Fréttablaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 2
23. febrúar 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2 HEILBRIGÐISMÁL „Við förum vænt- anlega í næstu viku til Boston með Þórunni þar sem á að reyna að fjarlægja blett á vinstra heilahveli hjá henni,“ segir Kristbjörg Krist- jánsdóttir, móðir tvíburasystranna Þórunnar Bjargar og Sonju Óskar. Fréttablaðið sagði sögu systr- anna í desember en systurnar, sem eru níu ára gamlar, greindust á síð- asta ári með litningagallann Ring chromosome 20. Litningagallinn er afar sjaldgæfur en aðeins er vitað um 40 tilfelli í heiminum frá árinu 1973 þegar fyrsta tilfellið var greint. Systurnar eru einu tvíburarnir í heiminum sem vitað er af með litn- ingagallann og einu Íslendingarnir. Sjúkdómurinn lýsir sér með mikl- um flogaköstum en einnig hefur atferli systranna gjörbreyst. Syst- urnar fá mikil skapofsaköst og erf- itt getur verið að ráða við þær. Til þess að ná tökum á flogaköst- unum hefur systrunum verið gefin ýmis flogaveikilyf. Það hefur virk- að á Sonju Ósk en ekki hefur tekist að finna lyf sem virkar fyrir Þór- unni. Að sögn móður hennar er hún mikið veik núna og hefur verið haldið sofandi á aðra viku. „Hún er með sveppasýkingu í slagæða- kerfinu, lungnabólgu, mikinn hita og er haldið sofandi í öndunarvél,“ segir Kristbjörg. Beðið er þess að Þórunn hress- ist þannig að hægt verði að fljúga með hana til Boston þar sem stend- ur til að reyna að fjarlægja blett á vinstra heilahveli hennar. Fengist hefur leyfi fyrir undan- þágu á nýju lyfi sem er talið geta virkað fyrir Þórunni en hún mun ekki byrja að nota það fyrr en hún kemur aftur heim frá Boston. „Það er óvíst hversu lengi við þurfum að vera í Boston, þetta er allt í lausu lofti. Við pabbi hennar og konan hans erum meira og minna hér yfir henni uppi á gjörgæsludeild. Þetta tekur rosalega á okkur sem og alla í fjölskyldunni,“ segir Krist- björg en auk tvíburanna á hún á tvö önnur börn auk tveggja stjúp- barna sem dvelja hjá fjölskyldunni eina helgi í mánuði núna. Frá því að Þórunn var lögð inn á Barna- spítalann síðast þá hafa foreldrar Kristbjargar verið með hin börnin á Ólafsvík þar sem þau búa. Krist- björg ásamt föður systranna og konu hans hafa skipst á að vaka yfir Þórunni meðan hún er svona mikið veik. Vinir og ættingjar fjölskyldunn- ar hafa halda úti söfnunarreikn- ingi fyrir fjölskylduna en veikindin hafa reynt mikið á fjárhag fjöl- skyldunnar. Kristbjörg er öryrki auk þess sem sambýlismaður henn- ar hefur þurft að vera mikið frá vegna veikindanna. Þeim sem vilja leggja fjölskyld- unni lið er bent á söfnunarreikn- inginn 0190-05-060444 kt. 131082- 4289. viktoria@frettabladid.is Hún er með sveppa- sýkingu í slagæðakerfinu, lungnabólgu, mikinn hita og er haldið sofandi í öndunarvél. Kristbjörg Krisjtánsdóttir, móðir systranna. Gunnar, er bæjarstjórinn búinn að hlera ofan í þig? „Ég held að ég treysti mér til að svara þessari spurningu í gegnum síma.“ Gunnar Axel Axelsson er bæjarfulltrúi Sam- fylkingarinnar í Hafnarfirði og einn þeirra sem kvartaði til Persónuverndar eftir að bæjaryfirvöld skoðuðu símtalaskrár bæjarfull- trúa án þeirra vitundar. Önnur tvíburasystirin mikið veik og er haldið sofandi Tvíburasysturnar Þórunn Björg og Sonja Ósk greindust á síðasta ári með hinn sjaldgæfa litningagalla Ring chromosome-syndrome. Illa hefur gengið að finna lyf sem henta Þórunni Björgu en hún er núna mikið veik og er haldið sofandi í öndunarvél. Beðið er þess að hún hressist en þá verður farið með hana til Boston í aðgerð. SONJA ÓSK OG ÞÓRUNN BJÖRG Systurnar greindust á síðasta ári með sjaldgæfan litningagalla sem lýsir sér með miklum flogum og gjörbreyttu atferli. SVÍÞJÓÐ Mona Sahlin, fyrrverandi leiðtogi sænska jafnaðarmanna, lét af formennsku í flokknum í kjölfar kosningaósigursins 2010. Síðastliðið sumar bað fyrrverandi ríkisstjórn Svíþjóðar hana um að skrifa greinargerð um öfgastefnur og ofbeldi. Það er hins vegar ekki eina starfið sem hún hefur haft