Fréttablaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 22
| 6 11. mars 2015 | miðvikudagur
Klasasamstarfi ð byggir á þverfag-
legri nálgun fyrirtækja og stofn-
ana sem hafa hag af uppbyggingu
ferðaþjónustu í landinu. Hugmynd-
in varð að veruleika þegar aðilar úr
atvinnulífi nu komu saman í október
2012 og hefur hann starfað óform-
lega síðan þá. Markaðurinn ræddi
við Rósbjörgu Jónsdóttur, verkefn-
isstjóra hjá Gekon, Kristínu Hrönn
Guðmundsdóttur, forstöðumann
Verslunar og þjónustu hjá fyrir-
tækjasviði Íslandsbanka og Sævar
Skaptason, framkvæmdastjóra
Ferðaþjónustu bænda, af þessu til-
efni.
Kristín og Sævar sátu í fagráði
klasasamstarfsins. Fagráðið starf-
aði frá október 2012 þegar starfsem-
in var verkefnabundin. Frá áramót-
um hefur fagráðið unnið að stofnun
þessa félags. Með stofnun félags-
ins er verið að styrkja starfsemina
í sessi og þá mun ný stjórn félags-
ins taka við.
Rósbjörg segir að tilgangurinn
með stofnun Íslenska ferðaklasans
sé að styrkja enn frekar uppbygg-
ingu innviða í greininni og efl a sam-
keppnishæfni hennar. Sævar segir
að þetta sé gert með því að tengja
saman ólíka aðila. „Ekki bara þessa
sem hafa algjörlega beinan hag af
ferðaþjónustu, heldur taka inn aðila
sem hafa óbeinan hag en eru samt
mikilvægar stoðir í ferðaþjónust-
unni í dag. Það eru til dæmis bank-
ar, verslun og þjónusta og aðrir
aðilar sem koma að greininni með
einum eða öðrum hætti.“
Hverjir eru það sem koma að
samstarfi nu?
„Þetta eru allir helstu ferðaþjón-
ustuaðilar, sem koma að fl utnings-
þjónustu, fl ugfélög, bílaleigur og
rútufyrirtæki. Þetta eru öll helstu
hótelin í landinu, allar helstu ferða-
skrifstofur og líka helstu afþreying-
araðilar. Það eru þrjár stoðir sem
skipta máli í ferðaþjónustu. Það eru
fl utningsaðilar, af þreyingar aðilar
og gisting,“ segir Rósbjörg. Hún
bendir á að það sé afþreyingin sem
selji hvern og einn áfangastað.
Sævar segir að í ljósi sögunnar
hafi fyrirtæki greinarinnar verið
einangruð. Með fjölgun fyrirtækja
og aukinni breidd hafi þörfi n fyrir
samvinnu aukist. „Og þegar þessi
vinna fer af stað 2012, þá eru menn
kannski komnir á þann stað að þeir
séu móttækilegri fyrir samvinnu og
samstarfi en var áður,“ segir Sævar.
Hann bendir á að Íslenski ferða-
klasinn sé hrein viðbót við þá starf-
semi sem unnin er og komi ekki í
stað þeirrar starfsemi sem unnin
er hjá Samtökum ferðaþjónustunn-
ar, Ferðamálastofu og Íslandsstofu.
Klasinn mun stuðla að auknu sam-
starfi við þessa aðila og aðra.
Kristín segir að til viðbótar við
þá kjarnaaðila sem komi að stofn-
un klasans þá hafi opinberir aðilar
verið þátttakendur. „Og svo stuðn-
ingsaðilar við greinina, eins og
bankarnir, kortafyrirtæki, verk-
fræðistofur, endurskoðunarskrif-
stofur, lögfræðiskrifstofur og
fl eiri.“ Hún segir að bankarnir, í
það minnsta Íslandsbanki, hafi séð
heilmikinn ávinning af því að vera
aðilar að þessu klasasamstarfi sem
stuðningsaðilar við greinina. „Þetta
er samræðuvettvangur og þarna er
búið að vinna að mörgum verkefn-
um þar sem við höfum fengið bæði
aukin tengsl við aðila í greininni og
líka aukna þekkingu á bæði atvinnu-
greininni og því umhverfi sem þess-
ir aðilar starfa í,“ segir Kristín.
Þetta hafi til að mynda hjálpað bank-
anum að skilja sína viðskiptavini
betur og átta sig á þörfum þeirra.
Þannig verði til nýir þjónustuþætt-
ir til að mæta þörfum þessara við-
skiptavina.
Hvernig hefur bankinn fundið
helst fyrir þessari aukningu sem
hefur verið í ferðaþjónustu á síð-
ustu árum?
