Fréttablaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 28
 | 8 11. mars 2015 | miðvikudagur „Þarf þessa kaupauka yfi rhöfuð? Hvað er svona sérstakt við störf í þessari grein að það þurfi kaup- auka. Af hverju þurfa starfs- menn í bönkum frekar bónusa en kennarar, hjúkrunarfræðing- ar eða læknar?“ spyr Steingrím- ur J. Sigfússon, fyrrverandi fjár- málaráðherra, vegna frumvarps um breytingar á lögum um fjár- málafyrirtæki sem nú liggur fyrir Alþingi. Í 25. og 26. grein frumvarpsins er kveðið á um heimildir Fjár- málaeftirlitsins til þess að setja reglur um breytileg starfskjör, eða kaupauka. Jón Þór Sturlu- son, aðstoðarforstjóri Fjármála- eftirlitsins, segir að fyrirmynd- ir slíkra reglna séu mun mótaðri en ætla mætti í fyrstu því að Fjármálaeftirlit Evrópusam- bandsins (EBA) sem Fjármála- eftirlitið hefur áheyrnaraðild að hafi gefi ð út tæknistaðla og birt drög að leiðbeiningum um fram- kvæmd viðkomandi ákvæða í svokallaðri CRDIV-tilskipun. Fyrrnefnd ákvæði í frumvarp- inu taka að miklu leyti mið af þeirri vinnu. Samkvæmt lögum sem sam- þykkt voru frá Alþingi árið 2010 var fyrirtækjum gert heimilt að greiða kaupauka að hámarki 25 prósent af föstum launum. Í til- skipun Evrópusambandsins er aftur á móti gert ráð fyrir að kaupauki geti verið 100 prósent af föstum launum og hluthafa- fundur geti samþykkt að hækka það upp í 200 prósent. Stein- grímur segist feginn því að frumvarpið sem liggur nú fyrir Alþingi geri ekki ráð fyrir því að hækka þetta þak. Stjórnvöld hafa svigrúm til þess að fylgja ekki tilskipun EBA varðandi þetta atriði og setja strangari reglur. Geri þau það ekki munu þau hins vegar þurfa að skýra fyrir þeim hvers vegna. Steingrímur segir það þó mis- ráðið að samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að einungis til- teknir lykilstjórnendur og þeir sem geti komið að ákvarðana- töku eigi rétt á kaupauka. „Þann- ig að þetta er ekki bara þak yfi r alla starfsmenn fjármálafyrir- tækja eins og hefur verið og er. Eins fi nnst mér það líka ámælis- vert að þeir sem sinna innra eft- irliti og regluvörslu inni í bönk- unum geta farið yfi r á kaupauka samkvæmt þessu, en í gildandi lögum er það bannað,“ segir Steingrímur. Um þessa síðustu athugasemd Steingríms segir Jón Þór: „Menn geta haft sínar skoð- anir á því hvort það sé heppilegt eða ekki en þetta er aðlögun að evrópsku regluverki.“ Þá segir Jón Þór að Fjár- málaeftirlitið líti það jákvæð- um augum að í regluverki EBA hefur verið betur lýst hvernig skuli horfa á mismunandi form af kaupauka. „Þarna er farið vel yfi r sviðið og reynt að samræma framkvæmdina út frá því hvaða form af umbun er verið að veita. Hvort það sé í formi kaupréttar, eða einhvers konar hlutabréfa- eignar, eða annarra bónusa sem fylgja einhvers konar reikni- formúlu og svo framvegis. Það á ekki að vera grundvallarmunur á meðferðinni,“ segir Jón Þór. Þá séu í regluverki EBA ákvæði um frestun á greiðslum bónusa. Útgreiðslu á ákveðnum hluta kaupauka verður að fresta í þeim tilgangi að skapa ekki of sterka skammtímahvata. „Það verð- ur að vera komin reynsla á það að viðkomandi grundvöllur bónussins sé viðvarandi,“ segir Jón Þór. jonhakon@ frettabladid.is Menn geta haft sínar skoðanir á því hvort það sé heppilegt eða ekki en þetta er aðlögun að evrópsku regluverki. Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri FME Hvað er svona sérstakt við þessi störf að það þurfi kaupauka. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra Sigrún Magnúsdóttir, umhverfi s- og auðlindaráðherra, skipaði Sig- ríði Auði Arnardóttur í embætti ráðuneytisstjóra í byrjun mán- aðarins. Sigríður Auður, sem er með embættispróf í lögfræði og hdl., hefur starfað í ráðuneyt- inu frá árinu 1998 og gegnt þar embætti skrifstofustjóra frá árinu 2003, á skrifstofu laga og upplýsingamála, skrifstofu laga og stjórnsýslu og á skrif- stofu umhverfis og skipulags. Sigríður Auður var staðgengill ráðuneytis stjóra frá 2007 til 1. mars 2014 þegar hún var settur ráðu neytisstjóri til eins árs. „Starfið er mjög fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt eins og umhverfi smálin eru í eðli sínu. Umhverfi smálin eru svo samof- in okkur öllum og því hafa fl estir skoðanir á þeim og þeim fylgja oft miklar tilfi nningar. Ekki