Fréttablaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 4
23. febrúar 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4 HEILBRIGÐISMÁL Konur með hjarta- og æðasjúkdóma bíða aðstoðar lengur á bráðamóttöku en karlar og fá síður lyfjameð- ferð. Þetta sagði hjartalæknir- inn Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir í fréttum Stöðvar 2 á laugardag. Algengasta dánarorsök kvenna á Íslandi eru hjarta- og æðasjúkdómar en um 350 konur látast af þeirra völdum á ári hverju, þær yngstu 35 ára. Nú stendur yfir átak til að fræða konur um áhættuþætti þessara sjúkdóma. - vh Þörf á vitundaravakningu: Bíða lengur á bráðamóttöku MENNTUN Þónokkrir af 53 styrkt- arsjóðum Háskóla Íslands eru svo litlir að einungis er hægt að úthluta úr þeim á margra ára fresti. Aðrir eru orðnir úreltir vegna ákvæða sem í þeim eru. Stjórn styrktarsjóðanna hyggst nú skoða hvernig hagræða megi starfsemi sjóðanna til að fjölga úthlutunum styrkja, að sögn Helgu Brár Árnadóttur, umsjónarmanns styrktarsjóða háskólans. „Við þurfum að færa sjóðina nær því sem gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Þar eru sjóðirnir stærri og virkari og gef- endur fá skattaívilnun. Það gæti verið hvatning til að gefa peninga- gjafir til vísinda og rannsókna. Til þess að hægt sé að veita árlega úthlutun þurfa sjóðirnir að vera með að minnsta kosti 20 til 30 millj- óna króna höfuðstól. Þónokkrir eru undir þessu,“ segir Helga Brá. Hún getur þess jafnframt að sú upphæð sem er til úthlutunar minnki vegna þess að greiða þarf fjármagnstekjuskatt af eignum styrktarsjóðanna. Hver og einn sjóður hefur stað- festa skipulagsskrá. „Skipulags- skráin er skrifuð út frá vilja gef- enda sem stofna minningarsjóð um sig eða nákomna ættingja. Ákveð- inn hluti höfuðstóls er bundinn til að sjóðirnir lifi sem lengst. Ef upp- hæðin er lág þá verður ávöxtunin lítil og úthlutun sjaldnar. Sumar skipulagsskrár eru hins vegar úreltar eins og þegar segir til dæmis að styrkja eigi bóndason úr einhverju ákveðnu byggðarlagi.“ Af og til eru háskólanum gefnar fasteignir til að stofna minning- arsjóð. Dæmi um slíkan sjóð er Styrktarsjóður Áslaugar Hafliða- dóttur en auglýst var um umsókn- ir um styrk úr sjóðnum nú í síð- ustu viku. Áslaug, sem lést 2011, arfleiddi Háskóla Íslands að fast- eigninni Bjarkargötu 12 í Reykja- vík til minningar um foreldra sína og jafnframt að 25 prósentum af öllum bankainnistæðum og verð- bréfum í sinni eigu. Fasteignin var seld og er stofnframlag sjóðsins 120 milljónir króna. Heimilt er að úthluta til styrkja allt að 100 millj- ónum króna á sjö til 10 ára tímabili sem dreifist sem jafnast á hvert ár, að teknu tilliti til verðlagsbreyt- inga. Fyrst af öllu er sjóðnum ætlað að styrkja málefni er stuðla að eflingu íslenskrar tungu. „Nú er verið að auglýsa í fyrsta skipti eftir umsóknum um styrki úr þessum sjóði,“ greinir Helga Brá frá. ibs@frettabladid.is Þónokkrir sjóðir of litlir og líka úreltir Einungis er hægt að úthluta úr þónokkrum styrktarsjóðum Háskóla Íslands á margra ára fresti vegna smæðar þeirra. Skoða á hvernig hagræða megi starfsemi sjóðanna til að fjölga úthlutunum styrkja, segir umsjónarmaður styrktarsjóðanna. Í HÁSKÓLANUM Ef upphæðin er lág þá verður ávöxtunin lítil og úthlutun sjaldnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sumar skipulagsskrár eru hins vegar úreltar eins og þegar segir til dæmis að styrkja eigi bóndason úr einhverju ákveðnu byggðarlagi. Helga Brá Árnadóttir, umsjónarmaður styrktarsjóða Háskóla Íslands BRASILÍA Vikulangri kjötkveðjuhátíð Brasilíumanna lauk í síðustu viku. Hápunktur kjötkveðjuhátíðarinnar er hin víðfræga Samba- drome-búningaganga en gangan og hátíðarhöldin í kring um hana standa í tvo daga. Í göngunni etja virtustu sambaskólar borgarinn- ar kappi um sem