Fréttablaðið - 23.10.2014, Page 50

Fréttablaðið - 23.10.2014, Page 50
23. október 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 30 BÆKUR ★★★★ ★ Þegar dúfurnar hurfu Sofi Oksanen, þýðing Sigurður Karlsson MÁL OG MENNING Það er ekki alltaf einfalt fyrir les- anda að halda í alla þræði nýjustu skáldsögu Sofi Oksanen. Fyrir því eru ýmsar ástæður: rétt eins og síð- asta skáldsaga Oksanen, Hreinsun, fjallar sagan um sögu Eistlands á 20. öld en landið á það sameigin- legt með nágrannaríkjum sínum við Eystrasaltið og mörgum öðrum löndum og landsvæðum Austur- Evrópu að hafa öldum saman verið undir valdi ólíkra stórvelda í austri og vestri. Þegar dúfurnar hurfu er söguleg skáldsaga sem gerist á árunum frá 1941 til 1966 og á sögu- tímanum er Eistland fyrst undir valdi Sovétríkjanna, svo hernum- ið af Þjóðverjum frá 1941 til 1944 og loks hluti af Sovétríkjunum. Það eykur svo á flækjustigið að fyrir- ferðarmesta persóna sögunnar – þótt hann sé langt frá því að vera söguhetja – skiptir um nafn í sög- unni til dulbúnings. Sagan hverfist um tvo karla og eina konu sem í upphafi sögunnar búa í eistneskri sveit, Juud it bíður þar ásamt öðrum konum milli vonar og ótta eftir því að eiginmenn og unnustar snúi aftur úr bardög- um eistneskra þjóðernissinna við Rússa. Eiginmaður hennar, Edgar, og frændi hans Roland eru meðal þeirra. Við fylgjum þessum þrem- ur í gegnum söguna, Roland er stað- fastur í baráttu sinni fyrir frjálsu Eistlandi, en um Edgar gegnir öðru máli, hann er tækifærissinni og eiginhagsmunaseggur af versta tagi, ávallt tilbúinn að fórna öðrum til að komast af sjálfur eða komast til metorða innan kerfisins hvort sem nasistar eða kommúnistar eru við stjórnvölinn. Saga og samskipti Juuditar sjálfrar við valdið eru flóknari og eiginlega ekki hægt að endursegja sögu hennar án þess að eyðileggja þá spennu sem byggð er upp í sögunni. Þegar dúfurnar hurfu er ekki spennusaga í hefðbundnum skiln- ingi en spennan er umtalsverð og undir lokin kemur í ljós að sagan er hugvitsamlega fléttuð með afhjúp- unum og óvæntum endalokum. En þótt sagan sé spennandi á yfirborð- inu þjónar fléttan líka þeim tilgangi að sýna hvernig saga einstaklinga á stríðstímum og undir alræðisstjórn getur fléttast saman á óvæntan hátt. Sagan lýsir því á grimmilegan en hrífandi hátt hvernig sagan getur mótað fólk en hún fjallar ekki síður um það hvernig einstaklingarnir móta söguna með því að muna, skrá- setja, segja frá – og ljúga. Sigurður Karlsson þýðir bókina úr finnsku og ekki getur undirrit- aður metið þýðinguna út frá frum- textanum. Þýðing Sigurðar skilar oft mögnuðum texta, en stundum framandlegum og nokkuð sérvisku- legum, sem getur bæði talist kostur og galli. Jón Yngvi Jóhannsson NIÐURSTAÐA: Spennandi og grimmi leg úttekt á því hvernig smáþjóð og einstaklingarnir innan hennar verða leiksoppar sögunnar– og hver annars. Á valdi sögunnar Strengir er sviðslistaverk sem skoðar hvað er á bak við tjöldin í leikhúsi og við listsköpun. Öllum listformum er blandað saman og vinnuferlið verður að einu heildar- verki sem sett er upp í átta rýmum Tjarnarbíós. „Hugmyndin er um það bil ársgömul en við byrjuðum að vinna þetta með vinnustofum í júní í sumar,“ segir Vala Þórsdóttir, leikstjóri sýningarinnar. „Þá feng- um við fleiri listamenn með okkur og verkið fór á flug.