Fréttablaðið - 23.02.2015, Side 13

Fréttablaðið - 23.02.2015, Side 13
MÁNUDAGUR 23. febrúar 2015 | SKOÐUN | 13 Í DAG Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Á síðasta degi liðins árs birtist leiðari í Frétta- blaðinu sem fjallaði um meðferð embættis Sér- staks saksóknara á málum sem embættið hefur haft til meðferðar. Áður hafði Fréttablaðið – sem stund- um fyrr – slegið upp frétt- um af meintri valdníðslu embættisins við rann- sókn á efnahagsbrotum í aðdraganda hrunsins. Hver brýtur mannréttindi? Í þessu tilviki var um að ræða tryggingafélagið Sjóvá sem hafði verið til rannsóknar hjá embætt- inu en ekki verið taldar forsendur til lögsóknar á hendur forstjóra þess eftir fimm ára rannsóknar- ferli. Fréttablaðið taldi mannrétt- indi hafa verið brotin á forsvars- mönnum fyrirtækisins með því að halda þeim svo lengi í óvissu og höfundur umrædds leiðara spar- aði ekki stóru orðin þegar hann klykkti út: „Þvílík skömm fyrir sérstakan saksóknara.” Nú er það svo að varla þarf nokk- urn mann að undra þótt trygg- ingafélagið Sjóvá skuli hafa verið tekið til rannsóknar en í aðdrag- anda hrunsins höfðu orðið breyt- ingar á eignarhaldi með marg- víslegum tilfæringum og beindist rannsóknin m.a. að lánveitingum úr tryggingabótasjóði félagsins. Eins og fram hefur komið hélt Sjóvá með sjóði sína suður í lönd og fjárfesti í áhættufyrirtækjum með þeim afleiðingum að ákvörð- un var tekin, með réttu eða röngu, að veita milljörðum af skattfé til bjargar félaginu, auk þess sem iðgjöldin voru keyrð upp – m.a. um 40% í byrjun árs 2009. Þannig að almannahagsmunir voru þarna vissulega í húfi og fráleitt annað en að glannalegar fjárfestingar yrðu skoðaðar með tilliti til lögmætis og réttarstöðu. Síðan er það annað mál hverj- ar ástæður eru fyrir því að rann- sókn tekur langan tíma. Krufn- ing á orsökunum gæti gefið okkur vísbendingu um hvar skömmin á heima og þá jafnframt hver það er sem brýtur mannréttindin. Formgalla-lögfræði Það sem augljóslega hefur gerst á Íslandi – að hluta til í tengslum við hrunmálin – er að málsmeðferð fyrir dómskerfinu hefur leitað í svipaðan farveg og við þekkjum af afspurn frá Bandaríkjunum þar sem fjölmennar sveitir rándýrra lögfræðinga taka að sér mál fyrir borgunarmenn, finna á þeim alls kyns formgalla og koma þannig í veg fyrir sakfellingu í brotum sem öllum almenningi þykja augljós. Réttarkerfið þarf vissulega að vera vandað í vinnubrögð- um og standast nákvæma skoðun en hitt er líka til í dæminu að formgalla- réttarkerfið verði yfir- sterkara réttlætis-réttar- kerfinu þannig að fyrir vikið glatist trúverðug- leiki þess. Form til góðs og ills Ekki svo að skilja að ég vilji gera lítið úr formi og formgöllum. Réttarkerfið er eðli máls samkvæmt grundvallað á formi. Form og formfesta er and- stæðan við duttlunga og geðþótta. En form getur líka verið upp- spretta mistaka ef ekki er nægur mannskapur og fjármunir fyrir hendi. Þess vegna leita efnamenn jafnan varna í forminu en síður í efnisatriðum. Og þeir, og stuðn- ingsmenn þeirra, vita sem er, að öruggasta leiðin til að vernda efn- aða lögbrjóta er að skera