Fréttablaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 10
23. febrúar 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Veit á vandaða lausn Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 GERÐU GÓÐAN BAR BETRI SÝRLAND, REUTERS Fjöldi tyrk- neskra hermanna fór í björg- unarleiðangur yfir landamær- in til Sýrlands í fyrrinótt og bjargaði þaðan um fjörutíu koll- egum sínum. Þeir höfðu verið umkringdir í marga mánuði af hermönnum Íslamska ríkisins við það að verja menningarminjar. Sýrlenska ríkisstjórnin sagði aðgerðina alvarlega og að stjórn- völd í Ankara myndu þurfa að svara fyrir hana. Drónar, skriðdrekar og flug- vélar voru meðal þeirra tækja sem notuð voru í aðgerðinni auk hundraða almennra hermanna. Þetta er í fyrsta skipti sem tyrk- neskir hermenn fara yfir landa- mærin síðan borgarastyrjöld- in í Sýrlandi hófst. Ekki kom til átaka en einn lést í leiðangrinum af slysförum. „Allt gekk að óskum. Þetta var aðgerð sem stenst allar kröfur þjóðarréttarins og ekki er hægt að setja út á okkar framgöngu á nokkurn hátt,“ segir Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands. Hann sagði að Tyrk- ir hefðu ekki beðið um leyfi fyrir förinni en látið Sýrlendinga vita um leið og hún hófst. „Ríki sem passa ekki upp á menningararfleið sína eiga enga framtíð,“ var haft eftir Davu- toglu við sama tilefni. Tyrkir létu sér ekki nægja að fjarlægja hermennina heldur fluttu gröfina til. Í yfirlýsingu frá tyrkneska utanríkisráðuneyt- inu segir að gröfin sé enn í Sýr- landi, skammt frá þorpinu Emesi við landamærin. Hermennirnir höfðu staðið vörð um gröf Suleymans Shah, en hann var uppi um aldamótin 1200. Barnabarn Shah var Osman I. en hann kom Ottóman-veldinu á fót árið 1299. Sagan segir að Shah hafi drukknað í ánni Eupra- tes á för sinni um svæðið. Gröfin var 37 kílómetrum sunnan við landamæri Tyrklands og Sýrlands, ekki langt frá kúr- dísku borginni Kobane þar sem lengi hefur verið barist. Í lok stríðs Frakka og Tyrkja árið 1921 var undirritaður sátt- máli um landamæri Tyrklands og Sýrlands. Þar var tekið fram að gröf Shah skyldi teljast tyrk- neskt yfirráðasvæði og að Tyrkir fengju heimild til að verja hana og draga fána sinn þar að húni. Hún stóð nú að vísu tæpum hundrað kílómetrum norðar en hún gerði upphaflega. Árið 1973 var gröfin færð nær Tyrklandi til að koma í veg fyrir að hún eyði- legðist í miklum flóðum. johannoli@frettabladid.is Sóttu hermenn sína og menningarmuni Tyrkneskir hermenn fóru suður yfir landamærin til Sýrlands í óþökk stjórnvalda. Í leiðangrinum fjarlægðu þeir hermenn og forna gröf sem hermennirnir voru að verja. Sýrlendingar segja atvikið ótvírætt brot á sáttmála ríkjanna frá árinu 1921. VÍGREIFIR Hermennirnir koma inn í bæinn Kobane eftir förina. Um 600 hermenn og 100 skriðdrekar tóku þátt í aðgerðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP TÆKNI Skipasmíðafyrirtækið Havyard Group og Fáfnir Offshore hlutu á mið- vikudaginn umhverfisverðlaun á Off- shore Support Journal-ráðstefnunni í Lundúnum. Fáfnir Offshore hlaut verðlaunin fyrir hönnun á nýju skipi, Havyard 833 WE ICE, sem er orkusparandi olíuþjónustuskip. Skipið er annað í röðinni sem er smíðað fyrir Fáfni Offshore. Svona orkusparandi tækni er ekki ný af nálinni en það sem gerir Havyard 833 WE ICE svona sérstakt er að stöðugleikabúnaður (e. dyn- amic positioning) þess nýtir rafmagn í meiri mæli og krefst