“ Verkið er eftir Vinnsluna en 24 listamenn koma að uppsetning- unni í heild sinni – leikarar, dans- arar, tónlistarmenn, búninga-, leikmynda-, ljósa-, tækni- og sviðs- myndahönnuðir, dramatúrg, svið- stjórar, sýningarstjórar, smitberi, myndlistarmenn, framleiðandi og barstjóri. Vala er beðin að útskýra hvað Vinnslan standi fyrir. „Þetta er listahópur og við erum sjö í honum,“ segir hún. „Við stofnuðum þennan hóp fyrir rúmlega tveimur árum þegar flest okkar fluttu heim eftir nám í London. Við höfum öll áhuga á því að geta sett saman alls kyns margmiðlunarverk þar sem unnið er með alla miðlana, en líka á því að búa til vettvang fyrir fleiri listamenn til að sýna sín verk. Það höfum við gert með svokölluðum Vinnslukvöldum þar sem við höfum boðið áhorfendum að koma og fylgj- ast með sköpuninni.“ Strengir eru fyrsta verkið sem Vinnslan setur upp og stendur sýn- ingin frá klukkan 19 til 23. Áhorf- endur ferðast frjálst milli rýma og upplifa og taka þátt í verkinu á eigin forsendum. „Tíminn er stórt atriði í sýningunni því verk- ið fjallar um vinnuferlið,“ útskýrir Vala. „Áhorfendur geta mætt hve- nær sem er, farið hvenær sem er, gengið í gegnum rýmin aftur og aftur og upplifað þróunina á sínum hraða. Þótt þetta sé sviðslistaverk þá er það sett upp eins og mynd- listarsýning þannig að áhorfand- inn ræður ferðinni alveg sjálfur og hver og einn fær mismunandi upp- lifun af verkinu.“ - fsb Áhorfandinn ræður ferðinni Vinnslan frumsýnir í kvöld sviðslistaverkið Strengi í Tjarnarbíói. 24 listamenn úr ýmsum listgreinum koma að uppsetningunni en leikstjóri er Vala Ómarsdóttir. VINNSLAN Vala Ómarsdóttir og hluti hópsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Við stofnuðum þennan hóp fyrir rúmlega tveimur árum þegar flest okkar fluttu heim eftir nám í London. „Þetta er eiginlega alls ekki glæpasaga,“ segir Stefán Máni um nýja skáldsögu sína Litlu dauð- arnir. „Þetta er dramatísk saga þar sem hrunið er sviðsmyndin. Innblásturinn var ekki banka- hrunið sem slíkt heldur fjallar bókin meira um hrun gilda, hrun einstaklings og hans umhverfis. Ég er sjálfur miklu meira fyrir það að bækur séu spennandi held- ur en spennusögur sem slíkar. Það þarf ekkert að fjalla um morð á fólki eða rannsókn sakamála til að byggja upp spennu.“ Þýðir það að þú sért búinn að snúa baki við Herði Grímssyni og glæpasagnaforminu? „Alls ekki, Hörður er í sjúkraleyfi eins og er en hann á meira inni hjá mér en svo að ég segi alveg skilið við hann,“ segir Stefán Máni og hlær. „Það var orðin rík þörf hjá mér að breyta svolítið til og gera eitt- hvað öðruvísi. Leiðarstefið í þess- ari sögu eru svik, leyndarmál og lygar en ekki morð og misyndis- verk. Þetta gerist allt á fínlegra tilfinningasviði.“ Litlu dauðarnir fjalla um háskólamenntuð hjón í Þingholt- unum, þau eiga lítið barn, hann hefur góða vinnu í banka og á yfirborðinu er allt slétt og fellt. „En fortíðin kraumar þarna undir og þegar hrunið verður til þess að heimilisfaðirinn missir vinnuna fer að bresta dálítið hressilega í þessu öllu saman,“ segir Stefán. „Þá kemur í ljós að þetta fína líf er nú svolítið leikrit. Hann segir til dæmis ekki konunni sinni frá því að hann hafi misst vinnuna og fer út í brask og vitleysu til að hún komist nú ekki að því að hann sé ekki þessi mikli skaffari sem hann hefur gefið sig út fyrir að vera. Lygarnar og feluleikurinn vinda mjög hratt upp á sig og ver- öld hans verður að martröð sem hann hefur enga stjórn á.