með höndum eftir kosningaósigur- inn. Í viðtalið við blaðið Expressen segir Sahlin að hún hafi starfað sem herbergisþerna á hóteli sem dóttir hennar rekur. Í fyrsta sinn sem hún hafi barið að dyrum hótel- herbergis hafi hún vonað að eng- inn væri innandyra en svo var ekki. Bæði hótelgesturinn og hún hafi svo farið að skellihlæja. - ibs Fyrrverandi flokksleiðtogi: Sahlin þrífur hótelherbergi LEIÐTOGAR Mona Sahlin ásamt Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SAMFÉLAGSMÁL Benedikt Atli Jóns- son, nemi í rafmagns- og tölvuverk- fræði við Háskóla Íslands, vann til nýsköpunarverðlauna forseta Íslands í gær. Verðlaunin hlaut Benedikt fyrir verkefni sitt um sjálfvirkt gæða- mat augnbotnamynda. Augn- botnamyndir eru mikilvægar í augnlækningum til að greina og fylgjast með augnsjúkdómum. Erfitt hefur reynst að meta gæði augnbotnamynda en myndgæðin ráða oft árangri greininganna. Sjálfvirka aðferðin metur mynd- gæði með mun skilvirkari hætti. Verkefnið var unnið í sam- starfi Oxymap, Háskóla Íslands og Landspítalans. Markmið verð- launanna er að heiðra námsmenn sem unnið hafa framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt eru af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Valið var úr hópi fimm verkefna Nýsköpunarsjóðs námsmanna sem valin voru önd- vegisverkefni sjóðsins síðastliðið sumar. - srs Nýsköpunarverðlaun veitt námsmanni í rafmagns- og tölvuverkfræði fyrir sjálfvirkt gæðamat: Verðlaun fyrir gæðamat augnbotnamynda VERÐLAUN Forseti Íslands veitti nýsköpunar- verðlaun embættisins í gær FÓLK Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir dætur Elísabetar Sóleyjar Stefáns- dóttur, sem lést á Sauðárkróki sunnudaginn 15. febrúar. Elísa- bet hafði barist við krabbamein síðan í sumar. Hún lætur eftir sig þrjár dætur, þær Hörpu Katr- ínu, Sólveigu Birnu og Rebekku Hólm Halldórsdætur. Þeir sem vilja leggja þeim lið geta lagt inn á eftirfarandi reikning: 0323-13- 302434 og kt: 160373-3429. - vh Safnað fyrir dætrum: Styrkja dætur Elísabetar VEÐUR Vont veður var víða um land um helgina, þá sérstaklega sunnudag. Í gær var veginum um Sandskeið, Hellisheiði og Þrengsli lokað auk þess sem lokað var fyrir alla umferð undir Eyjafjöllum og að Vík. Björgunarveitir á Suðurlandi stóðu í ströngu í gær. Verst var ástandið undir Eyjafjöllum þar sem rúður brotnuðu í bílum og bílar fuku á hliðina á svæðinu frá Pétursey að Skógum. Reynt var að senda traktor frá Sólheimahjáleigu á staðinn en hann varð frá að hverfa vegna veðurofsans. „Veðr- ið var snælduvitlaust helvíti sama hvert litið var,“ segir Svanur Sævar Lárusson hjá aðgerðarstjórn björgunarsveitanna á Suðurlandi. Björgunarsveitir leituðu konu við Mýrdalsjökul frá því fyrir miðnætti á laugardag en leitin gekk erfiðlega þar sem aftakaveður var á svæðinu. Hætta þurfti leit þar sem leitarmenn komust ekki leiðar sinna og bíða þess að veður lægði. Konan hafði ætlað að fara á gönguskíðum í kring- um jökulinn og er sögð vön ferðalögum við erfiðar aðstæður. Þegar blaðið fór í prentun í gær hafði ekkert spurst til konunnar. Í Vestmannaeyjum var aftakaveður í gær og allt að 50 m/s í hviðum. Fjör- tíu feta gámur tókst á loft og fauk á hliðina við fisk- verkunina Löngu. - vh/jóe Konu leitað við Mýrdalsjökul og gámur fauk á hliðina í Vestmannaeyjum: Ofsaveður var víða um land MÖRG ÚTKÖLL Björgunarsveitir á Suðurlandi stóðu í ströngu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SPURNING DAGSINS Vinsamlegast láttu vita í gjaldfrjálst númer 800 1177 eða á dreifing@postdreifing.is Hjálpaðu okkur að bæta þjónustuna. Blaðið á að berast þér fyrir kl. 7:15 virka morgna og 8:15 á laugardögum FÉKKSTU EKKI BLAÐIÐ Í MORGUN? KOM ÞAÐ OF SEINT? 2 2 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :3 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K _ N Ý. p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 E 2 -4 2 3 C 1 3 E 2 -4 1 0 0 1 3 E 2 -3 F C 4 1 3 E 2 -3 E 8 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.