Fréttablaðið - 18.10.2014, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 18.10.2014, Blaðsíða 42
KYNNING − AUGLÝSINGJólahlaðborð LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 20142 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512-5434 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Þegar farið er með vinahópnum eða vinnufélögunum á jólahlaðborð þarf að draga upp sparisjálfið og setja sig í stellingar. Því er ráð að rifja upp almenna borðsiði og kurteisisvenjur. Í bókinni Matur og drykkur eftir Helgu Sigurðardóttur sem kom út árið 1947 er kafli um borðsiði. Þrátt fyrir háan aldur bókarinnar eru borðsiðirnir enn í fullu gildi og eiga erindi við gesti jólahlaðborða. Þar segir meðal annars: ■ Sitjið rétt, hæfilega langt frá borðinu og hafið fæturna við stólinn. ■ Leggið handleggina ekki á borðið. ■ Takið hóflega af eftirmat og öðrum réttum, sem ekki eru ætlaðir til þess að borða sig metta af. (Þetta er sérstaklega gott að hafa í huga í jólaborðstíð.) ■ Matist eins hljóðlega og hægt er og tyggið með lokuðum munni. Sötr- ið ekki. ■ Súpan er borðuð úr hlið skeiðarinnar, en grauturinn úr henni beinni. ■ Ekki má blása á matinn til þess að kæla hann og ekki taka diskinn upp með hendinni. ■ Haldið ekki of neðarlega á skeið, hníf eða gaffli. ■ Látið hnífinn aldrei upp í yður, borðið með gafflinum. ■ Bein og annað skuluð þér taka út úr yður með gafflinum og láta á diskbarminn. ■ Talið ekki með mat upp í yður. ■ Teygið yður ekki yfir borðið eða sessunaut yðar, biðjið heldur um að rétta yður það, sem þér óskið eftir. ■ Það er ekki kurteisi að stanga úr tönnum, þegar aðrir sjá til. Borðsiðir rifjaðir upp Að tala með fullan munn telst ekki til góðra borðsiða. Lögmaðurinn Erla Þuríður Pétursdóttir tilheyrir hópi fólks sem tók upp þá hefð fyrir fimm árum að halda jólahlaðborð í heimahúsi á aðventunni. „Við kynntumst öll í Háskólakórnum fyrir fjórtán árum og höfum haldið hópinn síðan. Við köllum okkur ÁDÍ hópinn sem í seinni tíð útleggst sem Ábyrgir og dugmiklir Íslendingar, þó merkingin hafi reyndar verið önnur í upphafi. Hópurinn hefur stækkað jafnt og þétt, eftir því sem makar hafa bæst í hópinn, og erum við nú 21 talsins,“ segir Erla. Söngurinn sameinar Fyrir fimm árum lagði Erla til að hópurinn tæki upp á því að halda jólahlaðborð. „Þegar fólk eldist, hópurinn stækkar og börn koma til breytist félagslífið. Ég hafði fyrirmynd af jóla- hlaðborði vina í heimahúsi og fannst kjörið að við tækjum frá kvöld þar sem við gæfum okkur góðan tíma hvert fyrir annað.“ Erla segir aldrei hafa komið annað til greina en að hafa jóla- hlaðborðið í heimahúsi. „Söngurinn er meðal þess sem tengir okkur og við tökum alltaf nokk- ur jólalög í röddum. Það væri líklega ekki vel séð á veitingastað.“ Meðlimir hópsins skiptast á að halda boðið. „Við höfum ýmist komið með eitthvað á hlað- borð eða pantað mat. Það hefur svolítið farið eftir önnum hverju sinni. Við erum mörg í kórum og stundum taka æfingar og tónleika- hald mikinn tíma á aðventunni. Þá er gott að sleppa við eldamennskuna,“ segir Erla. Þegar hópurinn hefur eldað sjálfur hefur húsráðandi hins vegar séð um kjötið og hinir komið með forrétti, meðlæti og eftirrétti. Ýmist eldað eða pantað Í fyrra var að sögn Erlu ákveðið að panta. „Ég bý svo vel að eiga ofsalega góða vinkonu í frænku minni og matreiðslumanninum Dóru Svav- arsdóttur á Culinu. Hún hefur komið til okkar í tvígang og verið með standandi forrétt, kjöt- tvennu, meðlæti, súkkulaðimús og fleira góð- gæti. Hún hefur þá komið í kokkabúningnum, verið í forréttinum, græjað upp í aðalrétt og haldið svo á braut. Það hefur gefist mjög vel. Þá hefur hópurinn einu sinni pantað pakistansk- an mat, enda förum við bara eftir því hvernig vindar blása. Stundum sér fólk fram á að vera í mörgum hlaðborðum þar sem boðið er upp á hefðbundinn jólamat og þá getur verið gaman að prófa eitthvað allt annað.“ Leynivinaleikur í lokin Erla segir gaman að vera í heimahúsi og að færa sig á milli heimila á milli ára. „Það er svo gaman að sjá hvernig vinirnir undirbúa sín jól og vitanlega taka allir fram sitt allra fínasta. Við reynum yfirleitt að útbúa langborð og höfum látið aukaborð ganga á milli. Í lok borðhalds- ins erum við svo með leynivinaleik sem setur skemmtilegan svip á kvöldið. Það er einn í hópnum sem dregur leynivin handa hverjum og einum og tilkynnir í leynilegum tölvupósti hverjum á að gefa þetta árið. Allir gefa svo eina gjöf. Undir lok kvöldsins opnar hver og einn sinn pakka og giskar á hver gaf. Syngja raddað yfir borðhaldinu Vinir sem kynntust í Háskólakórnum fyrir 14 árum hafa tekið upp þá hefð að halda jólahlaðborð í heimahúsi á aðventunni. Meðlimir hópsins skiptast á að halda boðið. Órjúfanlegur hluti borðhaldins er að taka jólalög í röddum. Erla segir gott og gefandi að taka frá kvöld fyrir vinina á aðventunni. MYND/GVA kvöldverður í Iðnó 2014 F O R R É T T U R Laufabrauð, rúgbrauð, heimabakað kryddbrauð. Hangikjöts Tartar Síld, fennel, appelsína Heimalagaður grafin lax í rauðbeðum Kjúklingarlifarmús, kryddjurtakrem A Ð A L R É T T U R Andabringa, hindiberja sinnepssósa Gljáður hamborgarhryggur, rauðvínssósa Sykurbrúnaðar kartöflur, rauðkál, eplasalat E F T I R R É T T U R Ris al a Mand Piparkökuís Kr. 8400 Borðapantanir : 562 9700 • w w w.idno. is •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.