Fréttablaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 11. mars 2015 | SKOÐUN | 15 Nú við endurnýjun kjara- samninga á almennum vinnumarkaði eru gömlu plöturnar spilaðar um óða- verðbólguna sem kemur ef almennt launafólk fær ein- hverja hækkun á sín laun. Eins og hlutirnir hafa þró- ast frá því vopnahlé var gert á almenna vinnumark- aðnum fyrir rúmu ári með aðfarasamningnum, hafa öfgarnar í samfélaginu komið betur fram. Sú mikla harka sem er að byggj- ast upp hjá almennum launþegum þessa lands á sér miklu dýpri orsak- ir en rökræða um krónur og aura. Allir innviðir samfélagsins eru að hrynja og almenningur er að gefast upp, þrælarnir geta ekki meir. Dag- vinnulaunataxtar hafa aldrei dugað til framfærslu og nú eru heildar- launin hætt að duga þrátt fyrir ómælda eftirvinnu. Það er eitt af mörgu sem er að magna upp ástand- ið sem við erum að sigla inn í. Við þurfum að horfast í augu við raunveruleikann og spyrja hvers konar samfélag við höfum byggt upp. Félagslegt íbúðakerfi er ekki til, heilbrigðiskerfið komið að þrot- um þó við borgum sjálf um tuttugu prósent úr eigin vasa. Menntakerf- ið stendur ekki undir nafni og við erum með fjársveltar stofnanir sem geta ekki sinnt hlutverki sínu við að reka nútímasamfélag. Gamla fólk- ið sem byggði upp þetta samfélag höfum við sent út á guð og gadd- inn. Okkur öllum og samfélaginu til ævarandi skammar. Þetta er eitt af því sem er að valda hörkunni á vinnumarkaðnum, samfélagið er ekkert annað en umbúðir án inni- halds. Launafólk hefur engu að tapa Við verðum líka að átta okkur á þeim kynslóðaskiptum sem eru að eiga sér stað í samfélaginu. Unga fólkið okkar hefur aðra sýn á lífið. Það vill eiga líf eftir vinnu og kall- ar á ásættanleg dagvinnulaun. Þeir sem hafa komið út á vinnu- markaðinn síðustu ár og þeir sem fóru illa út úr hruninu eygja litla von um að komast í öruggt hús- næði, með kaupum eða leigu. Við höfum ekkert félagslegt húsnæðiskerfi sem lausn fyrir þetta fólk. Lönd Norður-Evrópu og Skandi- navíu sem við berum okkur saman við hafa 25 til 55 prósent af sínum íbúðamarkaði með einhvers konar lausnum fyrir þá sem lægstu tekj- urnar hafa og sem val fyrir aðra. Við höfum ekkert til að bjóða nema lána- eða leiguokur sem venjulegt launafólk ræður ekki við. Hefur samfélagið áttað sig á því hvaða tekjur einstaklingar og fjölskyld- ur þurfa að hafa til að komast í gegnum greiðslumat til íbúðar- kaupa? Þetta er líka ein af ástæð- um þess að launafólk er tilbúið að taka harðan slag um bætt kjör og þrýsta á aðgerðir frá stjórnvöldum um breytingar. Róttækar breytingar og ný hugsun Við erum með breytta pólitík þar sem ekki er hikað við að lofa og blekkja almenning og svíkja gerða samninga. Með þessu hefur pólitík- in útilokað sig frá skynsamlegum þríhliða lausnum við endurnýjun kjarasamninga. Um mörg af þeim atriðum sem ég hef talið upp snýst það uppgjör sem fram undan er í samfélaginu í komandi kjarasamn- ingum á árinu. Hvernig við höfum klúðrað uppbyggingu félagslegra innviða samfélagsins er að koma í andlitið á okkur. Í raun þurfa laun að vera umtals- vert hærri hér á landi í samanburði við þau lönd sem við berum okkur saman við vegna þess að innvið- irnir eru ekki til staðar til að auka jöfnuð. Var einhver að tala um að reyna að koma á stöðugleika í þessu sam- félagi? Við þurfum róttækar breytingar og nýja hugsun ef ekki á illa að fara. Samfélag á leið í uppgjör Við hjá Hjálparstarfi kirkj- unnar erum mjög þakklát fyrir þann frábæra stuðn- ing sem starf okkar fær úr öllum áttum. Mjög marg- ir