Fréttablaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 30
| 10 11. mars 2015 | miðvikudagur
Forstjóri Apple kynnti nýtt snjallúr fyrirtækisins
NÝTT ÚR Tim Cook, forstjóri Apple, kynnti nýtt Apple-úr í San Francisco á mánudaginn. Þar með er Apple komið á snjallúramarkaðinn. Með
snjallúrinu getur fólk hringt og tekið á móti símtölum og jafnframt smáskilaboðum. Byrjað verður að taka við forpöntunum á úrinu þann
10. apríl og verða þær pantanir afgreiddar þann 24. apríl í níu löndum. NORDICPHOTOS/AFP
Ímyndaðu þér heim þar sem þú skild-
ir alltaf bréfi n frá skattinum, þyrftir
ekki fara á fjölda staða til að safna
upplýsingum fyrir greiðslumat-
ið, þyrftir ekki að vera með
samviskubit þegar þú notar
heilbrigðiskerfi ð og ekki að
hafa áhyggjur af ferðaþjón-
ustu fatlaðra. Allt eru þetta
vandamál sem leysa mætti
með aðferðafræði hönnun-
ar því hönnun afmarkast
ekki við eina vöru, einn stól
eða eina flík. Framsækin
fyrirtæki og stjórnvöld eru í
auknum mæli farin að
nýta sér hugmynda-
fræði hönnunar – þar
sem leidd eru saman
þverfagleg teymi til stefnumótunar,
vöruþróunar og lausna vandamála.
Skotland er eitt margra landa sem
þekkja mátt þessarar hugmynda-
fræði en þar stendur nú yfi r verkefni
þar sem hið breska „Design council“
vinnur með stjórnvöldum að því að
gera stjórnsýsluna skilvirkari og not-
endamiðaðri. Hönnuðir vinna með
opinberum starfsmönnum að því að
skilgreina þjónustuna út frá fólk-
inu sjálfu, notendunum, með því að
setja sig í spor þeirra og læra þann-
ig að hugsa þjónustuna út frá þeim
– en ekki stofnuninni. Fyrir utan að
lækka kostnað og auka starfsánægju,
þá ýtir þessi aðferð undir valddreif-
ingu og gegnumgangandi lausnamið-
aða hugsun.
En fjárhagslega hliðin skiptir ekki
síður máli. Samkvæmt rannsókn
„Design council“ á markvissu sam-
starfi hönnuða, fyrirtækja og stjórn-
sýslu skilaði hvert pund, sem fyrir-
tæki vörðu í hönnun, 20 pundum í
auknar tekjur, fjórum pundum í auk-
inn hagnað og fi mm punda aukningu
útfl utningstekna. Í opinbera geiranum
skilaði hvert pund skilvirkari rekstri
um sex pund, sem er gríðarlegt hag-
ræði fyrir stjórnsýsluna. Þessar tölur
sanna það að aðferðir hönnunar mætti
nýta enn frekar til þess að skila betri
rekstri, þjónustu og hagræðingu.
Hönnun tengir saman ólíkar hug-
myndir, aðferðir og stefnur og nær
að láta þær skila betri árangri sam-
eiginlega en hver í sínu lagi.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi
ættu að vera opin fyrir því að nýta
sér þessa aðferðafræði en ein-
hver hafa nú þegar innleitt slík
verkefni. Hönnun er ört vaxandi
atvinnugrein á Íslandi og er gróf-
lega áætlað að greinin velti um 20
milljörðum á ári. Samt sem áður er
íslenski hönnunargeirinn aðeins að
slíta barnskónum og mun umfang
greinarinnar án efa aukast töluvert
á næstu árum. HönnunarMars er nú
haldinn í sjöunda sinn og er hægt
að sækja nær 100 viðburði sem
tengjast hönnun á næstu dögum. Ég
hvet alla til þess að kynnast þess-
um fjölbreyttu verkefnum og hug-
myndum – sem auðga og bæta sam-
félag okkar til muna.
Ávinningur hönnunar
Hin hliðin
Þórey
Vilhjálmsdóttir
Viðskiptafræðingur
V
iðskiptaráð Íslands birti í byrjun vikunnar „skoðun“
þar sem varað er við því að skattbyrði fyrirtækja og
heimila komi á næstu áratugum til með að þyngjast
verulega verði umfang hins opinbera ekki tekið til
endurskoðunar.
Bent er á að opinberar skuldir sem hlutfall af
landsframleiðslu séu hér tvisvar til þrisvar sinnum hærri en
annars staðar á Norðurlöndum og aldursbreytingar á kom-
andi áratugum eigi eftir að reynast Íslendingum þungur baggi.
