Fréttablaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 46
23. febrúar 2015 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 26
Skjalm P Viskastykki
1.250.-
Skjalm P kopar lampi
23.900.-
Skjalm P kopar vasar
3.300.- & 4.900.-
Mikið úrval af fallegum
hönnunarvörum.
Fáðu sent heim að dyrum.
www.snuran.is
vefverslun S: 537-5101
Aðdáendur Hönnunarmarsipans-
ins geta farið að setja sig í stell-
ingar, því framleiðsla á því fer á
fullt á næstunni. „Mér sýnist á
öllu að við séum búnar að selja
um þúsund kubba síðan við byrj-
uðum, hvorki meira né minna,“
segir Rán Flygenring myndlist-
arkona.
Rán og Arna Rut Þorleifsdótt-
ir vöruhönnuður hafa gert og selt
Hönnunarmarsipan í tengslum
við Hönnunarmars síðan 2010,
fyrir utan eitt ár, þar sem af óvið-
ráðanlegum ástæðum var ekki
hægt að framleiða. Misjafnt er
hvort fólk safnar kubbunum eða
gæðir sér á þeim.
„Þetta hefur alltaf rokið út og
seldist upp áður en Hönnunar-
mars lauk í fyrra. Í apríl fannst
einn kubbur í verslun í bænum og
mér skilst að það hafi verið sleg-
ist um hann,“ segir Rán.
Liturinn á kubbnum í ár er enn
leyndarmál. „Við vinnum þetta
í samstarfi við Kólus og það er
ekki hægt að nota alla liti í marsi-
panið þannig að þetta veltur svo-
lítið á því,“ segir Rán en litur-
inn verður opinberaður í byrjun
marsmánaðar.
„Þetta er í fjórða skiptið sem
við gerum þetta og eftirspurnin
verður alltaf meiri, en við reikn-
um með að gera um fjögur hundr-
uð kubba í ár,“ segir hún. - asi
Þúsund marsipanstykki seld
Mikil eft irspurn er eft ir Hönnunarmarsipaninu sem selt er í HönnunarMars.
GULLIÐ
Kubbarnir
góðu, sem
slegist er
um.
HÖNNUÐ-
URINN Rán
Flygenring
er einn
hönnuða
hönnunar-
marsipans-
ins.
„Ég er kannski ekki með girnilegan
morgunverð en eins og er er ég sjúk
í hafra með möndlu-mjólk, rúsínum
og ban ana. Allt saman alveg hrátt
og svo kaffið auð vitað.“
Bryndís Gyða Michelsen, fjölmiðlakona.
MORGUNMATURINN
Rokksveitin Toy Machine, sem gerði
garðinn frægan fyrir tæpum einum
og hálfum áratug, ætlar að snúa
aftur. Markmið meðlima sveitarinn-
ar er að heiðra minningu sjómanns-
ins Guðmundar Cesars Magnússon-
ar, sem dó hetjudauða við að bjarga
lífi tengdasonar síns árið 2009. Með-
limir Toy Machine vilja segja frá
aðkomu Guðmundar að tónlistarlífi
og segja hann hafa fengið hugmynd-
ina að hinni vinsælu tónlistarhátíð
Iceland Airwaves.
„Nú er kominn tími á að ljúka ein-
hverju sem við byrjuðum á,“ segir
Baldvin Z, leikstjóri og trommuleik-
ari sveitarinnar, sem legið hefur í
dvala undanfarin þrettán ár. „End-
urkoman er til að segja sögu sem
hefur verið ósögð alltof lengi.
Ætlum að segja ósögðustu sögu
íslenskrar tónlistarsögu á tónleik-
unum. Við viljum skerpa á aðkomu
Cesars heitins að málinu,“ segir
Baldvin.
Neðanjarðarharðkjarnahljóm-
sveitina skipa þeir Jenni í Brain
Police, Atli Hergilsson (Atli leðja)
og Kristján Örnólfsson auk Bald-
vins Z. Árni Elliot sem einnig var
meðlimur bandsins er fjarri góðu
gamni að þessu sinni.
Stendur Baldvin á því fastar
en fótunum að Guðmundur Cesar
Magnússon eigi hugmyndina að
hátíðinni. Hún hafi upphaflega feng-
ið byr undir báða vængi á Sjallan-
um á Akureyri fyrir um fimmtán
árum. „Við héldum smá tónleika-
veislu á Sjallanum fyrir nokkra
útlendinga sem boðið var til lands-
ins að hlusta á íslensk bönd og þar
gerðist eitthvað,“ segir Baldvin.
