Fréttablaðið - 23.10.2014, Side 34

Fréttablaðið - 23.10.2014, Side 34
KYNNING − AUGLÝSINGLagnir, kynding og snjóbræðsla FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 20142 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Jónatan Atli Sveinsson, s. 512 5446, jonatan@365.is Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Danfoss er alþjóðleg sam-steypa. Fyrirtækið var stofnað í Danmörku árið 1933 sem fjölskyldufyrirtæki sem það er enn þann dag í dag. „Hjá Danfoss er stunduð mikil þróun- arvinna sem snýr að stórum hluta að orkusparnaði og því að nýta vel alla orku, hvort sem það er heitt vatn, rafmagn eða sólarorka,“ segir Eðvald Geirsson hjá Danfoss á Íslandi og bætir við að fyrirtæk- ið sé eini framleiðandinn í heim- inum sem framleiðir tengigrindur og varmaskipta ásamt sjálfvirkum stjórnbúnaði fyrir hitakerfi. Varmaskiptar fyrir gólfhita- og ofnakerfi Danfoss á Íslandi hefur sérhann- að tengigrindur með varma- skiptum fyrir íslenskan mark- að, en varmaskiptar nýta orkuna úr hitaveituvatni til að hita vatn í lokuðum ofna-, gólfhita- eða snjó- bræðslukerfum. „Við bjóðum upp á sérhannaðar tengigrindur með varmaskiptum og öllum tilheyr- andi stjórnbúnaði frá Danfoss með búnaði sem áratugareynsla er af við íslenskar hitaveituað- stæður. Þetta er tilbúin eining sem hægt er að setja upp bæði í nýjar og eldri byggingar,“ lýsir Eð- vald. Varmaskiptirinn er tengdur við það kerfi sem fyrir er í hús- inu. Í stað þess að hitaveituvatn- ið fari beint inn í kerfið, til dæmis í ofna eða gólfhitalagnir, þá nýtir varmaskiptirinn hitaveituvatn- ið til að hita vatn sem er í lokaðri hringrás í ofnunum eða gólfhita- lögnunum. „Ávinningurinn er sá að ekki verða útfellingar inni í lögnunum og í ofnunum og því skemmist þetta síður,“ segir hann. Þá hafa utanaðkomandi aðstæð- ur minni áhrif á hitakerfið. „Þó unnið sé í götunni og lokað fyrir vatnið hefur það engin áhrif. Það myndast til dæmis ekki loft í ofn- unum því kerfið er lokað og alltaf sama vatnið í því.“ Eðvald segir ástæðu þess að Danfoss á Íslandi hannaði tengi- grindurnar og lét framleiða hjá Danfoss úti vera þá að íslenski markaðurinn sé sérstakur. „Þau kerfi sem eru framleidd fyrir Evr- ópumarkað passa ekki hér. Úti eru stöðvar sem hita vatnið upp og það verður til hringrás. Vatnið kemur mjög heitt inn í húsið til dæmis, um 90 gráður, og er skilað heitu áfram, um 70 gráðum. Fólk borg- ar aðeins fyrir þá orku sem það notar. Hér er vatninu hent sem búið er að nota og því þurfum við að ná eins mikilli orku út úr vatn- inu og mögulegt er. Hér kemur það kannski inn í 75 gráðum og er hent út um 35 gráðu heitu,“ útskýrir Eð- vald. Varmaskipti fyrir neysluvatn Eðvald segir varmaskipta fyrir neysluvatn algera snilld. „Erlend- is er það þannig að enginn bygg- ir hús nema hafa varmaskipti fyrir neysluvatn og þetta er að verða æ algengara hér á landi,“ segir hann. Með slíkum varmaskipti er heita vatnið sem kemur úr krönunum í raun kalt vatn sem hefur verið hitað með hitaveituvatni í gegn- um varmaskiptinn. Eðvald segir margt til bóta með þessari tækni. „Til dæmis er hægt að stilla niður hitann á vatninu svo enginn brenni sig. Þá er engin lykt af vatn- inu en hitaveitulyktin fer í marga. Stór kostur er að það verða engar útfellingar á sturtuklefum og gler- ið verður ekki matt og ljótt auk þess sem blöndunartækin fá ekki útfellingar og stíflast síður,“ segir Eðvald. Hann bætir við enn einum kosti en það er að geta notað heita vatnið beint í pottinn eða kaffi- könnuna en þannig sparist raf- magn. Vinsælt bæði í nýbyggingar og við endurbætur Tengigrindurnar eru vinsælar í nýbyggingum að sögn Eðvalds en hafa einnig verið settar upp í eldri hús sem er verið að taka í gegn og jafnvel blokkaríbúðum. „Það kom til dæmis til okkar maður sem var að setja upp svona kerfi fyrir neysluvatnið í blokkaríbúðinni sinni. Ástæðan var sú að hann hafði svo mikið ofnæmi fyrir hita- veituvatninu og var kominn með útbrot í hársvörðinn,“ segir Eðvald og bætir við að í hitaveituvatni sé að finna ýmis aukaefni. Þeir sem eru að gera upp eldri hús sjá sér einnig þann kost vænst- an að setja upp tengigrindur. „Oft er verið að skipta um lagnir þar sem þær eru ónýtar, oft vegna út- fellinga og tæringar,“ segir Eðvald. Hann segir hitaveituvatn afar mis- munandi milli sveitarfélaga og á sumum stöðum éti það hreinlega upp ofna. „Fólk vill þannig hugsa fram í tímann og verja lagnirn- ar með varmaskiptikerfum. Það er algjörlega frábær fjárfesting til framtíðar.“ Þægilegt í uppsetningu Lítið mál er að setja upp tengi- grindurnar. „Þetta er mjög þægi- legt í uppsetningu, kemur tilbúið á plötu og hægt að hengja upp með tveimur skrúfum. Lítið mál er að tengja þetta við kerfið sem er fyrir. Það þarf ekki einu sinni að kunna að lesa því það eru myndir þrykkt- ar í plöturnar,“ segir hann glett- inn. Tengigrindurnar frá Danfoss eru seldar í öllum betri bygginga- vöruverslunum um allt land. Að sjálfsögðu má einnig leita upplýs- inga hjá Danfoss. Danfoss, Skútuvogi 6 s. 510 4100 danfoss@danfoss.is www.danfoss.is Frábær fjárfesting til framtíðar Danfoss er eitt stærsta iðnfyrirtæki Danmerkur með útibú um allan heim. Það er leiðandi á sviði hitastjórnbúnaðar og leitast við að lágmarka hráefnis- og orkunotkun með minnstu mögulegu áhrifum á umhverfið og sem bestri nýtingu auðlinda. Danfoss á Íslandi hefur látið sérsmíða tengigrindur með varmaskiptum fyrir íslenskan markað en fjölmargir kostir fylgja slíkum tæknibúnaði. Eðvald Geirsson, tæknilegur söluráðgjafi hjá Danfoss, mælir með því að nota varmaskipta bæði fyrir lokuð hitakerfi og til hitunar á neysluvatni. MYND/VALLI Efsta myndin er af Danfoss tengigrind fyrir lokuð hitakerfi eins og t.d. ofna- og gólf- hitakerfi. Á neðri myndunum má annars vegar sjá Danfoss tengigrind til upphitunar á neysluvatni og hins vegar sýnishorn af Danfoss varmaskiptum. Sundurskorinn varmaskiptir.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.