því ekki jafn mikillar olíunotkunar og hefðbundin olíuþjónustuskip. „Þetta er heilmikill áfangi,“ segir Steingrímur Erlingsson, stofnandi Fáfnis Offshore. „Nú er mikið um verðlaunaafhendingar um þessar mundir, Eddan, Óskarinn og fleira þannig að það mætti segja að þessi verðlaun séu eins konar BAFTA-verð- laun í okkar starfsgrein. Þetta er mik- ill heiður fyrir félagið, en líka fyrir land og þjóð,“ segir Steingrímur. - srs Olíuþjónustuskip sem er hannað af íslensku fyrirtæki hlaut alþjóðleg umhverfisverðlaun: Fékk verðlaun fyrir hönnun á nýju skipi VERÐLAUN Steingrímur Erlingsson tekur við verðlaunum í Lundúnum LÖGREGLUMÁL Karlmaður og kona höfðu ökumannsskipti á ferð þegar lögreglan á höfuðborgar- svæðinu ætlaði að stöðva þau á laugardag. Maðurinn var sá sem ók þegar lögreglumenn veittu bifreiðinni athygli en konan var undir stýri þegar þau voru stöðvuð. Bæði voru þau í annar- legu ástandi með útrunnin öku- réttindi. Þá fannst töluvert magn af fíkniefnum í bílnum. Konan er rúmlega tvítug og maðurinn þrítugur. Þau voru bæði vistuð fangageymslu. - vh Keyrðu í annarlegu ástandi: Skiptu um sæti á ferð HEILBRIGÐISMÁL Forsvarsfólk GoRed-átaksins stóð fyrir opnu húsi í húsakynnum Hjartaheilla í gær. Þar gafst konum kostur á að gangast undir ýmsar heilsufarsmælingar á borð við blóðþrýstingsmælingu, kólesterólmælingu, blóðsykursmælingu og fleira. GoRed er alheimsátak á vegum World Heart Federation. Átakinu er ætlað að vekja konur til umhugsunar um hjarta- og æðasjúkdóma. Jafn margar konur og karlar látast árlega af völdum slíkra sjúkdóma en einkenni sjúkdómsins eru óljósari hjá konum. GoRed á Íslandi er samstarfsverkefni Hjartaverndar, Heilaheilla, Hjartaheilla auk fag- deildar hjúkrunarfræðinga og fleiri fagaðila. - srs Jafn margar konur og karlar látast vegna hjartasjúkdóma: Konur geri sér grein fyrir áhættu OPIÐ HÚS Guðríður Þórðardóttir hjúkrunarfræðingur mælir blóðþrýsting Elsu Yeoman borgarfulltrúa. LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Suður- nesjum hafði afskipti af karl- manni sem kom til Íslands frá Amsterdam um síðustu mánaða- mót. Maðurinn, sem ferðaðist með falsað vegabréf, var handtekinn eftir að upp komst að hann væri að nota greiðslukort sem tilheyrði honum ekki. Við leit í tölvu og símum manns- ins kom í ljós mikið magn gagna varðandi umfangsmikil greiðslu- kortasvik og skilríkjafölsun. Mað- urinn afplánar nú 60 daga fangels- isvist hér á landi. - srs Upp komst um kortasvik: Kortasvikari handtekinn BANGLADESH, BBC Talið er að tæp- lega fimmtíu hafi farist þegar ferja og fiskibátur skullu saman á ánni Padma skammt frá Dakka, höfuðborg Bangladess. Ríflega hundrað manns voru um borð í ferjunni og náðu minnst fimmtíu að synda í land. Kafarar leita nú að líkum á botni árinnar. Skipstjóri bátsins og áhöfn hafa verið handtekin og er verið að rannsaka hvort ákæra verði gefin út á hendur þeim. - jóe Ferja og bátur skullu saman: Mannskaði í Bangladess Save the Children á Íslandi Þetta var aðgerð sem stenst allar kröfur þjóðar- réttarins og ekki er hægt að setja út á okkar fram- göngu á nokkurn hátt Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands 2 2 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :3 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 E 2 -5 1 0 C 1 3 E 2 -4 F D 0 1 3 E 2 -4 E 9 4 1 3 E 2 -4 D 5 8 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.