Fréttablaðið - 11.03.2015, Síða 6
11. mars 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6
1. Hvað bíða margir eldri borgarar eft-
ir því að komast á hjúkrunarheimili?
2. Hvað fær Hólaskóli háa upphæð á
þessu ári úr ríkissjóði til endurbóta á
útisvæði vegna reiðkennslu?
3. Á hvaða kvikmyndahátíð var Sunn-
eva Björk Helgadóttir tilnefnd til
verðlauna?
SVÖR:
1. 376. 2. 40 milljónir. 3. Winter Film
Awards í New York.
MENNING Fimmtán náttúruverndar- og úti-
vistarsamtök hafa sent Illuga Gunnarssyni,
mennta- og menningarmálaráðherra, álykt-
un þar sem farið er fram á að Alþingi og
ráðherra axli ábyrgð og tryggi starfsemi og
rekstur Náttúrugripasafns Íslands, sem er
eitt þriggja höfuðsafna landsins.
Í ályktuninni er skorað á Alþingi og ráð-
herra „að taka hið fyrsta af skarið varðandi
málefni Náttúruminjasafnsins og búa þannig
um hnútana að starfsemi þessa höfuðsafns
þjóðarinnar í náttúrufræðum rísi undir nafni
og sómi sé af við miðlun á fróðleik og þekk-
ingu um náttúru landsins, náttúrusögu, nátt-
úruvernd og nýtingu náttúruauðlinda, eins og
lög kveða á um“.
Eins og Fréttablaðið hefur fjallað um á
síðustu vikum er staða Náttúruminjasafns-
ins dapurleg og til skammar að mati borgar-
stjóra og fleiri. Stofnunin er fjársvelt, ekkert
sýningahald starfrækt og skrifstofuaðstaðan
nýverið í lausu lofti eftir uppsögn á húsaleigu-
samningi.
Samtökin krefjast þess að stjórnvöld axli
ábyrgð og tryggi Náttúruminjasafninu starfs-
umhverfi og fjármagn til reksturs sem hæfir
höfuðsafni og gerir því kleift að sinna lög-
bundnum hlutverkum sínum. - shá
Þess er krafist af Alþingi og ráðherra að Náttúruminjasafni Íslands sé sýnd tilhlýðileg virðing:
Fimmtán samtök fylkja sér að baki NMSÍ
Nöfn samtakanna fimmtán:
Náttúruverndarsamtök Íslands
Bandalag íslenskra skáta
Félag húsbílaeigenda ● Ferðaklúbburinn 4x4
Framtíðarlandið ● Fuglavernd
Hið íslenska náttúrufræðifélag
Kayakklúbburinn ● Landssamband hestamanna
Náttúruverndarsamtök Suðurlands
Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands
Skógræktarfélag Íslands
Ungir umhverfissinnar ● Útivist
Landvernd
➜ Krefja stjórnvöld um aðgerðir
VERSLUN Mikil eftirspurn er eftir verslunarhúsnæði
á Grandanum í Reykjavík og bárust 45 umsóknir
um þrjú verslunarpláss þar, og á Geirsgötu í Gömlu
höfninni.
Á vef Faxaflóahafna segir frá því að þar sem
eftirspurn var verulega umfram framboð var gert
samkomulag við leigjendur í tveimur rýmum til við-
bótar við Grandagarð um að rýma þau fyrir miðjan
apríl.
Teknar voru upp viðræður við fimm af umsækj-
endunum 45, en gangi saman mun á svæðinu bætast
við sala á klassískum reiðjólum, handverkskökuhús,
sérverslun með nautakjöt, gullsmíðaverkstæði og
sala á borðbúnaði og gjafavöru.
Verði ekki af gerð samnings við ofangreinda aðila
þá verður nýr aðili kallaður til úr hópi umsækjenda.
- shá
Alls sóttu 45 verslunarmenn um þrjú laus pláss á Granda og Geirsgötu:
Slegist um pláss á Grandanum
UPPBYGGING Gömlu verbúðirnar og Grandinn er að verða
eitt mest spennandi hverfið í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Hjól atvinnulífsins
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
GOTT ÚRVAL
VERSLUN Árið 2014 voru starfandi
tæplega 180 dagvöruverslanir á
Íslandi. Velta verslananna vegna
sölu á dagvöru er áætluð um 130
milljarðar króna á árinu. Þetta
kemur fram í nýrri skýrslu Sam-
keppniseftirlitsins um stöðu á dag-
vörumarkaði.
Hlutdeild Haga er um 48-49%
en fyrirtækið rak árið 2014 alls
41 dagvöruverslun. Af verslana-
keðjum var Bónus með hæstu
hlutdeildina eða 38-39%. Hlut-
deild Kaupáss var um 19-20%
en þar af var hlutdeild Krónunn-
ar 15-16%. Samkaup voru með
15-16% hlutdeild en þar af var
hlutur Nettó 8-9% af heildar-
markaði. 10-11/Iceland var með
5-6%. Aðrar dagvöruverslanir
sem hafa nokkra markaðshlut-
deild eru Fjarðarkaup og Víðir
en hlutdeild þeirra var á bilinu
1-3%.
Samkeppniseftirlitið segir að
heldur hafi dregið úr markaðs-
hlutdeild Haga frá árinu 2009.