“ Óttastu ekkert að aðdáendum þínum finnist þú vera að bregð- ast þeim með því að skrifa ekki harðsoðinn krimma? „Nei, ég óttast það ekki. Ég óttast mikið meira að staðna sem rithöfund- ur, fara að hjakka í sama farinu og skrifa um sömu persónuna ár eftir ár. Það finnst mér mun hræðilegri tilhugsun. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta bók eftir mig og hún er fjandi spenn- andi. Ég er farinn að horfa meira í eigin barm: Hvert er ég að fara sem höfundur? Hvað langar mig að gera? Hvernig get ég haldið loganum lifandi?“ Þetta er fyrsta bókin þín hjá nýjum útgefanda, var sá gamli óhress með að þú snerir þér frá glæpasagnaforminu? „Hann fékk ekkert að sjá þessa bók. Breyting- in var bara hluti af þessari þörf minni til að endurfæðast algjör- lega. Ég er mikill grasrótarmaður og þegar ég fór frá Eddunni, sem var svona bákn, á sínum tíma þá var mjög gott fyrir mig að koma til Forlagsins sem var þá grasrót- arfyrirtæki sem ætlaði sér stóra hluti. Eftir að það rann saman við Edduna var ég aftur kominn í báknið með öllum hinum höf- undunum og mér finnst það ekki gott. Það hentar mér betur að vera í minna umhverfi og í nánu sam- bandi við útgefandann.“ Þú hefur einokað Blóðdropann, íslensku glæpasagnaverðlaun- in, undanfarin ár, þessi bók mun sem sagt ekki koma til greina við þær tilnefningar? „Ég þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því, það er þeirra sem um það fjalla að ákveða það. Ég fékk til dæmis fyrsta Blóðdropann fyrir Skipið og það kom mér mjög á óvart því ég taldi mig ekki vera að skrifa glæpasögu þar. Ég læt öðrum það alveg eftir. Ég er búinn að fá þrjá Blóðdropa og það er falleg hilla hjá mér.“ fridrikab@frettabladid.is Hræðileg tilhugsun að hjakka í sama fari Ný skáldsaga Stefáns Mána, Litlu dauðarnir, kemur út í dag. Þar kveður við nýjan tón hjá Stefáni, sagan er ekki glæpasaga heldur dramatísk lýsing á hruni heims einstaklings. „Þarf ekki morð til að byggja upp spennu,“ segir höfundurinn. STEFÁN MÁNI „Ég er farinn að horfa meira í eigin barm: Hvert er ég að fara sem höfundur? Hvað langar mig að gera? Hvernig get ég haldið loganum lifandi?“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Lygarnar og feluleikurinn vinda mjög hratt upp á sig og veröld hans verður að martröð sem hann hefur enga stjórn á. Saxófónleikarinn Sigurður Flosason og söngkonan Kristjana Stefánsdóttir halda útgáfutónleika í Fríkirkjunni við Tjörnina í kvöld klukkan 20 í tilefni af útkomu geisladisksins Í nóttinni. Diskurinn inniheldur fjórtán ný lög eftir Sig- urð við ljóð eftir Aðalstein Ásberg Sigurðs- son. Auk Kristjönu og Sigurðar leika þeir Eyþór Gunnarsson á píanó, Richard And- ersson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. Nýr geisladiskur með lögum Sigurðar Flosasonar: Sigurður og Kristjana fagna útgáfu í Fríkirkjunni MENNING

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.