Fréttablaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 12
23. febrúar 2015 MÁNUDAGURSKOÐUN HALLDÓR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is BSRB hefur lengi bent á mikilvægi þess að brugðist verði sem fyrst við vanda og breyttum þörfum á húsnæðismarkaði til að tryggja öllum viðunandi húsnæði á viðunandi kjörum. Í nýútkominni skýrslu Velferðarvaktarinnar er sérstaklega bent á mikilvægi þess að huga að öryggi í hús- næðismálum. Brýnt er því að mati BSRB að setja í forgang uppbyggingu almenns leigumarkaðar og samræmt húsnæðis- bótakerfi. Nauðsynlegt er að gera leiguform- ið að raunverulegum valkosti í búsetu- málum á Íslandi. BSRB telur að með almennu leigukerfi að norrænni fyrir- mynd verði hægt að bjóða upp á lang- tímaleigu húsnæðis á viðunandi kjörum. Þörf á auknu framboði leiguhúsnæðis er mikil en um 20% félagsmanna BSRB hafa lýst því í kjarakönnunum bandalags- ins að þeir vilji færa sig úr eigin húsnæði yfir á leigumarkað ef búsetuöryggi væri tryggt. Það er jafnframt grundvallaratriði í stefnu BSRB að stuðningur hins opin- bera við ólík búsetuform verði jafnaður. Taka verður strax upp samræmdar hús- næðisbætur í stað vaxta- og leigubóta til að stuðla að frekari jöfnuði fólks. Með hærri fjárstuðningi til leigjenda í formi samræmdra húsnæðisbóta verður fjöl- skyldum því gefið raunverulegt val um búsetuform. Nú er bráðum ár liðið frá því að tillög- ur verkefnisstjórnar um framtíðarskip- an húsnæðismála voru kynntar en engin frumvörp hafa enn verið lögð fram af hálfu félags- og húsnæðismálaráðherra. Ljóst er að mikillar óþreyju er farið að gæta eftir því að aðgerðir ríkisstjórnar- innar í húsnæðismálum líti dagsins ljós. Ríkið verður að koma með öflugum hætti að uppbyggingu leigufélaga og gera nauðsynlegar breytingar á laga- og reglugerðarumhverfi þannig að leigu- félög geti sinnt sínu mikilvæga hlutverki. BSRB bendir á að þeim bráðavanda sem nú blasir við á húsnæðismarkaði verður ekki brugðist við nema stjórnvöld leggi nú fram nauðsynlega fjármuni bæði í upp- byggingu leigufélaga og í nýtt og sam- ræmt húsnæðisbótakerfi þar sem stuðn- ingur við leigjendur verði aukinn. BSRB kallar því eftir að félags- og húsnæðis- málaráðherra komi án tafar fram með raunhæfar tillögur til að tryggja húsnæð- isöryggi og jafnræði á húsnæðismarkaði. Hvað tefur í húsnæðismálum? Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið landsins með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU HÚSNÆÐISMÁL Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB E ddan, uppskeruhátíð íslenska sjónvarps- og kvikmynda- geirans, var haldin hátíðleg um helgina. Þar var kvik- myndaárinu sem nú er nýliðið fagnað og verðlaun veitt fyrir góða frammistöðu á ýmsum sviðum. Eins og svo oft áður kom bágborin staða kvenna fyrir í umfjöllun skemmtikrafta og verðlaunahafa. Fréttablaðið greindi frá því á föstudag að engin kona var leik- stjóri, handritshöfundur, kvikmyndatökumaður eða höfundur tónlistar í kvikmynd í fullri lengd árið 2014. Sjö myndir voru framleiddar á árinu og viðfangs- efni flestra þeirra það sem kalla má karllæg og aðalsöguhetjan í flestum tilvikum karlmaður. Kristín Atladóttir hagfræðingur tók af tilefni uppskeruhátíðar- innar saman gögn um hlutföll kvenna í íslenskum kvikmyndum á síðasta ári. Þar kom fram að þegar litið er til allra verka við kvikmyndagerð á síðasta ári voru karlar 73 prósent þeirra sem störfuðu í kvikmyndum og aðeins 27 prósent kvenna. Konur veljast fremur í aukahlutverk og starfa frekar við búninga og smink en karlar við framleiðslu, leikstjórn og kvikmyndatöku. Formaður Samtaka kvenna í sjónvarpi og kvikmyndum, Dögg Mósesdóttir, segir þörf á róttækum breytingum til að jafna hlutföll kynja í kvikmyndagerð – staðan sé mjög vandræðaleg. Hún bendir á ákveðinn valdastrúktúr í greininni sem flestir séu blindir á og viðhaldi ástandinu. Þannig er það skilyrði að styrk- þegar frá Kvikmyndamiðstöð starfi í greininni. Meirihluti þeirra