mesta litadýrð, tónlist og búninga. Kjötkveðjuhá- tíðin laðar mörg þúsund ferðamenn til borgarinnar ár hvert. Um þessar mundir fagnar Rio De Janero 450 ára afmæli og hefur afmælið sett sitt mark á kjötkveðjuhátíðina í ár. - srs 450 ára afmæli Rio De Janero setur mark sitt á hátíðarhöld: Fagnaðarlæti á kjötkveðjuhátíð VIKULANGT PARTÍ Fáar hátíðir eru jafn yfirgripsmiklar og kjötkveðjuhátíðin í Rio De Janero í Brasilíu. YASUYOSHI CHIBA/AFP 77.780 kjarnafjöl-skyldur eru á landinu en til kjarnafjölskyldu teljast hjón og fólk í óvígðri sambúð, börn hjá þeim 17 ára og yngri, einhleypir karlar og konur, sem búa með börnum 17 ára og yngri. NOREGUR Aðeins tveir af 100 Norð- mönnum segjast ekki snerta áfengi í fríinu sínu. Einn af hverjum þremur drekkur daglega eina flösku af víni, eða fjóra til fimm bjóra, í fríinu sínu eða meira. Þetta eru niðurstöður könn- unar norska tryggingafélagsins Europeiske Reiseforsikring, að því er greint er frá á fréttavef VG. Allra mest drekka þeir sem fara í skíðaferðalög, að frátöldum þeim sem eingöngu fara í ferðalag til að drekka. Þátttakendur í könnuninni voru 16 til 67 ára. - ibs Könnun meðal Norðmanna: Næstum allir drekka í fríinu KJARAMÁL Hagstofa Íslands greinir frá því að launavísitala í janúar hækkaði um 0,7% frá fyrri mánuði og launavísitala hefur alls hækkað um 6,3% síð- astliðna 12 mánuði. Í launavísi- tölu gætir áhrifa nýrri og eldri kjarasamninga ríkis og sveitar- félaga við nokkur stéttarfélög. Kaupmáttur launa hefur einnig hækkað en kaupmáttur hefur aukist um 1,4% frá fyrri mánuði og 5,5% síðastliðna 12 mánuði. - srs 6,3% hækkun síðasta ár: Launavísitala eykst í janúar ÚKRAÍNA Tveir létust og tíu særðust í sprengjuárás í Kharkiv í austur- hluta Úkraínu í gær. Þetta kom fram á vef BBC í gær. Árásin var gerð á hópsamkomu sem fagnaði upphafi mótmælanna í Kænugarði sem leiddu til þess að þáverandi forseti Úkraínu Viktor Yanukovych hrökklaðist frá völdum. Öryggissveitir hafa handtekið fjóra einstaklinga sem grunur leik- ur á að eigi aðild að árásinni. Vopnahlé stríðandi fylkinga virð- ist vera að festast í sessi en stjórn- arherinn í Úkraínu hefur hafið að fjarlægja öll þungavopn frá átaka- svæðinu og sveitir uppreisnar- manna segjast munu gera slíkt hið sama á þriðjudag. Þá hafa fylking- arnar tvær haft fangaskipti á 191 stríðsfanga. Þessir þættir eru tald- ir vera lykilatriði í því að viðhalda vopnahléi í Úkraínu og byggja upp traust á milli stríðandi fylkinga. Kharkiv tilheyrir þeim hluta Úkraínu sem er hliðhollur stjórn- völdum í Kænugarði en borgin ligg- ur utan átakasvæða. - srs Sprengjuárás var gerð á hópsamkomu í Kharkiv í austurhluta Úkraínu í gær: Sprengjuárás í miðju vopnahléi LÖGREGLUMAÐUR STENDUR VAKT- INA Tveir féllu í sprengjuárás í Kharkiv. SERGEY BOBOK/AFP SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Stein- grímsson hlynur@365.is, Hjalti Egilsson hjalti@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá LÆGIR SMÁM SAMAN fyrst um vestanvert landið en mjög hvasst suðaustantil framan af degi. Á morgun verður yfirleitt skaplegt veður og víða dálítil él en á miðvikudag kemur næsta lægð með suðaustan stormi og töluverðri úrkomu. -4° 14 m/s -2° 14 m/s -2° 13 m/s 0° 13 m/s Yfi rleitt 5-10 m/s en 10-15 SA-til. 15-23 m/s. Gildistími korta er um hádegi 0° 27° 2° 10° 16° 4° 5° 3° 3° 19° 9° 21° 21° 12° 11° 5° 5° 5° -1° 15 m/s -1° 21 m/s -3° 16 m/s -3° 15 m/s -5° 10 m/s -3° 14 m/s -10° 15 m/s -2° 2° -4° -2° -2° 1° -2° -2° -3° -3° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur MIÐVIKUDAGUR Á MORGUN 2 2 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :3 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 E 2 -5 5 F C 1 3 E 2 -5 4 C 0 1 3 E 2 -5 3 8 4 1 3 E 2 -5 2 4 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.