niður hjá ákæruvaldinu. Eva Joly Í Kastljósi Sjónvarps var fyrir nokkrum dögum mætt til leiks Eva Joly, ráðgjafi Sérstaks sak- sóknara í kjölfar hrunsins. Í við- talinu lýsti hún því mati sínu að málsmefðerð efnahagsbrota í íslensku réttarkerfi hefði verið fagmannleg og markviss og tekið minni tíma en sambærileg mál annars staðar. Viðbrögðin við viðtalinu við Evu Joly voru almennt mjög jákvæð en heiftúðug af hálfu þeirra sem sýnilega skjálfa nú á beinum vegna hugsanlegrar afhjúpunar á skatta- undanskotum þeirra sjálfra eða skjólstæðinga þeirra. Haukar í horni Þessir aðilar eiga hauka í horni í Stjórnarráði Íslands, sem mark- visst hafa skorðið niður fjár- veitingar til embættis Sérstaks saksóknara. Niðurskurðurinn tor- veldar embættinu að sjálfsögðu að rækja hlutverk sem löggjafinn hefur ætlað því. Væri ekki nær að Fréttablaðinu þætti þetta vera skammarlegt í stað þess að veitast að þessu mik- ilvæga embætti með gífuryrðum? Það er vissulega rétt hjá Frétta- blaðinu að sakborningum ber að sýna tillitssemi og nærgætni. Þeir eiga rétt á því. Ef rannsókn hefur legið niðri um lengri eða skemmri tíma og þannig lengt erfiða bið, þá ber að spyrja hvað valdi. Gæti þar verið um að kenna fjárskorti sem þá hlýtur að skrifast á reikning stjórnvalda en ekki embætti Sér- staks saksóknara. Er skömmin þá ekki þeirra? Hvernig væri að fá eins og einn leiðara um þetta. „Þvílík skömm“ Síðustu mánuði hef ég varla hugsað um annað en þátt- töku innflytjenda í kosn- ingum. Það er vegna þess að mastersverkefnið mitt, „Borgarstjórnarkosningar í Reykjavík 2014: Innsýn í reynslu fólks af erlendum uppruna af þeim“, fjallaði um þann málaflokk, í íslensku (eða í raun reyk- vísku) samhengi. Það er alveg ótrúlegt hvað þáttur eins og lýðræðisleg þátt- taka minnihlutahóps í samfélaginu er í raun lítið rannsakaður. Hjá Hagstofu Íslands finnast eingöngu tölur um þátttöku fólks af erlendum bakgrunni frá árinu 2006 og bera þau hjá Hag- stofunni fyrir sig að það sé of mikið álag á kjörstjórnir að safna þessum gögnum. Of mikið álag eða of mikið ómerkilegt? Tölur yfir þátttöku eftir aldri hafa til dæmis verið notaðar til að rýna í mögulegar ástæður fyrir því að ungt fólk tekur lítinn þátt í kosningum, eins og raun bar vitni í síðustu borgarstjórnarkosningum (2014). Af hverju ætti ekki að vera hægt að nýta tölur yfir þátttöku fólks af erlend- um uppruna í eitthvað svip- að? Nú eða ef þessar tölur sýna mikla þátttöku, þá reyna að viðhalda þátttök- unni eða jafnvel bæta hana enn meira. Jafnvel skoða hvaða þættir hafa hvetjandi áhrif á fólkið til að taka þátt og reyna að nýta það í að hvetja aðra til þátttöku. Íslensk stjórnvöld segja í stefnu sinni um aðlögun inn- flytjenda að þátttaka nýrra Íslendinga á öllum sviðum sam- félagsins sé mjög mikilvæg. Jafn- framt segir í stefnunni að horn- steinn íslensks samfélags séu meðal annars lýðræði, samábyrgð og mannréttindi. Í mínum rannsóknum hefur komið í ljós að það eru ekki allir innflytjendur sem vita að þeir hafa í raun kosningarrétt. Er það lýðræðislegt? Er það samábyrgð? Eru það mannréttindi? Það er alveg ljóst að á