Fréttablaðið - 18.10.2014, Qupperneq 13
LAUGARDAGUR 18. október 2014 | FRÉTTIR | 13
LÖGREGLUMÁL Gæsluvarðhald yfir
manninum sem grunaður er um
að hafa orðið konu sinni að bana á
heimili þeirra í Stelkshólum í lok
síðasta mánaðar var í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær framlengt um
fjórar vikur. Maðurinn mun ekki
áfrýja úrskurðinum.
Maðurinn neitar enn þá sök en
hann heldur því fram að konan
hafi tekið eigið líf. Rannsókn lög-
reglunnar er að mestu lokið en enn
er beðið eftir niðurstöðum úr geð-
mati og niðurstöðum krufningar.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni var þrengt að öndunarvegi
konunnar svo hún hlaut bana af.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðs-
ins var notað einhvers konar snæri
eða band við verknaðinn.
Börn hjónanna, 2 og 6 ára, hafa
verið vistuð hjá vinafólki fjöl-
skyldunnar en unnið er að því að
flytja þau út til fjölskyldu þeirra í
Póllandi. Áður en það er gert þarf
Barnavernd að athuga við hvaða
aðstæður þau myndu koma til með
að búa þar ytra. - hó
Úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald:
Aðstæður barnanna skoðaðar
GRUNAÐUR Maðurinn var úrskurðaður
í fjögurra vikna áframhaldandi gæslu-
varðhald. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HEILBRIGÐISMÁL Um 4.000 einstak-
lingar hafa náð hámarksþakinu
sem er á greiðsluþátttöku sjúk-
lings innan 12 mánaða tímabils í
lyfjagreiðslukerfinu.
Í frétt á vef velferðarráðuneyt-
isins segir að þessir einstaklingar
hafi þar með verið varðir fyrir
frekari kostnaði því sjúkratrygg-
ingar greiða þar til greiðslutíma-
bilinu lýkur lyf viðkomandi að
fullu. Um 1.000 samningar hafa
verið gerðir um greiðsludreifingu
vegna lyfjakaupa einstaklinga. - ibs
Lyfjagreiðslukerfið:
4.000 hafa náð
hámarksþaki
RÁÐSTEFNA Slysavarnafélagið
Landsbjörg stendur fyrir alþjóð-
legu ráðstefnunni Björgun sem
fram fer um helgina í Hörpu.
Hún er haldin annað hvert ár og
á henni eru fluttir hátt í sextíu fyr-
irlestrar sem tengjast leit, björgun
og störfum viðbragðsaðila.
Innlendir sem erlendir sér-
fræðingar ætla þar að deila þekk-
ingu sinni og reynslu. Landsbjörg
hefur fengið til landsins suma af
helstu erlendu sérfræðingunum á
þessu sviði. Búist er við að ríflega
800 manns, frá innlendum sem
erlendum viðbragðsaðilum, muni
sitja ráðstefnuna og er hún þar
með orðin ein sú stærsta í þessum
geira í heiminum.
Setning ráðstefnunnar og opn-
unarfyrirlestur fór fram í Norður-
ljósasal Hörpu í gær. - glp
Björgunarráðstefna fer fram:
Sérfræðingar
deila þekkingu
KJARAMÁL Stjórn Kennarasam-
bands Íslands skorar á stjórnvöld
að veita samninganefnd sveitar-
félaga umboð til að mæta réttmæt-
um kröfum tónlistarskólakennara
og stjórnenda tónlistarskóla um
nauðsynlegar kjaraleiðréttingar.
Í ályktun stjórnarfundar KÍ,
sem haldinn var í gær, segir að
tilboð samninganefndar sveitar-
félaga sé algerlega óviðunandi.
Harmað er að grípa þurfi til verk-
falls og ábyrgðin sögð fyrst og
fremst á herðum stjórnvalda. - ibs
Ályktun stjórnar KÍ:
Mæta þarf
launakröfum
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu leitar enn þess
eða þeirra sem strengdu vír yfir
hjóla- og göngubrú yfir Elliðaárn-
ar í lok september.
Hjólreiðamaður meiddist illa á
öxl og þurfti að leita á slysadeild
eftir að hafa hjólað á vírinn. Mað-
urinn var með hjálm sem er talið
hafa bjargað honum frá frekari
höfuðmeiðslum en sauma þurfti
tíu spor í ennið á honum. Rann-
sókn lögreglu hefur enn engu
skilað en slysið átti sér 28. sept-
ember síðastliðinn. - vh
Rannsókn engu skilað:
Leita þess sem
strengdi vírinn
EKKI FUNDINN Lögregla leitar enn
þess sem strengdi vírinn.
LÖGREGLUMÁL Tveir menn, sem
settir voru í farbann grunaðir um
aðild að dauðsfalli á Hvamms-
tanga í júní, eru nú frjálsir ferða
sinna eftir að hafa verið í far-
banni síðan í september. Menn-
irnir sátu í gæsluvarðhaldi til 19.
júní. Samkvæmt mbl.is hafa nið-
urstöður í réttarmeinafræðilegri
rannsókn á meintri líkamsárás
borist lögreglunni á Akureyri en
þær leiddu ekkert nýtt í ljós.
-vh
Dauðsfall á Hvammstanga:
Feðgar lausir
úr farbanni
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
7
08
88
1
0/
14
Njótið þess að ferðast saman og vera til. Icelandair
býður hópferðir til fjölmargra áfangastaða austan
hafs og vestan. Allar ferðir eru sniðnar að þörfum
fólks í góðra vina hópi* og hrista hópinn vel saman.
Skipuleggið ferðina tímanlega. Við getum séð um
að bóka flug, hótel, rútur, skoðunarferðir og veislur.
Leitið tilboða með því að fylla út fyrirspurnarformið
á icelandair.is/hopar
* Hópur miðast við að 10 eða fleiri ferðist saman.
HÓPFERÐIR
GEFÐU ÞÉR GÓÐAN TÍMA
Í GÓÐRA VINA HÓPI