir frekari kostnaði því sjúkratrygg- ingar greiða þar til greiðslutíma- bilinu lýkur lyf viðkomandi að fullu. Um 1.000 samningar hafa verið gerðir um greiðsludreifingu vegna lyfjakaupa einstaklinga. - ibs Lyfjagreiðslukerfið: 4.000 hafa náð hámarksþaki RÁÐSTEFNA Slysavarnafélagið Landsbjörg stendur fyrir alþjóð- legu ráðstefnunni Björgun sem fram fer um helgina í Hörpu. Hún er haldin annað hvert ár og á henni eru fluttir hátt í sextíu fyr- irlestrar sem tengjast leit, björgun og störfum viðbragðsaðila. Innlendir sem erlendir sér- fræðingar ætla þar að deila þekk- ingu sinni og reynslu. Landsbjörg hefur fengið til landsins suma af helstu erlendu sérfræðingunum á þessu sviði. Búist er við að ríflega 800 manns, frá innlendum sem erlendum viðbragðsaðilum, muni sitja ráðstefnuna og er hún þar með orðin ein sú stærsta í þessum geira í heiminum. Setning ráðstefnunnar og opn- unarfyrirlestur fór fram í Norður- ljósasal Hörpu í gær. - glp Björgunarráðstefna fer fram: Sérfræðingar deila þekkingu KJARAMÁL Stjórn Kennarasam- bands Íslands skorar á stjórnvöld að veita samninganefnd sveitar- félaga umboð til að mæta réttmæt- um kröfum tónlistarskólakennara og stjórnenda tónlistarskóla um nauðsynlegar kjaraleiðréttingar. Í ályktun stjórnarfundar KÍ, sem haldinn var í gær, segir að tilboð samninganefndar sveitar- félaga sé algerlega óviðunandi. Harmað er að grípa þurfi til verk- falls og ábyrgðin sögð fyrst og fremst á herðum stjórnvalda. - ibs Ályktun stjórnar KÍ: Mæta þarf launakröfum LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu leitar enn þess eða þeirra sem strengdu vír yfir hjóla- og göngubrú yfir Elliðaárn- ar í lok september. Hjólreiðamaður meiddist illa á öxl og þurfti að leita á slysadeild eftir að hafa hjólað á vírinn. Mað- urinn var með hjálm sem er talið hafa bjargað honum frá frekari höfuðmeiðslum en sauma þurfti tíu spor í ennið á honum. Rann- sókn lögreglu hefur enn engu skilað en slysið átti sér 28. sept- ember síðastliðinn. - vh Rannsókn engu skilað: Leita þess sem strengdi vírinn EKKI FUNDINN Lögregla leitar enn þess sem strengdi vírinn. LÖGREGLUMÁL Tveir menn, sem settir voru í farbann grunaðir um aðild að dauðsfalli á Hvamms- tanga í júní, eru nú frjálsir ferða sinna eftir að hafa verið í far- banni síðan í september. Menn- irnir sátu í gæsluvarðhaldi til 19. júní. Samkvæmt mbl.is hafa nið- urstöður í réttarmeinafræðilegri rannsókn á meintri líkamsárás borist lögreglunni á Akureyri en þær leiddu ekkert nýtt í ljós. -vh Dauðsfall á Hvammstanga: Feðgar lausir úr farbanni ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 7 08 88 1 0/ 14 Njótið þess að ferðast saman og vera til. Icelandair býður hópferðir til fjölmargra áfangastaða austan hafs og vestan. Allar ferðir eru sniðnar að þörfum fólks í góðra vina hópi* og hrista hópinn vel saman. Skipuleggið ferðina tímanlega. Við getum séð um að bóka flug, hótel, rútur, skoðunarferðir og veislur. Leitið tilboða með því að fylla út fyrirspurnarformið á icelandair.is/hopar * Hópur miðast við að 10 eða fleiri ferðist saman. HÓPFERÐIR GEFÐU ÞÉR GÓÐAN TÍMA Í GÓÐRA VINA HÓPI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.