þessu sviði er margt hægt að bæta, sé vilji fyrir hendi. Lýðræði fyrir alla? KOSNINGAR Guðrún Magnúsdóttir MA í hnattrænum tengslum, fólks- fl utningum og fj öl- menningarfræðum DÓMSMÁL Ögmundur Jónasson alþingismaður Óðal feðranna Þeir líða dagarnir við vetrarhörkur og þennan endalausa sökudólga-elt- ingaleik, hring eftir hring, þar sem valdamenn fyrri ára klukka hver annan og skiptast á að „vera’ann“, á meðan við fáum allra náðarsamleg- ast að fylgjast með. Hefur svo hver nokkuð að iðja. Nema svo koma allt í einu hátíðir þar sem fólk er verð- launað fyrir vasklega framgöngu í listum og menningarlífi – þá birt- ir ögn og maður getur gleymt stór- fiskaleik valdakallanna örskamma stund. Við tókum okkur sem sé til og drifum í að horfa á tvær íslenskar myndir sem hvor með sínum hætti glíma við íslenskt samfélag, París norðursins eftir Hafstein Gunn- ar Sigurðsson en bráðlunkið hand- ritið skrifað af Huldari Breiðfjörð og Vonarstræti eftir Baldvin Z þar sem Birgir Örn Steinarsson skrifar handritið með leikstjóranum. Þetta eru ólíkar myndir sem maður ætti kannski ekki að tala um í sömu andrá; önnur dregin stórum dráttum, allt að því melódramatísk og 19. aldarleg í rómantískri sýn sinni á ógæfu og synd en hin inn- hverf og ísmeygileg; en báðar eftir unga karlmenn sem vonandi fá að gera margar góðar myndir fyrir okkur. Báðar myndirnar eru um þetta sem góðar myndir fjalla oft um: Af hverju erum við svona? af hverju fór þetta svona hjá okkur? hvað er eiginlega að okkur? Gott og illt Í báðum myndunum fylgjumst við með ungu fólki reyna að fóta sig í íslenskri tilveru sem fer fram á for- sendum gömlu skarfanna – gömlu stórfiskanna – og þar sem er eigin- lega nánast vonlaust að lifa sóma- samlegu lífi. Í báðum myndunum er ferningur: ungt par og eldri karlar, illt eyðingarafl og vanmáttug góð- vild. Í Vonarstræti kynnumst við Eik, ungri og einstæðri móður sem vinnur á leikskóla en drýgir tekj- urnar með vændi inn á milli (Hera Hilmarsdóttir) og Sölva, ungum fyrrum fótboltamanni á uppleið í bankanum (Þorvaldur Davíð Krist- jánsson). Þetta eru góðir krakkar en leið þeirra er ólík: Í upphafi selur hún aðgang að líkama sínum en er laus úr ánauðinni í lokin. Í upp- hafi er hann frjáls fjölskyldumað- ur með sjálfa Maísólina í hádegis- stað; í lokin hefur hann selt sál sína sömu öflunum og hún hafði áður selt sig. Í skurðpunkti myndarinnar hitt- ist unga fólkið í hórferð bankstera til Flórída; þau fella hugi saman, ung og óspillt á þeirri stundu. Svo skilja leiðir og ungi maðurinn spill- ist en hún hreinsar sig með upp- gjöri við fjölskyldu þar sem grunn- urinn var lagður að ógæfu hennar með misnotkun afans (sem virðist faðir barnsins hennar). Hinn roskni karlinn sem er megingerandi í sög- unni er skáldið Móri, sem Þorsteinn Bachmann hefur fengið verðugt lof fyrir að leika. Þetta er hin göfuga fyllibytta sem er kunnugleg persóna í íslenskum sagnaheimi, hið ölvaða stórskáld vígt ógæfunni; hið góða afl sem bregst. Hann vill öðrum vel, og einkum þó stúlkunni sem er á sama aldri og dóttir hans myndi hafa verið og á litla stúlku á sama aldri og litla