Akureyri


Akureyri - 30.01.2014, Side 2

Akureyri - 30.01.2014, Side 2
2 30. janúar 2014 Landvarsla skorin í Mývatnssveit Talsverð breyting verður á landvörslu einstakra svæða vegna skerðingar fjárframlaga til Umhverfisstofnunar. Á heimasíðu Félags leiðsögumanna segir að við Mývatn verði landvarsla dregin saman um 20 vinnuvikur. Er vitnað til fréttar Ríkisútvarpsins þar um. Á Hveravöllum og við Þjórsá verði engin landvarsla í ár en þar var unnið í 10 vikur í fyrra. Á sunnanverðum Vestfjörðum minnki landvarsla úr 20 vinnuvikum í 9. Landverðir starfa í íslenskum þjóðgörðum og á náttúruverndar- svæðum á sumrin. Þeir taka á móti gestum og veita upplýsingar. Þeir veita fræðslu, gæta þess að ákvæði friðlýsingar og náttúruverndarlaga séu virt, hafa eftirlit með umferð og umgengni, og sjá um framkvæmdir eins og að leggja göngustíga og halda tjaldsvæðum við. a Leikmenn ógni fótboltanum með veðmálum og siðleysi Vísbendingar eru um að sumir leik- manna Íþróttafélagsins Þórs á Akur- eyri hafi í leik gegn Dalvík á dögun- um veðjað á leik sem þeir sjálfir léku þátt í 13. janúar sl. Um ræðir leik í svokölluðu Kjarnafæðismóti þar sem Þór lagði Dalvík að velli, 7-0. Til skoðunar er hvort sumir leikmanna Þórs hafi veðjað á erlendri vefsíðu á eigin sigur og lagt aukalega undir ef 3ja marka sigur eða stærri næðist. Hermt er að með því hafi þeir sem mest lögðu undir grætt 100.000 til 150.000 á úrslitunum. Veðmál eru almennt bönnuð á Íslandi. Í gegnum erlendar vefsíður svo sem bet365.com og betson.com hefur það færst í vöxt að áhuga- menn um fótbolta sjái hagnaðarvon í því að veðja á úrslit. Pétur Heiðar Kristjánsson sem þjálfar meistara- flokk Dalvíkinga í fótbolta segir að ef leikmenn Þórs hafi veðjað á eigin leik fordæmi hann slíkt. Ekki væri þó um einangrað athæfi að ræða í íslenskum knattspyrnuheimi. Enn verra væri ef leikmenn veðjuðu gegn sjálfum sér og töpuðu leik vísvitandi til að græða pening. Breiðablik láti leikmenn skrifa undir samning þar sem þeir heiti því að veðja ekki á leiki sem tengist þeim sjálfum. Hins vegar sé erfitt að koma slíku við hjá félagi eins og Dalvík sem geri ekki samninga við leikmenn. Þótt svo væri yrði ekki allur vandi leystur, því hægt sé að veðja í gegnum nöfn annarra. Fyrst og síðast verði veð- mál því siðleg spurning. Ekki verði séð að lagalega sé hægt að tryggja að menn misnoti ekki aðstöðu sína. Pétur Heiðar segir að veðmál í fótboltanum séu orðin mjög algeng hér á landi, t.d. sjáist fjöldi áhorf- enda á knattspyrnuleikjum með síma sína á lofti, oft veðjandi á úr- slit. „Fótboltinn á ekki að snúast um þetta,“ segir Pétur Heiðar. Páll Viðar Gíslason, þjálfari meistaraflokks hjá Þór, segist ekki hafa fengið staðfest að einhverjir leikmenn liðsins hafi veðjað á eigin leik en brugðist verði við orðróm- inum. Hann vill ítreka að svona framkoma væri ekki aðeins siðlaus heldur ólögleg. Þjálfari Þórs segir ekki útilokað að Þór muni falast eftir svipuðum samn- ingum við leikmenn og Breiðablik hafi gert, að leikmenn meistaraflokks skulbindi sig til að veðja ekki á það sem þeir geta haft áhrif á. Viðurlög við