leggja sitt af mörkum, einstaklingar greiða val- greiðslur sem við send- um í heimabanka, leggja inn á söfnunarreikninga, hringja í söfnunarsíma og kaupa gjafabréfin okkar á gjofsemgefur.is. Fyrirtæki taka mjög vel í styrkbeiðni okkar, bankar, stéttar félög, sóknir og samtök leggja fram umtalsverða fjármuni. Heildar- söfnunarfé síðustu þrjá mánuði er samtals 70 milljónir króna, þar af eru 37 milljónir til innanlands- starfsins og 33 milljónir til verk- efna erlendis. Markmið starfsins, heima og að heiman, er að hjálpa fólki og sam- félögum að finna eigin lausnir á vanda sem að þeim steðjar og fræða um rétt og skyldur einstaklinga, samfélags og stjórnvalda. Nálgun stofnunarinnar felst í að efla fólk til áhrifa (valdefling) með formlegri og óformlegri skólagöngu, ýmiss konar fræðslu, þjálfun og efnis- legri aðstoð. Hún er réttindamið- uð og sniðin til þess að byggja upp þekkingu og færni fólks svo þróun verði sjálfbær og utanaðkomandi aðstoð óþörf. Hjálpar starfið veitir þannig aðstoð til sjálfshjálpar og virkjar skjólstæðinga til þátttöku í öllu ferlinu. Stuðningur er veitt- ur á grundvelli þarfar án tillits til trúar, þjóðernis, kyns, fötl- unar, kynhneigðar, stéttar né nokkurs annars sem er ólíkt með fólki. Sá mikli stuðningur sem starfið nýtur ber vott um að margir eru sammála þessum markmiðum hvort heldur sem er í þróunarsamvinnuverkefn- um erlendis, t.d. í Eþíópíu þar sem fleirum er tryggður aðgangur að hreinu vatni eða í starfinu á Íslandi þar sem t.d. er veittur tímabund- inn efnislegur stuðningur með inn- eignar kortum í matvöruverslunum og efnaminni framhaldsskólanem- endur fá styrk til greiðslu skóla- gjalda. Orð unglingsstúlku á Indlandi sem hefur fengið stuðning til skóla- göngu gætu allt eins verið orð ung- mennis á Íslandi sem hefur fengið stuðning til náms: „Fjölskylda mín er af lægstu stétt og mjög fátæk, ég hefði aldrei náð að vera svona lengi í skóla án þess stuðnings sem ég fæ. Með menntuninni hef ég miklu betri möguleika en foreldrar mínir, kannski verð ég læknir.“ Spakmæli frá Keníu segir: „Eitt góðverk leiðir af sér annað.“ Það er nákvæmlega það sem gildir um stuðninginn og starfið. Ótrúlegur stuðningur KJARAMÁL Guðmundur Ragnarsson formaður VM HJÁLPARSTARF Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulagssvið Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar og hverfisráð Háaleitis og Bústaða boða opinn fund með íbúum til að kynna væntanlegar framkvæmdir á Grensásvegi og Háaleitisbraut sem felast í því að skapa betri aðstæður fyrir gangandi og hjólandi og auka umferðaröryggi. Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs opnar fundinn, fulltrúar umhverfis- og skipulagssviðs kynna framkvæmdir og fulltrúar hverfisráða og íbúasamtaka ávarpa fundargesti. Opinn íbúafundur um Háaleitisbraut og Grensásveg H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA vegna framkvæmda við göngu- og hjólastíga. Allir eru velkomnir – kaffi á könnunni. Fundurinn er haldinn í Breiðagerðisskóla fimmtudaginn 12. mars 2015 klukkan 20.00 í samstarfi við Íbúasamtök Bústaða- og Fossvogshverfis og Íbúasamtök Háaleitis. ➜ Hjálparstarfi ð veitir þannig aðstoð til sjálfshjálpar og virkjar skjólstæðinga til þátttöku í öllu ferlinu. ➜ Gamla fólkið sem byggði upp þetta samfélag höfum við sent út á guð og gaddinn. Okkur öllum og samfélaginu til ævarandi skammar. 1 0 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 1 7 -1 C 3 8 1 4 1 7 -1 A F C 1 4 1 7 -1 9 C 0 1 4 1 7 -1 8 8 4 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.