Fréttablaðið - 23.10.2014, Qupperneq 28
FÓLK|TÍSKA
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og
þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið
fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Kolbeinn Kolbeinsson, kkolbeins@365.is, s. 512 5447
ATORKUSAMUR Elías situr við og prjónar. Hann ætlar að eiga nóg fyrir jólin. MYNDIR/AUÐUNN AKUREYRI
Elías er uppalinn í Hafnarfirði en þegar faðir hans, Valgeir Berg-mann Magnússon, fékk vinnu
við Vaðlaheiðargöng flutti fjölskyldan
norður á Akureyri. Elías ákvað að klára
tíunda bekkinn í Hafnarfirði og býr því
hjá frænku sinni. Hann var þó í vetrar-
fríi heima á Akureyri þegar blaðamaður
náði tali af honum og hafði prjónað all-
nokkrar slaufur.
Elías hefur vakið athygli fyrir slaufu-
gerðina, síðast í Áslandsskóla þar sem
nemendur söfnuðu fyrir útskriftarferð
með ýmsum hætti. Hann seldi slauf-
urnar sínar sem hann prjónar úr ullar-
og akrýlgarni. Slaufurnar eru í öllum
mögulegum litum og hægt að panta sér
uppáhaldslitinn. Vel gekk að safna fyrir
ferðinni.
SUMARVINNAN
Það er ekki langt síðan hann byrjaði
að gera slaufur. Hugmyndin kviknaði
í júlí í sumar en þá hafði Elías ekki
fengið neina vinnu. Hann sat fyrir utan
Eymundsson á Akureyri og prjónaði
slaufur af krafti sem ferðamenn féllu
fyrir. Slaufurnar eru ódýrar og mestur
hluti ágóðans fer í efniskaup.
„Báðar ömmur mínar kenndu mér
að prjóna þegar ég var 8 ára. Mér hefur
alltaf þótt þetta skemmtilegt. Ég hef
prjónað bæði húfur og trefla en nú eru
það slaufurnar,“ segir Elías. „Ég hef
verið að nota vetrarfríið til að prjóna,
það er ágætt að eiga lager fyrir jólin,“
segir stráksi. „Ég vonast til að selja
einhverjar í jólapakkana. Mig langar
til að útbúa fallegar umbúðir utan um
þær. Fólk getur skoðað slaufurnar á
Facebook-síðunni minni Slaufusmiðjan,“
segir Elías, sem vakti sérstaka athygli
erlendra ferðamanna á Akureyri í sumar
fyrir prjónaskapinn.
SAFNAR FYRIR BÍL
„Mér finnst mjög skemmtilegt að prjóna
slaufurnar og er orðinn fljótur með
hverja og eina. Ég nota síðan buxna-
teygju sem ég klippi til og set tölu á
endann. Það má lengja í teygjunni eftir
því sem þarf,“ útskýrir Elías sem langar
til að safna sér fyrir bíl, enda styttist í
bílprófið. Hann segist vera orðinn svo
þjálfaður í prjónaskapnum að hann getur
horft á sjónvarp og prjónað um leið. „Ég
reyni samt að vanda mig eins og ég get.
Ég vil hafa slaufurnar vel prjónaðar.“
Elías segist hafa gaman af allri list og
hefur gaman af því að skoða myndlist.
Hugurinn stendur þó ekki til listsköpun-
ar í framtíðinni því hann ætlar að verða
verkfræðingur. „Ég er samt ekki búinn
að ákveða hvort ég fari í menntaskóla
hér á Akureyri eða í Reykjavík,“ segir
þessi vinnusami strákur.
■ elin@365.is
NOTAÐI VETRARFRÍIÐ
TIL AÐ PRJÓNA SLAUFUR
LISTAMAÐUR Elías Bergmann Valgeirsson er fimmtán ára nemandi í tíunda
bekk við Áslandsskóla í Hafnarfirði. Þegar hann er ekki að læra situr hann og
prjónar slaufur í öllum regnbogans litum.
ÚRVAL
Hér má sjá að slaufurnar
eru í öllum litum.
Icons & Idols í Los Angeles selur hluti
sem hafa verið í eigu stórstjarna. Í
byrjun nóvember verða föt og fylgihlut-
ir sem verið hafa í eigu Madonnu boðnir
upp. Þar er bæði um að ræða fatnað sem
hún hefur notað á tónleikaferðalögum og
í bíómyndum, til dæmis Evitu frá árinu
1996. Einnig fötin sem hún klæddist
í myndbandi við lagið Material girl
árið 1984. Þá er í boði brúðarkjóll sem
hún klæddist þegar hún giftist leikar-
anum Sean Penn árið 1985. Reiknað er
með að uppboðið muni skila söngkon-
unni milljónum. Uppboðshúsið Icons &
Idols er með ótrúlegt safn hluta frá fræg-
um persónum og má þar nefna klæðnað
frá Beyoncé og Lady Gaga. Einnig er
safn hljóðfæra en þar á meðal er frægur
gítar frá David Bowie. Þarna er einnig
safn þar sem gefur að líta gripi úr eigu
Marilyn Monroe, Johns Lennon, Elvis
Presley og fleiri.
FÖT FRÁ MADONNU Á UPPBOÐI
BLEIKUR FIMMTUDAGUR
Sjá fleiri myndir á
Allar peysur á
5000 kr.
Mikið úrval
Skokkar
5.000 kr.
Margar gerðir
OPIÐ TIL KL 21.
Bæjarlind 6 • S. 554 7030
www.rita.is
NÝ
TT
KO
RTA
TÍM
AB
IL
Við erum á Facebook
RÍTA BÆJARLIND
15 ára
Af því tilefni er 15% afsláttur
af öllum fatnaði hjá okkur
fimmtudag, föstudag og laugardag
Save the Children á Íslandi