Fréttablaðið - 23.10.2014, Side 38

Fréttablaðið - 23.10.2014, Side 38
KYNNING − AUGLÝSINGLagnir, kynding og snjóbræðsla FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 20146 Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna hóf starfsemi árið 1979 og hefur alla tíð haft höfuðstöðvar í Reykjavík. Upphaf þekkingar Íslend- inga í jarðhitamálum má rekja til olíukreppunnar árið 1973 en á þeim tíma hófu Íslendingar að leita ýmissa leiða til orkuöflunar í stað þess að stóla á innflutta olíu. Á svipuðum tíma hófst vinna hjá Háskóla Sam- einuðu þjóðanna um stofnun Jarð- hitaskóla og úr varð að Íslending- um var falið það hlutverk að hýsa hann. Síðasta föstudag útskrifaðist þrítugasti og sjötti árgangur Jarð- hitaskólans sem innihélt 29 nem- endur frá fjórtán löndum. Að sögn Málfríðar Ómarsdóttur, umhverfisfræðings Jarð- hitaskólans, hafa samtals útskrifast 583 nemendur frá 58 löndum frá stofn- un skólans. „Til að byrja með voru flestir nemenda okkar frá Kína en undan- farin ár hefur fjölmennasti hópur nemenda komið frá Austur- Afríku, þá helst Kenýa, en það land var það fyrsta sem náði 100 nem- enda fjöldanum núna í ár.“ Íslenska ríkið fjármagnar skól- ann sem hluta af þróunaraðstoð sinni en nemendur skólans koma frá þróunarlöndunum. „Í stað þess að senda fjármagn út í ólík verk- efni var tekin sú ákvörðun á sínum tíma að einblína á þennan kost, að mennta fólk á sviðum sem við Ís- lendingar erum sterk á og flytja þannig þekkingu til landa þar sem hún er ekki til staðar og stuðla þannig að uppbyggingu og þróun í samstarfi við heimamenn. Nem- endur koma því hingað til lands, dvelja hér í sex mánuði við bæði bóklegt og verklegt nám og snúa síðan til baka til heimalands síns. Þar eru þeir skyldugir til að vinna í þrjú ár við ríkisrekin orkufyrirtæki og miðla þannig þekkingunni til baka inn í viðkomandi samfélag.“ Metnaðarfull áætlun Nemendur þurfa að vera frá þró- unarlöndunum, hafa lokið há- skólagráðu og unnið í eitt ár við jarðhita. Einnig verða þeir að vera yngri en 40 ára og tala ensku. „Kennarar skólans eru meðal annars starfsmenn Ís- lenskra orkurannsókna en einn- ig fáum við kennara frá Háskólan- um í Reykjavík, Háskóla Íslands, Orkuveitu Reykjavíkur og ýmsum verkfræðistofum.“ Árangurinn lætur ekki á sér standa að sögn Málfríðar. Stjórn- endur skólans fylgist vel með og séu í góðu sambandi við útskrif- aða nemendur sína. „Í því sam- bandi má nefna góða reynslu sem við höfum af nemendum okkar frá Kenýa. Margir nemenda okkar frá þessum slóðum hafa náð miklum frama innan orkugeirans, meðal annars eru margir yf ir menn helstu jarðhitafyrirtækja í Kenýa f yrrverandi nemendur okkar. Raunar er mikill drifkraftur í jarð- hitamálum í Kenýa en þar hefur ríkis stjórn landsins sett fram metnaðarfulla áætlun um fram- leiðslu á 5.000 megavöttum fyrir árið 2030. Þannig kemur Jarð- hitaskólinn með beinum hætti að þeim áformum með þjálfun sinni en mikil eftirspurn er eftir þjálf- un starfsfólks í jarðhitageiranum þar í landi.“ Auk þess heldur skólinn árleg námskeið fyrir jarðhitasérfræð- inga í Kenýa fyrir Austur-Afr- íku og í El Salvador fyrir Suður- og Mið-Ameríkulöndin en nám- skeiðin eru hluti af framlagi Íslands til þúsaldarmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Flytja út dýrmæta þekkingu Tæplega 600 nemendur frá 58 löndum hafa útskrifast úr Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna sem hefur höfuðstöðvar hér á landi. Dýrmæt þekking Íslendinga flyst til landa þar sem sem hún er ekki til staðar og stuðlar að uppbyggingu í samstarfi við heimamenn. Nemendur heimsóttu jarðhitavirkjun á Reykjanesi. CO flux-mæling við Bláa lónið á Reykjanesi. MYNDIR/ÚR EINKASAFNI Málfríður Ómarsdóttir Mikil þægindi eru fólgin í því að geta nýtt afrennsli ofna til upp- hitunar á innkeyrslu og gang- stéttum við hús. Snjóbræðslukerfi draga úr slysahættu, auka verðgildi húsa og minnka vinnu við snjómokst- ur. Bakrennsli vatns sem kemur frá ofnakerfum húsa er um 30 til 40°C heitt og í því fólgin talsverð orka. Sé bakrennslisvatnið nýtt í snjóbræðslu er nauðsynlegt að skerpa á hitastigi þess með inn- spýtingu á fullheitu vatni beint frá hitagrind til að auka afköst snjóbræðslunnar í vetrarhörkum. Hitastig snjóbræðsluvatns, þegar það hefur runnið í gegnum snjóbræðslukerfið, má ekki vera lægra en 10 til 12°C vegna frost- hættu í lagnakerfunum. Stór snjóbræðslukerfi eru alla jafna í lokuðu kerfi. Þá er settur frostlögur á kerfin og hann hit- aður upp með hitaveituvatni í varmaskipti. Hafa skal samband við fagmann við hönnun snjó- bræðslukerfa því stærð kerfis er háð stærð húsa og kröfum sem gerðar eru til afkasta kerfisins. Þá skiptir lagning, þvermál og gerð röra miklu máli, dýpt á röri, undir lag og fleira. Heimild: hsveitur.is Snjórinn bræddur burt Snjómokstur er góð heilsurækt en tímafrek og því þægilegt að hafa snjóbræðslukerfi í innkeyrslunni heima. Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177 hafðu það notalegt vottun reynsla ára ábyrgð gæði miðstöðvarofnar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.