Fréttablaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 42
23. febrúar 2015 MÁNUDAGUR| SPORT | 22 www.islandus.is — facebook.com/islandusbilar — Sími: 552 2000 Sparaðu 2 milljónir! - 100% ármögnun og Íslensk ábyrgð í boði. Lá u bensínsparnaðinn borga ra ílinn! illj i l í i Ra íll er um 90% ódýrari í rekstri en bensín eða díselbíll. Sumir viðskiptavina islandus.is spara svo mikið að þegar upp er staðið kostar ra íllinn ekkert. Sparnaður stendur að fullu undir a orgunum. Lá u ekki okra á þér. Fáðu betra verð á Nissan Leaf Nordic hjá Islandus Ra íllinn Ókeypis “Þjónustan var frábær og bíllinn alveg meirihá ar” Eigum e irfarandi bíla heimkomna l afgreiðslu strax: 2013 Nissan Leaf SV Kr. 3.595.000 vel búinn bíll á álfelgum með hraðhleðslupor eins og nýr ekinn 8700m 2013 Nissan Leaf SL Kr. 3.795.000 Flo asta týpan af Nissan Leaf, leðurinnré ng, hraðhleðsla. Ekinn 5290m 2012 Nissan Leaf SL Kr. 3.495.000 Vel með farinn notaður. Vetrar+Sumardekk. Íslensk Ábyrgð. Ekinn 16þ.km. Fyrstur kemur fyrstur fær. Skráðu þig hér: www.islandus.is/bilaleit Friðrik Kjartansson Egilsstöðum KÖRFUBOLTI „It´s all just a little bit of history repeating,“ söng Shirley Bassey í lagi Propellerheads árið 1997, fullkomlega ómeðvituð um að það yrði þemalag bikarúrslita- leiks karla í körfubolta á Íslandi 18 árum síðar. Á laugardaginn skellti Stjarnan besta liðinu á Íslandi í dag, KR, í mögnuðum bikarúr- slitaleik, 85-83. Garðbæingar end- urtóku leikinn frá því 2009 þegar þeir lögðu draumalið KR með Jón Arnór Stefánsson innanborðs, 78-76. Sagan endurtók sig svo sannarlega í Höllinni og enn eina ferðina fóru leikmenn KR heim með silfurverð- laun um hálsinn. KR hefur aðeins unnið einn bikarmeistaratitil síðan 1992 í sex tilraunum. Eini þjálfar- inn sem gat gert KR að Íslands- meisturum á síðustu 23 árum, Hrafn Kristjánsson, var einmitt á hinum varamannabekknum að innbyrða þriðja bikarmeistaratitil Stjörnumanna. Alvöru endurkoma Fyrir fimm árum voru það Stjörnumenn sem höfðu foryst- una nær allan leikinn. Þegar tólf mínútur voru eftir þá hafði Stjarn- an ellefu stiga forystu, en á laug- ardaginn voru Garðbæingar í elt- ingarleik, átta stigum undir, 68-60, þegar tólf mínútur voru eftir. Stjarnan var enn undir, 79-73, þegar rétt tæpar fjórar mínút- ur voru eftir. Þá meiddist Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi KR, og allt snerist á haus fyrir Vest- urbæinga. Þeir komust í 83-79 en eftir það skoraði Stjarnan sex síð- ustu stigin og tryggði sér sigurinn. Sóknarleikur KR án Pavels var mjög stirður. KR-ingar létu hirða af sér boltann fimm sinnum á síð- ustu mínútum og Stjarnan fékk auðveld stig. Eftir að hafa ekki verið yfir síðan á 14. mínútu tók Stjarnan forystuna, 85-83, með tveimur vítaskotum Jeremy Atk- inson. En eftir allt puðið án Pavels fékk KR síðasta skotið, reyndar síðustu tvö skotin. Helgi Már Magnússon skaut tveimur galopnum þristum fyrir sigrinum þegar leiktíminn var að renna út. KR-ingar hefðu líklega ekki viljað að neinn annar myndi skjóta, nema kannski Brynj- ar Þór. Helgi var búinn að hitta úr tveimur þriggja stiga skotum af sex fyrir síðustu tvær tilraun- irnar. Öll tölfræðin sagði að hann myndi hitta úr öðru hvoru. En síð- asta skotið rúllaði ofan í og upp úr aftur. Spjaldið varð rautt, leik- tíminn rann út og frábærir stuðn- ingsmenn Stjörnunnar trylltust af gleði. Justin bestur í Höllinni Justin Shouse, Bandaríski Íslend- ingurinn frá Erie í Pennsylvaníu, var magnaður í liði Stjörnunnar og var kjörinn mikilvægasti leikmað- urinn að leiknum loknum. Justin stimplaði sig inn í leikn- um sem „Herra Bikar“, en hann hefur nú unnið bikarmeistaratit- ilinn fjórum sinnum í fjórum til- raunum og alltaf átt stórleik. Gegn KR að þessu sinni spilaði hann eins og sannur herforingi undir lokin. Hann stýrði sóknar- leiknum eins og hann gerir svo vel, hélt sínum mönnum rólegum og stal tveimur boltum; þar á meðal stal hann boltanum af Michael Craion í næst síðustu sókn KR- inga. Justin vann bikarinn fyrst með Snæfelli 2008 og skoraði þá 27 stig og gaf 10 stoðsendingar. Hann hefur svo unnið þrjá bikarmeist- aratitla með Stjörnunni, þar af tvo í leikjum gegn mun sigurstrang- legri liðum KR. Í heildina hefur þessi magnaði leikmaður skorað 20,5 stig, gefið 9,5 stoðsendingar og tekið 5,5 fráköst að meðaltali í bikarúrslitaleikjunum fjórum sem hann hefur unnið. Misstum tökin „Maður sveiflast bara milli gleði og tára,“ sagði Hrafn Kristjáns- son, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn. „Þvílíkur efniviður sem við erum með í Stjörnunni. Það var grimmt fyrir KR-ingana að missa Pavel út af, við vorum búnir að vera í vandræðum með hann allan leikinn,“ bætti þjálfarinn við og Brynjar Þór Björnsson, leikmað- ur KR, tók undir orðin með Pavel. „Við vorum með leikinn í okkar höndum allan tímann en misstum tökin þegar Pavel fer út af meidd- ur á ögurstundu,“ sagði hann. „Stjarnan komst á lagið. Þeir keyrðu í bakið á okkur og skoruðu auðveldar körfur. Stjarnan á þetta bara fyllilega skilið.“ tomas@365.is Aft ur sá Herra Bikar um KR-inga Stjarnan endurtók leikinn frá 2009 og vann fi rnasterkt lið KR í úrsiltum Powerade-bikars karla í körfubolta. Justin Shouse leiddi sína menn til sigurs og var kjörinn besti leikmaðurinn í úrslitaleiknum. Bandaríski Íslendingurinn hefur unnið fj óra bikara í fj órum tilraunum. AFTUR Stjarnan vann sigurstranglegra lið KR í bikarúrslitum alveg eins og gerðist í úrslitunum 2009. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÓRDÍS 2 2 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :3 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 E 2 -6 9 B C 1 3 E 2 -6 8 8 0 1 3 E 2 -6 7 4 4 1 3 E 2 -6 6 0 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.