sem þar starfa eru karlar. Þannig eru líkur á því að konur hljóti styrki augljóslega litlar. Dögg segir pressu „að ofan“ nauðsynlega og telur lausnina mögulega felast í því að setja kynjakvóta. Þrýsta þurfi á breytingar. Þessi ræða er kunnugleg. Nokkurn veginn nákvæmlega sama umræða og umkvartanir áttu sér stað í aðdraganda þess að lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja voru sett. Þrátt fyrir áratugalanga baráttu kvenréttindasinna, aukna menntun kvenna og umsnúning kynjahlutfalla á ýmsum sviðum þjóðfélagsins voru efri stig viðskiptalífsins einsetin af körlum. Sýnt þótti að tíminn myndi ekki sjá um að leiðrétta þennan halla og því væri lagasetn- ing nauðsynleg. Nú stendur kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðurinn í sömu stöðu og viðskiptalífið gerði fyrir lagasetninguna. Líkt og Dögg bendir á sækir mest öll framleiðsla í þeim geira rekstrarfé sitt í ríkisstyrki. Um þá gilda lög. Jafnréttislög. „Það er full- komlega réttlætanlegt að krefjast þess að ójöfn staða kynjanna sé leiðrétt,“ sagði Dögg í viðtali við helgarblað Fréttablaðsins. Meira að segja þeir sem tala hæst fyrir kynjakvótum vilja líklegast ekki að þeirra sé þörf. En það er erfitt að breyta ára-, ef ekki áratugalöngum venjum yfir nótt. Ef sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðurinn ætlar ekki að eiga á hættu að fá yfir sig íþyngjandi lagasetningu líkt og viðskiptalífið ríður á að bretta upp ermar og hleypa hinu kyninu að. Taka konurnar með og gefa þeim tækifæri. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að helm- ingur áhorfenda er konur. Þeim finnst líka gaman að upplifa sinn reynsluheim í sjónvarpi og kvikmyndum. Er þörf á kynjakvótum í kvikmyndagerð? Konur að kjötkötlunum ➜ Ríkið verður að koma með öfl - ugum hætti að uppbyggingu leigu- félaga og gera nauðsynlegar... Gefið í skyn, en ekkert sagt Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis- ráðherra var í viðtali við Fréttablaðið á föstudag. Þar sagði hann frá því að hann vilji skoða möguleikann á því að hluti af framkvæmdum við nýjan Landspítala verði fjármagnaður með sölu á eignum ríkisins. Ekki tiltók hann sérstaklega hvaða eignir hann hefði í huga, en nefndi að ríkið ætti fullt af eignum hér og þar bankar væru „drjúgir og orkufyrirtæki eru drjúg,“ eins og ráðherra orðaði það. Kristján Þór hefur orðað svipaðar hugmyndir, en aldrei hvaða eignir á að selja, en skiptar skoðanir munu verða um sölu á bönkum og Landsvirkjun. Er ekki ráð að ráðherra nefni þær eignir sem hann vill selja svo hægt sé að mynda sér afstöðu til slíkra hugmynda? Hætta að gefa í skyn og tala hreint út? Hvar voru pr-mennirnir? Umrætt útboð vekur hins vegar spurn- ingar um hvar pr-menn ríkisstjórnarinn- ar voru í læknaverkfallinu. Ríkisstjórnin er að setja fjármuni í framkvæmdir við Landspítala, en læknar hafa harðlega gagnrýnt aðbúnaðinn þar og ræddu oft og tíðum um hann í verk- fallinu. Af hverju ekki að stíga fram í miðju verkfalli og slá sig til riddara með umræddum framkvæmdum, frekar en að bíða þar til nokkrum vikum eftir að verkfalli lýkur? Nýtt ráðuneyti – já takk Bandalag íslenskra listamanna (BÍL) hélt málþing í upphafi mánaðar þar sem hugmyndin um sérstakt ráðuneyti menningarmála var rædd. Sjálfstæðis- barátta 21. aldarinnar, var yfirskrift þingsins, þannig að líklega hefur eitt- hvað annað en skipulag ráðuneytismála borið þar á góma. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, tók vel í hugmyndina. Mögulega vegna þess að hann er að kafna í verkefnum í ráðuneytinu, en kannski er hann bara að hugsa um blaðamenn sem myndu fagna því að þurfa ekki að skrifa mennta- og menningar- málaráðherra í hvert sinn sem Illugi tjáir sig. kolbeinn@frettabladid.is 2 2 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :3 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 E 2 -3 D 4 C 1 3 E 2 -3 C 1 0 1 3 E 2 -3 A D 4 1 3 E 2 -3 9 9 8 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.