Fréttablaðið - 18.10.2014, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 18.10.2014, Blaðsíða 34
18. október 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 34 Myndlist Lawrence er af mörgum talin stórmerkileg og sum verk hans seljast á mörg hundruð þús-und dollara. Hann gerir líka minni verk, teikningar á pappír, smámyndir á dagbókarblöð og ýmislegt fleira. Einstök verk hans eru svokölluð upplagsverk, sem gerð eru í mörgum eintökum. En Weiner er þekktastur fyrir stórar textainnsetningar, sem hann sjálfur kallar skúlptúra, og finna má á veggjum innan- og utandyra á opin- berum byggingum í Hong Kong, víða í arabaheiminum og á einkaheimil- um, meðal annars í Reykjavík. Verk Weiners eru auðkennanleg, og oft einföld, eins og textainnsetning þar sem stendur: „MANY COLOU- RED OBJECTS PLACED SIDE BY SIDE TO FORM A ROW OF MANY COLOURED OBJECTS.“ Verk- ið gefur enga hugmynd um raun- verulegan lit, stærð, fjölda eða eðli þessara hluta, en til þess er leikurinn gerður. Meðal annarra verka eru: TWO MINUTES OF SPRAY PAINT DIRECTLY UPON THE FLOOR FROM A STANDARD AEROSOL SPRAY CAN (1968) og A CLOTH OF COTTON WRAPPED AROUND A HORSESHOE OF IRON TOSSED ON THE CREST OF A WAVE (2008). Eins og aðrir konseptlistamenn af sömu kynslóð rannsakaði Weiner leiðir til þess að setja list sína fram á hátt sem ögraði ríkjandi gildum í listum. Eina verkið á sýningu sem hann hélt árið 1968 var bókin State- ments; og þar sem verkið var bara orð, þótti honum engin ástæða til að hafa sýninguna áþreifanlega. Sýn- ingin þótti stórfurðuleg. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og þó að Weiner þyki ekki eins ögrandi á seinni árum verður seint hægt að segja að hann sé hefðbundinn. Sjálfur segist listamaðurinn ekk- ert skilja í því að vera kallaður frum- kvöðull á sviði konseptlistar. „Af hverju er verið að setja einhverja stimpla á mig?“ Lawrence Weiner hefur haldið einkasýningar í virtum galleríum og söfnum um allan heim. Mörg virtustu söfn í heiminum eiga verk eftir hann, meðal annars Hirsh horn í Washing- ton D.C., Institute of Contempor- ary Arts, London, Dia Center for the Arts, New York, Musée d’Art Contemporain, Bord eaux, San Francisco Museum of Modern Art, Walker Art Center, Minnea- polis, Philadelphia Museum of Art, Museum Ludwig, Köln, Deutsche Guggenheim í Berlín, Museo Tam- ayo Arte Contemporáneo í Mexíkó- borg og Tate Gallery í London. Árið 2007 skipulagði Whitney Museum of American Art fyrstu stóru yfirlitssýninguna á verkum Weiners í Bandaríkjunum. Auk þess að hafa gefið út fjölda bóka, hefur hann framleitt kvikmyndir og annað myndefni, til að mynda Beach- ed (1970), Do You Believe in Water? (1976) og Plowman’s Lunch (1982). Lawrence Weiner hefur um ára- bil haft mikil tengsl við Ísland. Verk hans hafa verið sýnd í Safni, sem hjónin Ragna Róbertsdóttir og Pétur Arason eiga. Hann hefur líka sýnt nokkrum sinnum í Galleríi i8, sem er í nánum tengslum við listamann- inn og hefur selt verk hans á alþjóð- legum listamessum. Nú stendur yfir sýning á verkum hans í Galleríi i8 við Tryggvagötu. Sýningin stendur til 29. nóvember. Stórskrýtinn listamaður sem er svo lánsamur að lifa á því Lawrence Weiner er eitt af lykilnöfnum konseptlistar í heiminum. Hann fæddist árið 1942 í Bronx-hverfi New York-borgar, en hann býr og starfar jöfnum höndum á Manhattan og í Amsterdam. Hann er í hópi þekktustu nútímamyndlistarmanna Bandaríkjanna, en sjálfur segist hann vera stórskrýtinn. Lawrence Weiner heldur sýningu í Gallerí i8. „List er fyrir ríkt fólk og konur“ Ég kom ekki af þannig heimili að ég hefði hugmynd um hvað nútímamyndlist væri. Það var enginn með eða á móti, við bara höfðum ekkert með hana að gera. Ég man samt að einu sinni sagði mamma mín við mig þegar ég var sextán ára og á leið í skóla og sagði við hana að ég væri að hugsa um að verða listamaður, en ekki prófessor í heim- speki, eins og þau höfðu öll gert ráð fyrir. Mamma horfði á mig og sagði: „Lawrence, það mun særa þig hjartasári.“ Og ég spurði: „Af hverju?“ Og hún svaraði: „List er fyrir ríkt fólk og konur.“ Ekki hrifinn af stimplum „Ég skil ekkert í þessum konseptlistamanna- stimpli sem ég er með. Ég er ekki hrifinn af honum. Ég held að fólkið sem bjó til þann stimpil hafi viljað að verk þess væru á einhvern hátt að- greind frá verkum annarra. Ég vinn og vinn og vinn Ég fer aldrei út í hádegismat. Ég er ekki hrifinn af hádegismat. Ég skil hann ekki. Hann virðist brjóta upp daginn, og hlutirnir sem ég er að gera virðast alltaf taka einhverjar vikur og ef þú ert byrjaður að vinna að einhverju þá viltu halda því áfram. Þannig að ég vinn og vinn og svo fer eitthvert fólk alltaf út í hádegismat og að gera ein- hverja hluti. Og ég er bara að vinna. Þetta er ekki mjög spennandi. Ég hef aldrei skilið af hverju ég geri alltaf allt brjálað þegar ég geri skúlp- túr innan forms sem er tungumálið. FRÉTTABLAÐ IÐ /G VA LÉT ÚTBÚA FIMMTÍU FISKIKÖR Lawrence sýnir tíu þeirra á sýningunni í i8, en hinum verður dreift út til útgerða til notkunar. Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.