dóttir hans var þegar hún drukknaði og er hið stóra áfall í lífi hans. Og um síðir tekst honum reyndar að bjarga ungu konunni með peningunum sem hann fær fyrir hjallinn sinn í hundraðogein- um þar sem til stendur að rústa öllu með risahóteli – og forða sér til suð- rænu eyjunnar sem öll íslensk skáld eru alltaf á leiðinni til. Út í lífið á grænum miða París norðursins er hljóðlátari mynd, berangurslegri, kannski sér- viskulegri en um leið verða pers- ónur hennar manni nákomnari, þær verða raunverulegri og meira lif- andi í stað þess að vera táknmynd- ir og týpur, eins og myndi henda í Vonarstræti ef hún væri ekki svona vel leikin. Getur verið að fólk sé að verða afvant því að sjá myndir þar sem ekki gengur á með sjáanlegum stórmælum, barsmíðum og ofbeldi? Maður hefur að minnsta kosti orðið þess var að sumu fólki þykir sagan veigalítil í París norðursins. Því fer fjarri. Þar er sögð mikil saga og rammlega bundin og myndin á við okkur margvísleg brýn erindi. Hún er snilldarlega leikin – meira að segja hundurinn leikur óaðfinn- anlega. Kannski veldur Flateyri þessu – þessi magnaði bær undir ógurlegum fjöllum – kannski mús- íkin með þessu lagi eftir Prins Póló sem er svo fullt af séríslensku trega stuði – kannski ferðin á töku- vélinni, stundum hröð og stundum kyrr; eða bara svipsterkt andlit- ið á Birni Thors; myndin er á ein- hvern máta yfirþyrmandi sönn. Þar segir frá Huga, ungum kenn- ara (Björn Thors) og Ernu, (Nanna Kristín Magnúsdóttir) ungri konu sem hann á í sambandi við, án þess að meina það alveg, og ungum syni hennar sem kennarinn binst sterk- um böndum. Í rauninni er þetta hin heilaga fjölskylda, en Hugi veit það ekki; hann er með hugann þar og þá. Fulltrúi eyðingarinnar í þess- ari mynd er ólíkt viðkunnanlegri en viðskiptaúlfarnir í Vonarstræti; hér er þetta glaðsinna „lífskúnst- ner“ af kunnuglegu tagi, sem Helgi Björnsson leikur af nærfærni og glöggskyggni. Hann setur allt í bál og brand í sárfyndnum senum, ryðst inn í tilveru sonar síns, tekur hana yfir; og er sambandi þeirra skemmtilega lýst með sól- palli sem ýmist er verið að smíða eða rífa, og er reyndar risinn á ný í lokin. Fulltrúi uppbyggingarinn- ar er skólastjórinn og faðir Ernu sem Sigurður Skúlason býr til fal- lega persónu úr, hvort sem það er á hinum grátbroslegu AA-fundum, sem sýna fámennið í sinni ýktustu mynd, og þar sem hann fer með klisjurnar af svo fallegri einlægni að þær hljóma næstum eins og djúp speki eða lokasenan þegar hann heldur bugaður inn í húsið og Hugi fer burt frá skyldum sínum og líf- inu sem hann gæti lifað út í „frels- ið“ og óvissuna á bílnum sínum, sem vel að merkja er með grænum miða. Eins og íslenskt samfélag um þessar mundir. Óðal feðranna Báðar myndirnar eru um þetta sem góðar myndir fjalla oft um: Af hverju erum við svona? af hverju fór þetta svona hjá okkur? hvað er eiginlega að okkur? 2 2 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :3 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 E 2 -4 7 2 C 1 3 E 2 -4 5 F 0 1 3 E 2 -4 4 B 4 1 3 E 2 -4 3 7 8 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.