„Aðhaldsaðgerðir stjórnvalda í kjölfar
hrunsins hafa fyrst og fremst falist í tak-
mörkun nýrra fjárfestinga í stað hagræð-
ingar í rekstri,“ segir þar. Gleymd virðast
áköll fyrri ára um „báknið burt“.
Viðskiptaráð bendir á að útgjöld hins
opinbera vegna starfsemi sem ekki teljist
til grunnhlutverka þess nema yfi r 100 millj-
örðum króna á ári, eða um 15 prósentum af
heildarútgjöldum ríkisins. Þá er mat ráðs-
ins að stjórnvöld raski eðlilegri samkeppni
á margvíslegum mörkuðum með ójafnri
samkeppni og viðskiptahindrunum og að
forgangsröðun verkefna sé nauðsynleg til
þess að takast megi á við áskoranir í opin-
berum fjármálum.
Ljóst má vera að seint verður sátt um
hvaða leiðir skuli fara í þessum efnum, en
skoðun Viðskiptaráðs er mikilvægt innlegg
í þarfa umræðu um þessi mál. Pólitískan
kjark þarf til að ganga gegn og brjóta upp
áratuga hefðir í útgjöldum ríkisins.
Könnun sem Viðskiptaráð lét gera bendir
til þess að hið opinbera starfi á fl eiri sviðum
en almennur vilji standi til.
„Stjórnvöld fjármagna þannig að hluta
starfsemi Íbúða lánasjóðs, þjóðkirkjunn-
ar og Íslandspósts þrátt fyrir að stuðning-
ur við slíka fjármögnun sé takmarkaður,“
segir í skoðun ráðsins. Meiri almennur
stuðningur er við að ríkið hafi ríku hlut-
verki að gegna við rekstur Landspítalans,
lögregluembætta, Háskólans og Ríkisút-
varpsins (þar sem bara sjö prósent telja
að ríkið eigi engu hlutverki að gegna). Samkvæmt könnun Við-
skiptaráðs telja 56 prósent að ríkið ætti ekki að koma að fjár-
mögnun þjóðkirkjunnar, 61 prósent að ríkið ætti ekki að reka
Íslandspóst og 71 prósent að ríkisfé eigi ekki að renna til Bænda-
samtakanna.
Niðurstaða þessi er svo afgerandi að hún ætti í það minnsta að
vera forsenda frekari skoðunar á vafstri ríkisins í samkeppnis-
rekstri. Þyngri rök þarf fyrir útgjöldunum en að hlutirnir hafi
„alltaf“ verið svona.
Líklega er víða hægt að ná fram hagræðingu með nýrri nálg-
un, að því gefnu að menn sjái fyrir sér að breytingarnar séu til
hagsbóta fyrir allan fjöldann, eða í það minnsta þá sem þjón-
ustuna nota. Hvaða skynsemi er til dæmis í því að reka tvo fram-
haldsskóla á svo til sömu torfunni í miðbæ Reykjavíkur? Af
hverju er Kvennó og MR ekki slegið saman í einn skóla með til-
heyrandi sparnaði á yfi rstjórn og bættri aðstöðu fyrir bæði nem-
endur og kennara?
Veigameiri rök þarf svo til að hið opinbera hætti afskiptum af
áfengissölu, þar sem sátt hefur verið um stefnu í áfengisvörnum
og ekki hefur verið sýnt fram á að þjónusta, eða verðlag verði
hagstæðara eftir breytingu.
Umræðan um hlutverk ríkisins er mikilvæg, en hún þarf að
byggjast á rökum og skynsemi, ekki frjálshyggjutrúarsetning-
um eða íhaldssemi.
Stundum er í lagi að brjóta upp hefðir og prófa nýjar leiðir:
Breytingar þurfa
að vera til gagns
Hvaða skynsemi
er til dæmis
í því að reka
tvo framhalds-
skóla á svo til
sömu torfunni í
miðbæ Reykja-
víkur? Af hverju
er Kvennó og
MR ekki slegið
saman í einn
skóla með
tilheyrandi
sparnaði á yfir-
stjórn og bættri
aðstöðu fyrir
bæði nemendur
og kennara?
Markaðshornið
Óli Kristján Ármannsson
olikr@frettabladid.is
Þessi grein er ekki opinber. Í það
minnsta ekki í skilningi laga um
verðbréfaviðskipti og reglugerðar
um upplýsingagjöf og tilkynning-
arskyldu sem sett er á grundvelli
sömu laga. Er þar um að ræða lög
og reglur sem gilda um upplýsinga-
gjöf fyrirtækja og stofnana sem eru
með verðbréf skráð í kauphöll eða
á markaðstorgi fjármálagerninga
(hér eftir „útgefendur“).