broti gætu numið sekt, leikbanni eða jafnvel riftun samnings eða banni. „Mesti glæpurinn er náttúrlega ef veðmálin hafa bein áhrif á gagn leiksins og úrslit. Það má ekki ger- ast að fótboltinn fari að snúast um eitthvað svona rugl,“ segir Páll Viðar, þjálfari Þórs. a Ásakanir um lýðskrum lýsi getuleysi Stjórn og trúnaðarmannaráð Fram- sýnar kom saman til fundar nýverið til að ræða niðurstöðuna úr atkvæða- greiðslunni um kjarasamning Sam- taka atvinnulífsins og Starfsgreina- sambands Íslands sem Framsýn á aðild að. Eins og fram hefur komið var kjarasamningurinn kolfelldur meðal félagsmanna Framsýnar og reyndar víða um land. Fundarmenn á Húsavík fögnuðu niðurstöðunni með því að fá sér kaffi og tertu. Í lok fundar var samþykkt ályktun þar sem m.a. segir: „Niðurstaðan er skýr. Bullandi andstaða er við kjara- samninginn sem sést best á því að samningurinn var víða felldur auk þess sem hann var samþykktur með- al annarra stéttarfélaga með mjög naumum meirihluta. Í málflutningi Framsýnar hefur komið fram að kjarasamningur- inn væri ekki boðlegur verkafólki og þá væru skattkerfisbreytingar ríkistjórnarinnar móðgun við lág- launafólk. Svo ekki sé talað um verðhækkanir síðustu vikurnar hjá ríki, sveitarfélögum, verslunar- og þjónustuaðilum, sem eru á skjön við markmið samningsins.“ Einnig segir: „Því miður voru nokkrir talsmenn innan Alþýðusam- bands Íslands sem kölluðu þennan málflutning lýðskrum. Þeir þurfa nú að bíta í það súra epli að vera með felldan kjarasamning þrátt fyrir að hafa gert allt til þess að félagsmenn þeirra samþykktu þennan gjörning. Framsýn mun hér eftir sem hing- að til berjast fyrir kjörum þeirra lægst launuðu. Velji menn að kalla það lýðskrum lýsir það getuleysi við- komandi aðila til að standa í lapp- irnar í þágu félagsmanna.“ Mótstaða við kjarasamninginn var mest á landsvísu í Þingeyjarsýslu, enda hefur Aðalsteinn Baldursson hjá Framsýn farið einna hörðustu orðum um viðleitni atvinnurekenda og stjórnvalda til að knésetja verka- lýðinn. a Óvíst hvort Andrea leiðir áfram lista VG „Ég er ekki alveg búin að gera upp hug minn,“ segir Andrea Hjálms- dóttir, bæjarfulltrúi og oddviti VG á Akureyri. Persónulegar ástæður eru samkvæmt heimildum fyrir því að ekki liggur fyrir hvort hún gefi kost á sér til að leiða listann. Flokksmenn sem blaðið ræddi við segja Andreu njóta mikils trausts og hallast þeir að því að hún væri mjög líkleg til að fá áframhaldandi umboð frá flokksmönnum til að leiða list- ann. Edward Huijbens er varabæj- arfulltrúi VG en hann er jafnframt varaþingmaður fyrir NA-kjördæmi. Frestur til að gefa kost á sér í 5 efstu sæti lista VG á Akureyri rennur út annað kvöld en kosið verður á valfundi þann 22. febrúar næstkom- andi. Aðeins félagar í Vinstrihreyf- ingunni grænu framboði geta kosið og  eigi síðar en 10 dögum fyrir val- fundinn eða 12. febrúar. Kjörgengir eru íbúar Akureyrar, Hríseyjar og Grímseyjar sem hafa kosningarétt í bæjar- og sveitar- stjórnarkosningunum sem fram fara þann 31. maí í vor. a Akureyri vikublað er aðgengilegt á akv.is

x

Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.