Fréttablaðið - 23.10.2014, Side 64

Fréttablaðið - 23.10.2014, Side 64
23. október 2014 FIMMTUDAGUR| SPORT | 44 LYKILMAÐUR Það væri mikið áfall fyrir Víking ef Taskovic spilaði ekki áfram með félaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI Kolabrautin er á fjórðu hæð Hörpu Borðapantanir +354 519 9700 info@kolabrautin.is www.kolabrautin.is antipasti Parmaskinka á glóðuðu brauði með geitaostasósu og klettakáli secondi Spaghetti með humar, chili og hvítlauk dolci Tíramísú 6.900 kr. Þó að nú sé farið að kólna eru kokkarnir okkar eru enn með glóð í hjarta og bjóða upp á þriggja rétta seðil til að fagna því. FÓTBOLTI Jóhann Berg Guðmunds- son, leikmaður Charlton í ensku B-deildinni, er að komast aftur af stað eftir meiðsli sem héldu honum frá keppni fyrr í mánuðinum. Hann missti reyndar af leik liðs- ins á þriðjudagskvöld en spilaði um helgina, er Charlton mætti Bourne mouth og tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu. „Þetta er allt að koma til en ég hef verið að glíma við nokk- ur meiðsli og það getur stundum verið erfitt að koma sér aftur af stað,“ segir Jóhann Berg en hann vonast til að geta spilað með liðinu er það mætir Lundúnaliðinu Ful- ham á föstudagskvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Ég verð næstu 2-3 vikurnar að koma mér aftur af stað. Ég þarf bara að komast í gegnum verkina en ég hef verið fullvissaður um að ég sé ekki að gera illt verra með því að spila. Ef ég næ ekki leikn- um á föstudag þá reikna ég með að verða hundrað prósent fyrir næsta leik á eftir,“ segir hann. Langt og strangt tímabil Charlton hefur komið mörgum á óvart með góðri byrjun en liðið er aðeins fjórum stigum frá toppnum eftir þrettán umferðir. „Liðið var í botnbaráttu í fyrra og margir áttu von á því að við yrðum á svipuðum slóðum í ár. En við höfum byrjað vel og spilað nokkuð skemmtileg- an fótbolta. En það eru mörg lið í deildinni og tímabilið langt – ef við höldum þetta út þá er allt hægt,“ segir Jóhann sem sér ekki eftir því að hafa samið við liðið í sumar eftir fimm ára dvöl hjá AZ í Hol- landi. „Hér er gott að búa og þegar ég er heill þá spila ég hvern leik. Þjálfarinn hefur trú á mér og það er gott að finna fyrir því. Þetta er ákveðinn gluggi sem ég get notað til að sýna mig og komast vonandi í ensku úrvalsdeildina einn daginn.“ Gríðarlega miklar breyting- ar voru gerðar á leikmannahópi Charlton í vor og Jóhann Berg var einn níu nýrra leikmanna sem komu til liðsins í sumar. En hann segir að leikmenn nái vel saman innan vallar sem utan. Erfitt að brjóta okkur niður „Við erum að spila 4-4-2, svipað og íslenska landsliðið sem er mjög gott fyrir mig, og erum mjög þéttir fyrir. Það er erfitt að brjóta okkur niður og við erum alltaf líklegir til að skora,“ segir Jóhann Berg og segir að enska B-deildin sé sterk- ari en hollenska úrvalsdeildin. „Helsti munurinn liggur í því að hér eru fleiri sterk lið og hver ein- asti leikur er erfiður. Maður getur aldrei leyft sér að slaka á. Stóru liðin eru öflug í Hollandi en hin eru nokkuð á eftir.“ Hann segir að allt tal um að það sé eingöngu kraftabolti spilaður í ensku B-deildinni sé rangt. „Það er meiri hraði hér en í Hollandi og aðeins meiri harka. Það eru þó engar brjálaðar tæklingar í hverj- um leik og enginn hefur til dæmis enn tæklað mig aftan frá. Þetta er bara góður fótbolti og fullt af stórum og öflugum félögum sem spila í deildinni. Hann reiknar ekki með öðru en að verða klár í slaginn fyrir næstu landsleiki Íslands en veit að það verður erfitt að vinna sér sæti í liðinu. „Ég held mínu striki og geri mitt besta. Það er svo þjálfar- anna að velja í liðið og ég tek þeirri ákvörðun.“ Ísland mætir næst Belgíu ytra í vináttulandsleik þann 12. nóvem- ber og svo Tékklandi í undan- keppni fjórum dögum síðar. Sá leikur fer fram í Plzen en Ísland og Tékkland eru á toppi A-riðils með fullt hús stiga. eirikur@frettabladid.is Engar brjálaðar tæklingar Jóhann Berg Guðmundsson er allur að koma til eft ir meiðsli og stefnir að því að ná næstu landsleikjum. Góð byrjun Charlton í ensku B-deildinni hefur komið mörgum á óvart en þar er Jóhann í stóru hlutverki. LÍÐUR VEL Í ENGLANDI Jóhann Berg Guðmundsson er fastamaður í liði Charlton. Hér er hann í leik gegn Middlesbrough. FÓTBOLTI Það er alls óvíst hvort besti leikmaður Víkings í sumar, fyrirliðinn Igor Taskovic, mun spila áfram með félaginu næsta sumar. Hann er samningslaus og ekki til í að setjast að samningaborð- inu strax af fjölskylduástæðum. „Ef hann aftur á móti kemur til Íslands þá mun hann spila með okkur. Það er ekki spurn- ing. Við munum taka upp þráðinn með honum síðar,“ segir Heimir Gunnlaugsson, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings. Taskovic og Milos Milojevic, annar þjálfara Víkings, eru bestu vinir og leikmaðurinn er til í að koma aftur ef aðstæður eru réttar. Víkingur á einnig eftir að ganga frá samningum við Krist- in Magnússon og markvörðinn Ingvar Kale. - hbg Óvissa með Taskovic SPORT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.