Fréttablaðið - 23.10.2014, Page 61
FIMMTUDAGUR 23. október 2014 | LÍFIÐ | 41
Kate Bush segir að endurkomu-
tónleikar hennar í London hafi
verið ein „ótrúlegasta upplifun“
lífs síns. Á heimasíðu sinni þakk-
aði hún öllum sem komu að horfa
á hana og „urðu hluti af þessari
sameiginlegu upplifun“.
Bush, sem er 56 ára, kom fram
á 22 tónleikum sem seldist upp á
í höllinni Hammersmith Appolo
í London. Á síðunni talaði hún
ekkert um hvort hún ætlaði að
koma aftur fram á tónleikum
en þetta var í fyrsta sinn í rúma
þrjá áratugi sem hún steig á svið.
Tæplega 78 þúsund miðar seldust
á tónleikaröðina sem stóð í fimm
vikur.
Bush þakkar
aðdáendum
KATE BUSH Það seldist upp á 22
tónleika sem söngkonan hélt í London.
NORDICPHOTOS/GETTY
Listamennirnir Aðalsteinn Eyþórs-
son, Jón Pálsson og Brynjólfur Óla-
son tóku nýverið höndum saman og
stofnuðu samtökin Höfundaútgáf-
an og í tengslum við hana vefsíð-
una hofundur.net.
„Markmiðið er að vera vettvang-
ur höfunda skáldverka, fræðirita,
tónlistar og sjónrænna lista sem
vilja gefa verk sín út sjálfir milli-
liðalaust,“ segir Aðalsteinn og
bætir við að vitaskuld sé meining-
in að höfundar fái sem mest í sinn
hlut af andvirði seldra verka.
Auk þess að halda úti heimasíð-
unni þar sem verk höfunda eru
kynnt og boðin til sölu, aðstoðar
Höfundaútgáfan listamenn við
útgáfu verka sinna. Í því felst að
hafa milligöngu um prentun, próf-
arkalestur, kynna verkin á sam-
félagsmiðlum og hvetja til umræðu
um þau. „Við miðlum þjónustunni,
en sjáum ekki um framkvæmdina
sem slíka. Til að standa straum af
tilfallandi kostnaði gerum við ráð
fyrir félagsgjöldum. Höfundaút-
gáfan er ekki fyrirtæki heldur
samtök höfunda, sem rekin eru af
hugsjón en ekki vegna hagnaðar-
sjónarmiða.“
Aukinheldur er hofundur.net
kynningar- og söluvettvangur
fyrir þá sem þegar hafa gefið út
verk sín á eigin kostnað. Á síðunni
eru verk eftir stofnendur henn-
ar og fleiri. Til að mynda er þar
Söngbók – Libretto Ragnheiðar
óperu eftir Friðrik Erlingsson og
ljóðabókin Kysstu kysstu steininn
– küsse küss den stein eftir Egil
Ólafsson. - vþj
Farvegur fyrir frjálsa og milliliðalausa útgáfu listamanna
Þeir Aðalsteinn Eyþórsson, Jón Pálsson og Brynjólfur Ólason eru forsprakkar vefsíðunnar hofundur.net og Höfundaútgáfunnar.
LISTAMENN
Brynjólfur Óla-
son, grafískur
hönnuður, Aðal-
steinn Eyþórs-
son myndlistar-
maður, og
Jón Pálsson
rithöfundur.
Django Unchained-leikkonan
Daniele Watts og kærasti hennar,
Brian James Lucas, hafa verið
kærð fyrir ósiðsamlega hegðun á
almannafæri en Watts var hand-
tekin í Los Angeles í september
eftir að lögreglu barst tilkynn-
ing um ungt par í ástaratlotum í
kyrrstæðum bíl.
Watts sakaði lögregluþjónana
um kynþáttahatur en hún sagðist
ekki hafa gert neitt af sér. Lög-
regluþjónarnir neituðu þessu en
vitni hinum megin við götuna
sögðust hafa séð parið í ástar-
leikjum.
Lögregluþjónninn sem hand-
tók Watts segir að hún hefði getað
sloppið við allt vesenið ef hún
hefði aðeins sýnt skilríki eins og
hún var beðin um. Hann bætti við
að hann teldi ásakanir um kyn-
þáttahatur vera „kaldhæðnisleg-
ar“, meðal annars í ljósi þess að
hann sjálfur væri samkynhneigð-
ur. - þij
Kærð fyrir
ósiðsemi
HANDTEKIN Í SEPTEMBER Watts
ásakaði lögregluna um kynþáttahatur.
Frá og með 1. nóvember þurfa vetrarhjólbarðar bifeiða að
hafa minnst 3 mm mynstursdýpt yfir vetrartímann. Þannig
aukum við öryggi í umferðinni og greiðum okkur öllum leið
við erfiðar aðstæður.
Samgöngustofa - Ármúla 2 - 108 Reykjavík - Sími 480 6000 - samgongustofa.is
Standast hjólbarðarnir
þínir breyttar reglur?
Aukin mynstursdýpt
– okkar allra vegna
1. nóv. til 14. apríl - mynsturdýpt a.m.k. 3 mm
15. apríl til 31. okt. - mynsturdýpt a.m.k. 1,6 mm