Útvarpskempan Ólafur Páll Gunn-
arsson, betur þekktur sem Óli Palli,
tekur undir með Baldvini og segir
Guðmund Cesar hafa verið stórhuga
mann sem skyndilega fékk áhuga á
að flytja íslenska tónlist út. „Hann
stóð á fimmtugu þegar hann fór
að sjá fyrir sér að fá útlendinga til
landsins og þannig flytja út bönd-
in. Hann bar þetta upp við Magnús
Stephensen, þáverandi markaðs-
stjóra Icelandair, sem tók vel í það
og þaðan fór boltinn svo að rúlla,“
segir Óli Palli.
„Við verðum að muna eftir þess-
um hetjum og halda minningunni
á lofti. Hvað ef Guðmundur Cesar
hefði ekki komið með þessa hug-
mynd?“ segir Óli Palli og bendir
hér á gríðarlega veigamikið hlut-
verk Iceland Airwaves í uppgangi
íslensks tónlistarlífs undanfarin ár.
„Október var steindauður í ferða-
mannadagatalinu hér á landi í
kringum 1999. Nú er það þrautin
þyngri að ná herbergi í Reykjavík
á þessum tíma“, segir Óli Palli og
bendir þannig á veigamikil áhrif
Iceland Airwaves á ferðamennsku
og íslenskt tónlistarlíf.
gudrun@frettabladid.is
Endurkoman tileinkuð
stórhuga sjómanni
Rokksveitin þekkta Toy Machine snýr nú aft ur til að segja sögu af því hver átti
hugmyndina að tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves, að þeirra mati.
BALDVIN Z LEIKSTJÓRI OG TROMMARI Endurkoma norðlensku sveitarinnar kætir
og bætir FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Vonarstræti, kvikmynd Baldvins
Z, var ótvíræður sigurvegari
Edduverðlaunahátíðarinnar sem
fór fram á laugardaginn. Myndin
hlaut alls tólf verðlaun sem er það
mesta sem nokkur kvikmynd hefur
hlotið á einni hátíð.
Áður hafði Djúpið, kvikmynd
Baltasars Kormáks, átt metið yfir
flest verðlaun á einni hátíð en hún
hlaut ellefu verðlaun árið 2013.
Næst á eftir þeim koma Málm-
hausinn hans Ragnars Bragason-
ar og Hafið, eftir Baltasar Kor-
mák, en báðar myndir fengu alls
átta Eddur.
Myndin var valin besta myndin,
Baldvin hlaut verðlaun fyrir leik-
stjórn og deildi verðlaunum fyrir
handrit með Birgi Erni Steinars-
syni.
Þorsteinn Bachmann og Hera
Hilmarsdóttir fengu verðlaun
fyrir besta leik í aðalhlutverkum
og verðlaun fyrir gervi, leikmynd,
hljóð, búninga, klippingu og kvik-
myndatöku féllu einnig í skaut
Vonarstrætis.
Af öðrum verðlaunum kvöldsins
má nefna að Helgi Björnsson var
valinn leikari ársins í aukahlut-
verki og Nína Dögg Filippusdótt-
ir leikkona ársins í sama flokki.
Brynja Þorgeirsdóttir var sjón-
varpsmaður ársins og Orðbragð
skemmtiþáttur ársins. Hæpið var
verðlaunað í flokknum lífsstíls-
þáttur ársins.
Heiðursverðlaun Eddunnar féllu
að þessu sinni Ómari Ragnarssyni
í skaut.
- jóe
Tólf verðlaun Vonarstrætis er nýtt Eddumet
Vonarstræti velti Djúpinu úr sessi sem sú mynd sem fl estar Eddur hefur hlotið á einni og sömu hátíðinni.
SIGURVEGARAR Þorsteinn Bachmann,
Hera Hilmarsdóttir og Baldvin Z.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ
Endurkoman er til að
segja sögu sem hefur verið
ósögð alltof lengi. Ætlum
að segja ósögðustu sögu
íslenskrar tónlistarsögu á
tónleikunum.
Baldvin Z, trommari Toy Machine
2
2
-0
2
-2
0
1
5
2
2
:3
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
3
E
2
-5
1
0
C
1
3
E
2
-4
F
D
0
1
3
E
2
-4
E
9
4
1
3
E
2
-4
D
5
8
2
8
0
X
4
0
0
3
A
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K