Fréttablaðið - 23.10.2014, Síða 58

Fréttablaðið - 23.10.2014, Síða 58
23. október 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 38 ? @ „Þetta er ungt og djarft,“ segir Helga Olafsson, eigandi vefversl- unarinnar Lasta Shop, sem efnir til „pop-up“-veislu í Maníu á morgun ásamt Svölu „Kali“ Björgvinsdótt- ur, í tilefni af þriðju fatalínu henn- ar, Kali. Mikil spenna ríkir í kringum opn- unina vegna þess hversu óvenjulega Svala klæðir sig en hún er þekkt fyrir djarfan og nútímalegan stíl. „Það er gaman að geta sýnt þessa línu á Íslandi enda sést hvernig Svala klæðir sig sjálf og hún hann- ar eftir því,“ segir Helga. Svala er mjög spennt fyrir nýju fatalínunni. „Mig langaði að gera línu sem væri töffaraleg og með sterkum línum,“ segir Svala, sem vill tengja Kali við fyrri fatalínur svo að hægt sé að nota fötin á mis- munandi vegu. Maríu Birtu Bjarna- dóttur, eiganda Maníu, finnst æðis- legt að fá línuna í búðina. „Þetta er rosalega flott „collection“ hjá henni. Síðan er þetta skemmtilegt út af tengslum okkar,“ segir María Birta, en kærasti hennar, Elli Egils- son, er bróðir Egils „Mega“ Einars- sonar, eiginmanns Svölu. - þij Svala Björgvins með „pop-up“ Lasta Shop og Svala Björgvinsdóttir efna til veislu í Maníu í tilefni nýrrar línu. UNGT OG DJARFT Svala er þekkt fyrir djarflegan stíl. MYND/KATRÍN OLAFSSON LÍFIÐ 23. október 2014 FIMMTUDAGUR Öpp sem einfalda lífi ð Þjáist þú af valkvíða? Er ekkert skipulag á óskipulaginu? Áttu það til að villast í stórborgum? Gleymir þú innkaupalistanum heima? Ertu búinn að gefast upp á að leita að draumafl íkinni? Ef svarið við einhverri af þessum spurningum var já, þá ertu á réttum stað. Fréttablaðið tók saman átta öpp sem gætu bjargað þér á ögurstundu, eða bara hjálpað þér að leysa úr lúxusvandamálunum dagsins. Urban dictionary Ha? Hvað? Bro? Ertu farinn að halda að barnið þitt tali annað tungu- mál? Ertu að vinna með tvítugum krökkum sem tala bara í stikkorðum? Skilur þú ekki helminginn af því sem börnin þín skrifa á Facebook eða lesa á Tumblr? Urban diction- ary kemur þá til bjargar. Öll nýyrðin og stikkorðin sem þig vantar. Tie Right Ertu að fara í brúðkaup? Er fyrsta stefnumótið í kvöld? Nú eða er tengdó að bjóða þér í mat í fyrsta sinn? Hljóma orð eins og Windsor, Hálfur Windsor og „The Four In Hand Knot“ líkt og geimvísindi í þínum eyrum? Tie right kennir þér á einfaldan og snjallan hátt hvernig þú átt að hnýta bindishnúta og slaufur, líkt og þú hafir aldrei gert neitt annað. iStudiez Október er að klárast, það styttist óðum í jólaprófin og þú hefur ekki hugmynd um hvar skóladagbókin er. Hvað þá námsáætlunin. Ekki örvænta, Það er ekki orðið of seint að girða sig í brók og taka námið og skipulagið með trompi! Þú getur hætt að kenna hundinum þínum um léleg verkefnaskil, iStudiez tekur skipulagið þitt í nýjar hæðir. The Hunt Æ, varstu að horfa á þátt og getur ekki hætt að hugsa um jakkann sem aðalpersónan var í? Eða sástu kjól á Pinterest sem þú bara verður að eignast! Ekkert mál, taktu mynd af flíkinni, settu hana inn í appið og þú færð að vita hvar þú getur eignast draumaflíkina. Það er svo gott að geta leyst þessi lúxusvandamál á auðveld- an hátt. Ulmon Þegar þú ert í Róm þá áttu að vera upptekinn af því að njóta, en villast ekki. Í París áttu að skoða Sacré Cœur, ekki eyða deginum í að leita að henni. Ulmon er besti ferðafélagi sem þú munt nokkurn tíma eignast. Þú velur þinn áfangastað og færð GPS, leitarvél, neðanjarðarlesta- kort og fleira. Mundu bara að sækja appið áður en þú ferð og pinna niður áhugaverða staði. Og það virkar án netsambands. iChoose færðu valkvíða í matvöru- versluninni? Er erfitt að velja númer af handahófi? Rautt eða blátt? París eða London? Þetta app gefur þér svör við þessu öllu. Já eða nei, velur tölu frá 1-10 og svarar þér hvort pitsa eða sushi er málið í kvöld- matinn. Og að sjálfsögu er skæri blað steinn í appinu líka, hvað annað! Photomath Ertu að reikna? Gleymdu gamla góða Casio, hér erum við að tala um myndavélavasareikni. Ertu ekki viss um að X sé jafnt og tveir? Er barnið þitt að læra heima og spyr þig hvort svarið við dæminu sé rétt og þú hefur ekki hug- mynd um það? Photomath tekur mynd af reiknings- dæminu og skilar þér réttu svari á augabragði og þú virkar skarpari en skólakrakki. Allir glaðir. Shopshop Viðurkenndu það bara. Þú gleymir alltaf innkaupa- listanum heima. Hins vegar gleymir þú aldrei símanum. Þú skrifar inn- kaupalistann heima í appið og strikar svo vörurnar út af listanum jafnóðum. Ef það liggur þannig á þér þá máttu líka hrista símann til að hreinsa listann. Pör geta deilt innkaupalista og jafn- vel bætt á hann á meðan hitt er að versla. Hins vegar má deila um hversu sniðugt það er. Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðs- son semur tónlistina fyrir leikverk- ið Útlenski drengurinn eftir Þórarin Leifsson. Verkið verður frumsýnt í Tjarnarbíói á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember næstkomandi, en leik- hópurinn setur verkið upp í leik- stjórn Vigdísar Jakobsdóttur. Um er að ræða gamanleik með alvarlegum undirtóni. Verkið fjallar um Dóra litla sem er vinsælasti strákurinn í bekknum þangað til hann er látinn taka svokallað Pítsa- próf sem snýr lífi hans á hvolf. Dóri er sviptur grundvallarmannrétt- indum og látinn bíða örlaga sinna inn í myrkvaðri skólastofu. Verkið fjallar meðal annars um ríkisfang, einelti og þá tilfinningu að upplifa sig utangarðs. Jónas og Þórarinn hafa þekkst lengi en þeir bjuggu báðir í Dan- mörku á sama tíma og umræða um innflytjendamál náði þar hámarki og hafði áhrif á þá báða. - þij Jónas semur fyrir Útlenska drenginn Nýtt leikverk fj allar um ríkisfang, einelti og innfl ytjendur JÓNAS SIGURÐSSON Sló eftirminnilega í gegn með laginu Hamingjan er hér árið 2010. MYND/SPESSI TREND Klassískt og klikkar aldrei Margir eru lítt hrifnir af því að klæðast litum. Oftar en ekki verða þá svartur og hvítur fyrir valinu, en sú samsetning þarf alls ekki að vera leiðinleg. Einfalt er oft best.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.