Fréttablaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 36
11. mars 2015 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 20
„Ég ætla að vera með dagskrá
til heiðurs bandarísku djass-
söngkonunni, tónskáldinu og
baráttukonunni Abbey Lincoln,“
segir Guðlaug Ólafsdóttir söng-
kona um framlag sitt á tón-
leikum Jazzklúbbsins Múlans í
kvöld. Hún mun koma þar fram
með hljómsveit sinni, ásamt
Kristbirni Helgasyni og kvart-
ett hans sem reyndar ríður á
vaðið með brasilíska tónlist og
lög úr amerísku söngbókinni.
Tónleikarnir eru í Björtuloftum
í Hörpunni og hefjast klukkan
21.
Sungið á Björtuloft um
Söngvarakvöld Múlans verður á Björtuloft um í kvöld.
DJASSSÖNGKONAN Guðlaug Dröfn
kemur fram með hljómsveit.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Þetta er bókin sem ekki varð.
Úrval mynda sem ekki fengu að
vera með í bókinni Reykjavík
sem ekki varð en fá nú sitt tæki-
færi á HönnunarMars,“ útskýrir
Anna Dröfn Ágústsdóttir sagn-
fræðingur þegar forvitnast er
um sýninguna í Crymogeu sem
opnuð er í dag. Hún tekur fram
að Guðni Valberg, eiginmaður
hennar, sé arkitekt að sýning-
unni en þau hafi skrifað bókina
saman.
Þriðja prentun af bókinni var
að koma út en hún seldist upp
fyrir jól. Anna Dröfn er ánægð
með viðtökurnar. „Okkur finnst
þetta afar skemmtilegt efni og
höfum ekki náð að slíta okkur frá
því enn þá.“
Þeir sem halda að bygging-
ar fæðist fullskapaðar í höfði
arkitekta komast að öðru á sýn-
ingunni. Meðal mynda þar eru
skissur af Hallgrímskirkju og
þar sést hugsanaferlið sem Guð-
jón Samúelsson, arkitekt hennar,
fór í gegnum. Svo eru þar líka
myndir af borginni eins og hún
er, sem módelin hafa verið sett
inn í. Þá getur fólk séð muninn
á því hvernig borgin hefði mögu-
lega getað orðið og því hvernig
útkoman varð.
Eða eins og Anna Dröfn segir:
„Við setjum skissurnar í sam-
hengi við borgina eins og við
þekkjum hana.“
gun@frettabladid.is
Úrval mynda sem ekki er í bókinni
Reykjavík sem alls ekki varð er efni HönnunarMars-sýningar Crymogeu á
Barónsstíg 27 sem er í höndum Önnu Drafnar Ágústsdóttur og Guðna Valberg.
Í CRYMOGEU „Okkur finnst þetta afar skemmtilegt efni og
höfum ekki náð að slíta okkur frá því ennþá,“ segir Anna Dröfn
sem hér er með Guðna manni sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
HALLGRÍMSKIRKJA Ein af nokkrum skissum Guðjóns
Samúelssonar arkitekts af Hallgrímskirkju, á sýningunni í
Crymogeu.
HJÁ OKKUR
FERÐAST TASKAN
ALLTAF FRÍTT MEÐ
BÓKAÐU Á UU.IS
Ámundi Sigurðsson hönnuður
hefur starfað sem grafískur hönn-
uður síðustu þrjátíu árin og upp-
lifað róttækar tæknibyltingar
með tilheyrandi auknum hraða og
útbreiðslu grafískrar hönnunar í
öllu okkar umhverfi. Í dag verð-
ur opnuð yfirlitssýning á verkum
Ámunda í Hönnunarsafni Íslands
þar sem hann sýnir gríðar lega
fjölbreytta og áhugaverða flóru
verka sem hann hefur unnið á
ferlinum.
„Mér finnst þetta fyrst og
fremst mikill heiður og er afskap-
lega þakklátur fyrir þetta tæki-
færi. Ég gerði mér kannski ekki
alveg grein fyrir því hvað ég var
að fara út í með svona yfirlits-
sýningu því undirbúningurinn
er búinn að vera alveg gríðar leg
vinna. En nú er ég loksins búinn
að skera niður og byrjaður að
hengja upp.“
Ámundi lítur ekki svo á sem
það sé einhver einn ákveðinn stíll
sem einkenni hann sem hönn-
uð. „Þegar ég fór að taka saman
allt þetta efni og gefa mér tíma
til þess að skoða þetta þá sá ég í
raun marga Ámunda. Ég fór því
að velta því fyrir mér hver ég
væri í þessu tilliti. Niðurstaðan
var að ég er í raun mella og mið-
ill. Það er þetta tvennt sem ég
geri og tekst á við í mínu starfi
frá degi til dags. Með mella þá á
ég nú við þann hluta vinnunnar
sem er unninn beint eftir pöntun
fyrir ákveðna viðskiptavini; aug-
lýsingar, merki o.s.frv. Eftir öll
þessi ár vil ég meina að ég sé nú
orðinn nokkuð góð mella – góður
við mína viðskiptavini og svo kem
ég með ný trikk handa þeim af og
til. Svo er það stundum þannig
þegar maður er í leitinni að hug-
myndum þá fer hugurinn svolít-
ið til hliðar og þá kemur einhver
í gegn. Ég held að þetta sé svona
einhvers konar flæði sem er þarna
fyrir ofan okkur og þeir sem eru
að gera góða hluti virka þá oft eins
og miðlar.
Það hefur nú tekið mig drjúg-
an tíma að þroskast og læra að
treysta. Þora að gefa sér tíma til
þess að horfa á það sem maður
telur kannski til mistaka því þá
reynast þar oft björtustu gim-
steinarnir. Til þess að það gerist
þarf maður að slaka á og leyfa
þessu að koma. Ef þetta á að ganga
upp verður maður að láta af allri
meðvirkni við viðskiptavininn
og fylgja því sem maður trúir á.
Þannig veiti ég miklu betri þjón-
ustu með því að skila margfalt
betra verki.“ magnus@frettabladid.is
Ég er mella og miðill
Hönnunarsafn Íslands efnir til sýningar á hönnun Ámunda Sigurðssonar.
ÞAKKLÁTUR Ámundi Sigurðsson hefur á orði hversu þakklátur hann sé fyrir það
tækifæri að fá að skoða feril sinn með þessum hætti og leyfa öðrum að njóta þess
með honum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
MENNING
Til þess að
það gerist þarf maður
að slaka á og leyfa
þessu að koma.
1
0
-0
3
-2
0
1
5
2
1
:3
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
4
1
7
-0
8
7
8
1
4
1
7
-0
7
3
C
1
4
1
7
-0
6
0
0
1
4
1
7
-0
4
C
4
2
8
0
X
4
0
0
2
A
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K