Fréttablaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 2
11. mars 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Aldís, eruð þið í standandi vandræðum? „Nei, við viljum að skynsemin ráði“ Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hvera- gerðis er á móti lagafrumvarpi sem myndi banna akstur með standandi far- þega utan þéttbýlis frá 1. janúar 2019. FR ÉT TA BL AÐ IÐ /V IL H EL M SPURNING DAGSINS Ástralía 12. til 29. október Ferðask r i f s to fa Ley f ishaf i Ferðamannastofu Verð á mann í tvíbýli kr 687.000 Upplýsingar í símum 845-1425 / 899-1295 eða á tölvupósti info@iceline.isIceLine Travel Nánari ferðalýsing á www.iceline.is Sydney, Brisbane, Fraser Island, þjóðgarðar o.fl. er meðal þess sem boðið verður upp á í þessari ferð. SJÁVARÚTVEGUR Vestanganga loðnu hefur skilað miklu magni af loðnu og mokveiði er í utanverðum Breiðafirði, suðvestur af Látra- bjargi, þegar friður er til veiða fyrir veðri og vondu sjólagi. Fáist ekki nokkrir góðviðrisdag- ar til veiða er hætt við að flotinn nái ekki að veiða 390 þúsund tonna loðnukvótann. Skip HB Granda, Faxi RE, kom til hafnar á mánu- dagskvöld með fullfermi, um 1.500 tonn. Að sögn Hjalta Einarsson- ar, fyrsta stýrimanns, hefur tíðin verið með fádæmum slæm allt frá áramótum. Skipin stundi veiðar við ákaflega erfiðar aðstæður. „Sjó hefur aldrei náð að slétta á milli bræla og það hefur orðið mikið veiðarfæratjón vegna hinnar miklu kviku sem er í sjónum. Á meðan það lóðar á nægilegt magn af loðnu út af Breiðafirði þá halda skipin sig þar. Það styttist hins vegar í hrygningu hjá loðnunni og það, sem við þurfum nauðsynlega á að halda, eru nokkrir góðviðrisdagar áður en vertíðinni lýkur,“ segir Hjalti. - shá Drjúg vestanganga í Breiðafirði en veður og vont sjólag plagar sjómenn: Svartsýni um að kvótinn náist HEILBRIGÐISMÁL Sóttvarnalæknir sér ekki ástæðu til að vara við ferðalögum á svæði þar sem misl- ingar hafa verið að greinast. Þetta er svar við þeirri spurningu hvort ástæða sé til að hefja bólusetningu gegn mislingum fyrr en mælt er með hér á landi, eða við 18 mánaða aldur. Þó segir í tilkynningu að ef fólk ferðast til svæða þar sem misl- ingar hafa verið að greinast sé í góðu lagi að bólusetja börn fyrr en við 18 mánaða aldur. Sé barn hins vegar bólusett á fyrsta aldursári þurfi að endurbólusetja það við 18 mánaða aldur. - shá Bólusetja má börnin fyrr: Varar ekki við ferðalögum FAXI RE 262.000 tonn af 390.000 tonna kvóta voru komin á land í gær. MYND/HBGRANDI KJARAMÁL Ljóst er að félagsmenn Starfsgreinasambandsins verða kallaðir til atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls eftir að slitnaði upp úr samningaviðræðum Starfs- greinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins í gær. Drífa Snædal, framkvæmda- stjóri Starfsgreinasambandsins, segir Samtök atvinnulífsins ekki hafa komið til móts við kröfur sambandsins. Samtök atvinnulífs- ins segja Starfsgreinasambandið hafna verðstöðugleika með kröfum um tugprósenta launahækkun og bera ábyrgð á viðræðuslitunum. - srs Slitnaði upp úr viðræðum: Munu kjósa um verkfallsboðun JAFNRÉTTI „Upphaflega átti félagið aðallega að standa að því að búa til umræðuhóp og stofna undir- félag fyrir nemendafélögin. Síðan, eftir að hafa hist í fyrsta skipti, ákváðum við að halda Pride-viku,“ segir Adda Guðrún Gylfadóttir, stjórnarmeðlimur í Catamitus, hinseginfélagi Menntaskólans í Reykja- vík. Adda er einn skipuleggjenda hins eginviku sem haldin er í fyrsta skipti í MR um þessar mundir. „Dagskráin er afar fjölbreytt og inniheldur fræðslu og fyrirlestra í bland við skemmtilega við- burði,“ segir Adda. Hún nefnir að í samstarfi við Verzlunarskóla Íslands verði haldin sameiginleg fræðsla fyrir foreldra og starfsfólk skólanna í Bláa sal Verzlunarskólans á fimmtudagskvöld. „Svo vonum við að aðrir skólar taki sér þetta til fyrirmyndar, stofni sín félög og haldi svipaðar vikur. Við erum öll mjög spennt að sjá hvernig þetta fer og erum viss um að þetta muni bara stækka á milli ára,“ segir Adda. Þess má geta að femínistafélag MR hélt fyrstu kvenréttindaviku sína í síðustu viku þar sem Vigdís Finnbogadóttir ræddi við nemendur. - ie Tímamót í MR þar sem nemendur fagna fjölbreytileika mannlífsins: Hinseginvika menntaskólanema ADDA GUÐRÚN GYLFADÓTTIR Segir að hinseginvikunni hafi verið gríðarvel tekið. SKÁK Reykjavíkurskákmótið, það