Fréttablaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 8
11. mars 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8 SVÍÞJÓÐ Sífellt fleiri útlendingar kaupa sænsk vegabréf til þess að komast til Evrópu. Á hverju ári koma upp um 950 tilfelli um mis- notkun sænskra vegabréfa. Fyrir vegabréfið hefur upphaf- legi eigandinn kannski fengið 10 þúsund sænskar krónur. Kaupand- inn getur svo selt vegabréfið á allt að 100 þúsund sænskar krónur, samkvæmt frétt DN. Seljandi fær auðveldlega nýtt vegabréf segi hann það gamla glatað. - ibs Passar á svörtum markaði: Sænsk vegabréf vinsæl söluvara SVÍÞJÓÐ Hundruð barna hafa komið ein til Svíþjóðar frá Marokkó á undanförnum árum og sótt um hæli. Yngstu börnin sem vitað er um eru sjö ára, að því er segir í frétt Sænska dagblaðsins. Félagsmálayfirvöld og lögregl- una grunar að börnin hafi verið seld mansali. Mörg barnanna hafa gerst sek um þjófnað eða fíkni- efnasölu og gefa vísbendingar til kynna að einhverjir þéni á því að gera börnin út. Þau vilja sjaldan greina frá því sem þau vita. - ibs Vísbendingar um mansal: Hundruð barna sækja um hæli Í SÝRLANDI Flestir sem nota sænska passa til að komast inn á Schengen-svæðið eru Sýrlendingar. NORDICPHOTOS/AFP VELFERÐARMÁL Grunur hefur verið uppi um að ekki sé alltaf farið eftir reglum þegar valið er inn á hjúkr- unarheimili á Austurlandi. Þetta staðfestir formaður vistunarmats- nefndar á Austurlandi. Þegar pláss losnar á hjúkrunar- heimilum á lögum samkvæmt að láta vistunarmatsnefnd vita sem svo úthlutar plássi eftir því hvort viðkomandi er í mikilli eða lítilli þörf fyrir pláss. Í vistunarnefnd eru þrír aðilar sem skipaðir eru af Landlækni auk starfsmanns nefndarinnar. Á Austurlandi eru fimm hjúkrunarheimili fyrir aldraða, þrjú þeirra eru rekin af Heilbrigðis stofnun Austurlands en tvö af Fjarðabyggð en grunurinn snýr að þeim hjúkrunarheimilum sem Fjarðabyggð rekur. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hefur þetta meðal annars valdið því að aldraðir einstakling- ar sem teljast útskriftarhæfir fá ekki pláss á því hjúkrunarheimili sem þeir hafa sótt um og þurft að vera á spítala í yfir ár, meðan aðrir í minni þörf fyrir pláss hafa komist inn á hjúkrunarheimilin. Heimild- ir Fréttablaðsins herma einnig að þá hafi ekki í öllum tilfellum verið óskað eftir mati nefndarinnar líkt og lög og reglur gera ráð fyrir. Rúnar Sigurður Reynisson, læknir á Seyðisfirði, tók við for- mennsku í Vistunarmatsnefndinni um áramót. Hann staðfestir að uppi hafi verið grunur um að regl- unum hafi ekki alltaf verið fylgt, þess vegna hafi verið sent bréf til forstöðumanna hjúkrunarheimila til þess að ítreka að farið sé eftir reglunum. „Eftir að ég tók við formennsku þá höfum við verið að senda út ítrekun á þeim reglugerðum sem um þetta gilda og minna á að það þurfi að fara eftir þeim og taka inn sjúklinga samkvæmt þessum vist- unarmatsnefndum,“ segir hann. Aðspurður um það hvers vegna bréfin hafi verið send segir hann: „Það var einhver kvittur um að það hafi ekki alltaf verið farið fullkom- lega eftir þessu. Ég get ekki nefnt ákveðin dæmi en það hafa verið svona spurningar um það. Við erum búin að fara nokkuð vel yfir þetta og ég veit ekki annað en að minnsta kosti sé þetta komið í það horf sem það á að vera í. Núna er það alveg skýrt að það er enginn tekinn inn á hjúkrunarheimili án þess að hafa samband við starfsmann nefndar- innar og fá nöfn þeirra tveggja sem næstir eru í forgangsröðinni inn.“ Landlæknir sendi hjúkrunar- heimilum á Austurlandi á síð- asta ári bréf þar sem minnt var á þetta fyrirkomulag og að því bæri að fylgja. Sigríður Egilsdóttir hjá Landlækni segir að ekki hafi bor- ist formleg kvörtun vegna þessa til embættisins. „Það voru ein- hver áhöld um það en ég hugsa það hafi bara verið kunnáttuleysi, þess vegna var sent bréf til þeirra þar sem þeim var bent á að fara eftir reglugerðinni. Það hefur ekki bor- ist til okkar nein formleg kvörtun. Við sendum alltaf við og við svona ábendingarbréf þar sem við erum að minna fólk á, því að í amstrinu gleymist eitthvað en við fylgjumst með því þannig en svo erum við í góðu sambandi við nefndirnar á hverjum stað.“ Rúnar segir að ekki sé hægt að segja með vissu að þessu hafi verið svona háttað í einhverjum tilfellum þó að grunur hafi leikið á því. „Hafi orðið misbrestur á, þá er búið að ítreka og tryggja að það verði ekki aftur,“ segir hann. viktoria@frettabladid.is Reglum ekki ávallt fylgt við mat inn á hjúkrunarheimili Bréf hafa verið send á forstöðumenn hjúkrunarheimila á Austurlandi til þess að ítreka að reglum um vistunar- mat sé fylgt við úthlutun plássa á hjúkrunarheimili. Aldraðir hafa beðið í ár á spítala þótt þeir geti útskrifast. EKKI FYLGT Grunur hefur verið um það að reglum um vistunarmat hafi ekki verið fylgt á öllum hjúkrunarheimilum á Austurlandi þegar valið er inn á hjúkrunar- heimili. Nýr ŠKODA Octavia Scout 4x4 frá 5.840.000 kr. EITT SINN ŠKODA ÁVALLT ŠKODA Nýr ŠKODA Octavia Scout 4x4 hefur ótal kosti eins og sönnum skáta sæmir. Skynvætt fjórhjóladrif, háþróaðir öryggiseiginleikar og einstakt veggrip gefur þér framúrskarandi stjórn á bílnum. Það fer vel um farþegana og 610 lítra farangursrýmið tekur léttilega við öllum búnaðinum fyrir ævintýraferðina. Þannig er ŠKODA Octavia Scout. www.skoda.is Skemmtilegri lausnir Aukin þ ægindi Betra aðgengi 1 0 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 1 7 -2 6 1 8 1 4 1 7 -2 4 D C 1 4 1 7 -2 3 A 0 1 4 1 7 -2 2 6 4 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.