eru nú allir alltaf sammála hvaða leiðir eigi að fara til að ná sett- um markmiðum, en mikilvægast er að leita farsælla lausna sem hægt er að framfylgja. Samráð og samvinna eru lykilþættir í starfi nu og grundvallaratriði að hlusta vel á öll sjónarmið. Til að ná raunverulegum árangri þurf- um við að leggja okkur fram við að eiga samtal við almenning, hagsmunaðila og atvinnulífi ð. Við hér í ráðuneytinu gætum mikil- vægra auðlinda, sem eru náttúr- an og umhverfi okkar,“ segir Sig- ríður Auður um starf sitt. Sigríður segir að sér hafi allt- af fundist gaman að starfa við umhverfi smálin og í stjórnsýsl- unni. „Ég man bara ekki eftir einum degi í starfi sem mér hefur leiðst, enda alltaf nóg að gera, það má segja að það sé aldrei dauð mínúta. Það gerir fjölbreytnin í starfi nu og alltaf einhver mál sem þarf að bregð- ast fl jótt við. Það er vandfund- inn lífl egri vinnustaður, en það að vinna í ráðuneyti felur í sér að takast á við ögrandi verkefni. Ég er afskaplega heppin með samstarfsfólk í ráðuneytinu, hér er mikill mannauður, fólk með mikla reynslu, menntun og þekk- ingu og góð samvinna þar sem allir hjálpast að,“ segir hún. Sigríður hefur mikinn áhuga á fólki og hefur gaman af að stúd- era fólk, hvað býr að baki orðum og gjörðum. „Þetta er því kjörið starf fyrir mig enda felur það í sér að hitta fólk úr ýmsum áttum með ólíkan bakgrunn og mis- munandi sjónarmið, sem hefur miklu að miðla,“ segir hún. Sigríður segir áhugamálin m.a. lúta að starfi nu sínu. „En utan vinnu er það að ferðast um landið okkar, útivist af ýmsu tagi, eins og skíði, golf og göng- ur með hundinn minn sem lætur mig sannarlega vita ef ég slaka á þar. Samvera og spjall með góðu fólki er það sem gefur mér mest, svo má ekki gleyma líkamsrækt- inni, ekki síst fyrir sálina, það er ekkert betra en að byrja daginn í ræktinni með góðum vinum,“ segir hún. jonhakon@frettabladid.is Best að byrja daginn í ræktinni með vinum Sigríður Auður Auðunsdóttir var á dögunum skipuð ráðuneytis- stjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Í frítíma sínum kýs hún að ferðast um landið og stunda útivist af ýmsu tagi. MIKILL ÁHUGI Á VINNUNNI Sigríður Auður segir að á vettvangi vinnunnar hitti hún fyrir margt fólk og hún hafi gaman af að stúdera fólk, hvað býr að baki orðum og gjörðum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í fyrsta lagi er hún frábær félagi, hvort sem er í leik eða starfi. Ég starfaði með henni í fimmtán ár. Hún var staðgengill minn í sjö ár í ráðuneytinu. Hún er mjög góð í mannlegum samskiptum. Hún stjórnaði skrifstofu hjá mér og gerði það mjög vel og hélt góðum liðsanda á skrifstofunni hjá sér. Hún er lögfræðingur og hefur mjög faglegan metnað en samt alltaf mjög stutt í léttleikann hjá henni. Hún er mikill stuðbolti í partíum. Ég myndi segja að helsti galli, þótt sumir myndu telja það kost, að hún á til að vera helst til samviskusöm. Magnús Jóhannesson, framkvæmdastjóri Norðurskautsráðsins. Sigríður eða Sigga, eins og ég er vön að kalla hana, er yndisleg, klár og skemmtileg vinkona sem ég hef þekkt síðan við vorum fimm ára gamlar. Hún er mikill gleðipinni, góður gestgjafi og er dugleg að bjóða fólki heim til sín. Hún hefur gott innsæi, er mikill pælari og fyrir vikið getur hún oft verið utan við sig sem á köflum er mjög fyndið. Sigga er skapgóð en getur líka verið mjög beinskeytt og ákveðin ef svo ber undir. Hún er ráðagóð, traust og góð manneskja sem alltaf er gott að eiga að. Sigríður Guðrún Guðmundsdóttir æskuvinkona. STUÐBOLTI Í PARTÍUM Í samræmi við evrópskt regluverk Hugmyndir um kaupaukakerfi sem finna má í frumvarpi um breytingar að lögum um fjármálafyrirtæki byggjast á evrópskri fyrirmynd. Fyrrverandi fjármálaráðherra spyr hvort bankastarfsmenn þurfi yfirhöfuð kaupauka. BANKARNIR Fyrstu umræðu um frumvarp um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki er lokið. Frumvarpið er núna í nefnd. Ákvæði í frum- varpinu sem lúta að breytilegum starfskjörum taka mið af evrópsku regluverki. Ég man bara ekki eftir einum degi í starfi sem mér hefur leiðst, enda alltaf nóg að gera. 1 0 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 1 7 -2 1 2 8 1 4 1 7 -1 F E C 1 4 1 7 -1 E B 0 1 4 1 7 -1 D 7 4 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.