Hlutur minni verslana hafi á
sama tíma aukist.
- jhh
Tæp 50% kaupa í matinn hjá Hagkaupi og Bónus:
Með mikla forystu
VERSLAÐ Í HOLTAGÖRÐUM Bónus er
með tæplega 40 prósenta markaðshlut-
deild. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
EFNAHAGSMÁL „Í þeim skýrslum
og greiningum sem birst hafa síð-
ustu mánuði er ekki að finna aug-
ljósa ástæðu fyrir því að úti sé um
frið á vinnumarkaði,“ segir Gylfi
Zoëga, prófessor í hagfræði við
Háskóla Íslands og nefndarmaður
í peningastefnunefnd Seðlabank-
ans, í nýrri grein í efnahagsritinu
Vísbendingu sem út kom í gær.
Hann segir mikilvægt að safna
upplýsingum um þróun kaupmátt-
ar hinna ýmsu stétta til þess að
koma í veg fyrir að óánægja ein-
stakra stéttar-
félaga verði til
fyrir misskiln-
ing.
„Ef ekki tekst
að lægja öld-
urnar á vinnu-
markaði á næstu
v i k u m m e ð
bættri upplýs-
ingagjöf er mikil vægt að ríkis-
stjórn stigi fram og móti tillögur
í samvinnu við aðila vinnumark-
aðar, bæði stéttarfélög launafólks
og atvinnurekendur, tillögur sem
miða að því að þorra launafólks
finnist ekki á sig hallað,“ segir
Gylfi í grein sinni. Ríkisvaldið
geti til dæmis boðið breytingar á
skattkerfi og ríkisútgjöldum eða
kerfisbreytingar, í skiptum fyrir
verðstöðugleika. „Kannski væri
upplagt að ríkisstjórnin beitti
sér fyrir átaki í húsnæðismálum
sem miðaði að því að lækka verð
á minni íbúðum,“ stingur hann
upp á.
Gylfi bendir í greininni á að
Seðlabankinn verði lögum sam-
kvæmt að bregðast við verðbólgu-
þrýstingi með vaxtahækkunum.
„Ef verðbólga eykst til dæmis úr
tveimur prósentum í sex þyrftu
vextir að hækka um meira en fjór-
ar prósentur svo raunvextir nái að
hækka til þess að slá á eftir spurn,
framleiðslu og atvinnu í því skyni
að minnka verðbólguþrýstinginn.“
Kjarasamningar sem ýttu undir
verðbólgu hefðu því einnig veru-
leg áhrif á vaxtakostnað ríkis-
sjóðs, fyrirtækja og einstaklinga,
til viðbótar því að eftirspurn,
atvinna og lífskjör yrðu verri en
ella.
Ef hins vegar tækist að ná
nýju jafnvægi segir Gylfi að sátt
yrði meiri í samfélaginu, meiri
atvinna, aukinn kaupmáttur, lægri
vextir og vaxtakostnaður, og þar
með lægri útgjöld ríkissjóðs. „Með
lægri vaxtakostnaði ríkissjóðs er
mögulegt að grynnka á skuldum
hans og auka útgjöld til ýmissa
þjóðþrifaverkefna, svo sem á sviði
heilbrigðis- eða menntamála.“
olikr@frettabladid.is
Ríkið bregðist við ef
ekki er slegið á ólgu
Í tölum um þróun kaupmáttar einstakra hópa er ekki að finna augljósa ástæðu
fyrir því að úti sé um frið á vinnumarkaði, segir Gylfi Zoëga hagfræðingur í nýrri
grein. Takist ekki að lægja öldurnar sé mikilvægt að ríkisstjórnin láti til sín taka.
Gylfi Zoëga segir hagstjórnarvandann felast í að þótt hverju stéttarfélagi
finnist réttlætanlegt að fara fram með miklar launakröfur sé það ekki
skynsamlegt fyrir þjóðfélagið í heild og tekur dæmi úr umferðinni: „Það
getur virst vera skynsamlegt hjá einum ökumanni að aka hraðar en allir
aðrir svo fremi sem hinir aka áfram hægt. Hann kemst þá fyrr á áfanga-
stað en aðrir. En ef allir hegða sér eins er voðinn vís.“ Hraðatakmarkanir
á vinnumarkaði felist í að brugðist sé við með vaxtahækkunum, eða
frestuðum vaxtalækkunum. „Til lengri tíma litið skiptir höfuðmáli að
stöðugleiki sé í efnahagsmálum; verðlag sé stöðugt og gengi krónunnar
sömuleiðis.“
Segir stöðugleikann skipta höfuðmáli
Á FRÍDEGI VERKALÝÐSINS Gylfi bendir á að finnist félagsmönnum einstakra stétt-
arfélaga tekjuskipting óréttlát geta þeir freistast til þess að gera meiri kaupkröfur en
ella óháð atvinnustigi og skeyti þá litlu um áhrif á verðbólgu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍELGYLFI ZOËGA
VEISTU SVARIÐ?
1
0
-0
3
-2
0
1
5
2
1
:3
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
1
7
-2
B
0
8
1
4
1
7
-2
9
C
C
1
4
1
7
-2
8
9
0
1
4
1
7
-2
7
5
4
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K