Á útgefendum hvílir ströng
skylda til þess að upplýsa almenn-
ing um allt það sem er líklegt til
að hafa marktæk áhrif á markaðs-
verð verðbréfa þeirra. Ákvörðun
um hvaða upplýsingar teljast hafa
marktæk áhrif á markaðsverð verð-
bréfa byggir á mati á því hvern-
ig upplýstir fjárfestar kæmu til
með að bregðast við opinberri birt-
ingu slíkra upplýsinga. Með öðrum
orðum eiga útgefendur að sjá til
þess að almenningur hafi aðgang að
öllum þeim upplýsingum sem nauð-
synlegar eru til þess að leggja mat
á virði verðbréfa þeirra. Geta það
verið fjárhagsupplýsingar, upplýs-
ingar um umfangsmiklar fjárfest-
ingar eða upplýsingar um ákvarðan-
ir stjórnvalda, svo dæmi séu tekin.
Að auki skulu slíkar upplýsingar
birtar almenningi eins fljótt og
auðið er og á jafnræðisgrundvelli.
Lykilatriðið hér er jafnræði. Til
útskýringar á titli greinarinnar þá
getur birting upplýsinga í Frétta-
blaðinu, eða öðrum prentmiðli,
aldrei uppfyllt jafnræðisskilyrðið
eitt og sér, þar sem ekki er hægt að
tryggja að allir fái blaðið afhent á
sama tíma. Einhverjir kæmu alltaf
til með að fá aðgang að upplýsing-
unum á undan öðrum. Birting upp-
lýsinga á vefnum getur vissulega
uppfyllt þetta skilyrði en þá þarf
sjálfur birtingarmátinn að vera vel
skilgreindur og það þarf að vera
fyrirsjáanlegt hvar upplýsingarn-
ar munu birtast. Birting á vefsíðu
Vísis, eða öðrum almennum vef-
miðli, gæti ekki heldur uppfyllt
þetta skilyrði þar sem Vísir hefur,
eðli málsins samkvæmt, ekki verið
fyrirfram skilgreindur sem megin-
vettvangur opinberrar birtingar á
verðmótandi upplýsingum. Jafnræð-
ið væri því ekki tryggt þar sem fjár-
festar ættu ekki von á því að slíkar
upplýsingar væru fyrst birtar á vef-
síðu Vísis og það gæti því verið til-
viljun háð hverjir fengju aðgang að
upplýsingunum fyrst.
Regluverkinu er ætlað að tryggja
þetta jafnræði en í því er m.a. gert
ráð fyrir að upplýsingum sé dreift
samtímis til fjölmiðla innan Evr-
ópska efnahagssvæðisins með
aðferð sem tryggir örugg samskipti,
lágmarkar hættu á óheimilum
aðgangi og veitir fullvissu um upp-
runa upplýsinganna. Sérhæfð frétta-
dreifingarkerfi eru notuð til þess að
birta opinberlega upplýsingar í sam-
ræmi við regluverkið. Hver og einn
fjölmiðill sem móttekur upplýsing-
arnar getur síðan ákveðið að miðla
þeim áfram til sinna viðskiptavina
í rauntíma, en því til viðbótar eru
þær birtar samstundis á fréttasíðu
Kauphallarinnar. Lykilatriðið er
að allir sem hafa áhuga eiga að fá
aðgang að upplýsingunum á sama
tíma.
Mikilvægt er að fólk sem hefur
aðkomu að verðbréfamarkaðnum
átti sig á því hvenær upplýsingar
hafa verið birtar opinberlega sam-
kvæmt lögum um verðbréfavið-
skipti og hvenær ekki. Sérstaklega
þegar haft er í huga að upplýsingar
geta verið opinberar í hefðbundn-
um skilningi orðsins án þess að telj-
ast opinberlega birtar samkvæmt
regluverkinu. Algengur misskiln-
ingur er t.d. að upplýsingar sem
hafa einungis komið fram á vefsíðu
útgefanda, í ræðum forsvarsmanna
útgefanda á opinberum vettvangi, í
fjölmiðlum eða á vefsíðu stjórnvalda
teljist opinberar í skilningi reglu-
verksins. Svo er vissulega ekki. Séu
slíkar upplýsingar þess eðlis að þær
geta haft marktæk áhrif á markaðs-
verð viðkomandi verðbréfa, ef birt-
ar opinberlega, gætu þær jafnvel
talist innherjaupplýsingar.
Óopinber gögn
Skoðun
Baldur Thorlacius,
forstöðumaður
eftirlits Nasdaq
1
0
-0
3
-2
0
1
5
2
1
:3
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
4
1
7
-3
4
E
8
1
4
1
7
-3
3
A
C
1
4
1
7
-3
2
7
0
1
4
1
7
-3
1
3
4
2
8
0
X
4
0
0
6
B
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K