„Til að mynda hefur töluverður
hluti af vexti lánasafns bankans
komið til vegna ferðaþjónustunnar
og við sjáum áframhald þar á. Ekki
bara í formi útlána heldur einnig í
annarri þjónustu. Það eru til dæmis
þættir sem snúa að viðskiptabanka-
þjónustu, verkefna- og tækjafjár-
mögnun, ráðgjöf og gjaldeyrisvið-
skiptum og áhættuvörnum þar sem
til að mynda þessir aðilar eru fl est-
ir með tekjur í erlendri mynt en
kostnað í íslenskum krónum,“ segir
Kristín. Hún segir að þessi aukna
þekking skili sér inn í bankann og
auðveldi allar ákvarðanir varðandi
lánveitingar til dæmis. Hún segir
að þetta hafi aukið þekkingu bank-
anna á atvinnugreininni. „Ef maður
horfi r á síðustu tvö árin sem klas-
inn hefur verið starfandi, þá hafa
verið ákveðnir vinnuhópar starf-
andi undir klasanum sem hafa verið
að einblína á ákveðin verkefni. Þar
hefur til dæmis bankinn sett starfs-
menn í þessa vinnuhópa. Þannig að
þekkingin skilar sér þaðan inn í
bankann,“ segir hún. Þessi niður-
staða endurspegli þörfi na á sam-
ræðu og samvinnu þessara ólíku
hagsmunaaðila.
Markmið að efla nýsköpun
„Það markmið sem verður lögð
megináhersla á er að efl a nýsköpun
í atvinnugreininni. Önnur verkefni
eru að halda áfram að efl a samvinnu
og samstarf. Stuðla að aukinni fag-
mennsku og gæðum í greininni og
efl a innviði ferðaþjónustunnar. Þetta
eru þau meginmarkmið sem verður
lögð áhersla á,“ segir Kristín.
Sævar bætir því við að það sé
mjög mikilvægt fyrir ferðaþjón-
ustuna, með fjölgun ferðamanna,
að það sé stunduð virk vinna við
nýsköpun og stuðlað sé að nýjum
hugmyndum sem skapa aukið
virði. „Að hverfa frá grunnþáttum,
að selja einfalda þjónustu,“ segir
Sævar.
Hvað meinarðu með nýsköpun og
hvar stöndum við í samanburði við
önnur lönd?
„Við sjáum að með tilkomu auk-
inna samskipta skapandi greina við
ferðaþjónustu hefur margt breyst
til hins betra,“ segir Sævar. Hann
segir til dæmis að þeir markaðir,
sem hafi verið settir upp í Hörpu og
víðs vegar um land allt, séu vísar
að þeirri nýsköpun sem er komin
af stað og ákveðinn grunnur sem
þyrfti að taka lengra. „Það þarf að
innleiða nýsköpun inn í fyrirtækin,
með nýjum vörum, nýjum aðferð-
um og leiðum til að ná til framtíðar-
viðskiptavina,“ segir Sævar.
ÚTTEKT
Jón Hákon Halldórsson
jonhakon@frettabladid.is
Til að mynda
hefur tölu-
verður hluti af vexti
lánasafns bankans
komið til vegna
ferðaþjónustunnar
og við sjáum áfram-
hald þar á.
Björgólfur Jóhannsson
Icelandair Group
Davíð Björnsson
Landsbankinn
Eggert Benedikt Guðmundsson
N1
Friðrik Pálsson
Hótel Rangá
Grímur Sæmundsen
Bláa lónið
Kristín Hrönn Guðmundsdóttir
Íslandsbanki
Sigurhans Vignir
Valitor
Rannveig Grétarsdóttir
Elding Hvalaskoðun
Steingrímur Birgisson
Höldur – Bílaleiga Akureyrar
Sævar Skaptason
Ferðaþjónusta bænda
ÞESSIR SKIPUÐU FAGRÁÐ FERÐAKLASANS
Auka samvinnu á sviði ferðamála
Á morgun verður Íslenski ferðaklasinn formlega stofnaður. Hugmyndin er að styrkja uppbyggingu greinarinnar
enn frekar og efla samkeppnishæfni. Mikilvægt að efla nýsköpun í greininni og auka þannig verðmætasköpun.
BREIÐUR VETTVANGUR Rósbjörg Jónsdóttir, Sævar Skaptason, Kristín Hrönn Guðmundsdóttir og fleiri hafa átt með sér óformlegt samstarf frá haustinu 2012. Á morgun verður það starf gert formlegra á stofnfundi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
1
0
-0
3
-2
0
1
5
2
1
:3
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
1
7
-1
C
3
8
1
4
1
7
-1
A
F
C
1
4
1
7
-1
9
C
0
1
4
1
7
-1
8
8
4
2
8
0
X
4
0
0
4
A
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K