þrítugasta í röðinni, hófst í gær. Mótið er afmælismót Friðriks Ólafs- sonar, fyrsta stórmeistara Íslands, honum til heiðurs áttræðum. Metfjöldi keppenda er mættur til leiks, en 273 skákmenn frá 38 lönd- um tefla á mótinu. Mótið er óvenju sterkt og þrír af ofurstórmeisturum heims eru mættir til leiks; Aserinn Shakhr- iyar Mamedyarov, David Navarra frá Tékklandi og Úkraínumaðurinn Pavel Eljanov. Sterkustu skákmenn landsins láta sig ekki vanta. Hannes Hlífar Stef- ánsson hefur fimm sinnum sigrað á mótinu. Hann er nýkominn frá Evrópumóti einstaklinga þar sem hann stóð sig afar vel. Í heimavarn- arliðinu eru einnig stórmeistararn- ir Héðinn Steingrímsson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Stefán Kristjáns- son, Henrik Danielsen og Þröstur Þórhallsson ásamt Íslandsmeistar- anum Guðmundi Kjartanssyni. Úrslit voru eftir bókinni í fyrstu umferð, eins og oft á opnum mótum og aðeins fimm prósent skáka end- uðu með jafntefli. - shá Þrítugasta Reykjavíkurskákmótið hófst í gær: Metfjöldi þátttakenda 1. LEIKUR Forseti FIDE, hinn umdeildi Kirsan Ilyumzhinov, lék fyrsta leikinn á mótinu fyrir stigahæsta skákmann mótsins, Shakhriyar Mamedyarov gegn Greg- ory Lux. S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, Gunnar Björnsson, for- seti Skáksambands Íslands, og Friðrik Ólafs- son fylgjast með. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SVÍÞJÓÐ Sænsk stjórnvöld ætla ekki að framlengja vopnasölusamning við Sádi-Arabíu. Að nokkru ræðst þessi ákvörðun af djúpstæðum ágreiningi um mannréttindamál. Á mánudaginn komu Sádi-Arabar í veg fyrir að Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar, fengi að flytja ræðu á þingi Arababanda- lagsins í Kaíró. Vopnasölusamningurinn var gerður árið 2005 og hefur einu sinni verið framlengdur, en rennur út síðar á þessu ári. - gb Svíar hafa fengið nóg: Hætta að selja Sádum vopn VEÐUR Um 250 björgunarsveitar- menn voru að sinna útköllum víða um land í gær. Mikil skerðing varð á samgöngum þegar illviðri gekk yfir suður- og vesturhluta landsins. Um hádegi í gær skall á mikill stormur sem entist langt fram á kvöld. Langflest útköll björgunar- sveitarmanna voru vegna bíla sem höfðu fest sig eða ekið út af vegi. Því er spáð að veðrið haldist að nokkru óbreytt fram yfir næstu helgi. „Það er ofboðslegur lægða- gangur á næstunni, við erum eigin- lega beint í skotlínunni,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veður fræðingur á Veðurstofu Íslands. „Veðurlagsút- lit er svipað og hefur verið undan- farna daga og það sér eiginlega ekki fyrir endann á því,“ segir Elín. Á höfuðborgarsvæðinu varð verklag um röskun á skólastarfi gangsett og foreldrar og forráða- menn beðnir um að tryggja að börn þeirra yrðu sótt í skóla. Skólayfir- völd sáu til þess að börnin færu ekki úr skóla nema í fylgd forráða- manna. Í Kaldárseli urðu 35 leikskóla- börn strandaglópar og var björg- unarsveit Hafnarfjarðar kölluð út þeim til aðstoðar. Þá seinkaði flest- um ferðum Strætó og sumar ferðir féllu niður. Á suðvesturhorni landsins var fjölda vega lokað og ófært var á flestum vegum á Suðurlandi. Talið er að á annað hundrað bíla hafi fest sig á leiðinni til og frá Gullfossi, Geysi og á Þingvöllum. Tvær flugvélar frá Easy Jet sem áttu að lenda síðdegis á Keflavík- urflugvelli lentu í staðinn á Egils- stöðum. Vélarnar héldu þó áfram eftir um klukkustundar bið á Egils- stöðum. Nokkrar flugvélar sátu fastar á Keflavíkurflugvelli þar sem ekki gafst kostur á að taka á móti þeim við flugstöðina vegna veðurhamsins. Fjöldahjálparstöð var opnuð á Suðurnesjum á vegum Rauða krossins. Hjálparstöðin tók á móti rúmlega tuttugu grunnskólanem- um frá Manchester ásamt leið- beinendum þeirra. Nemarnir voru í hjálparstöðinni í um tvær klukku- stundir eða þangað til opnað var fyrir umferð um Reykjanesbraut. stefanrafn@frettabladid.is Ísland í skotlínu mikils lægðagangs Fjöldi björgunarsveitarmanna var að störfum við útköll í gær. Mikil röskun á skólastarfi og samgöngum. Nokkrar flugvélar fastar á Keflavíkurflugvelli. Fleiri lægðir á leiðinni næstu daga og ekki sér fyrir endann á lægðaganginum. VEÐRA- HAMUR Víða um land var ófært í gær. 1 0 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 1 7 -0 3 8 8 1 4 1 7 -0 2 4 C 1 4 1 7 -0 1 1 0 1 4 1 6 -F F D 4 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.